Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elskulegur tengda-
faðir minn Eggert er
látinn. Kallið kom
snögglega og var svo
sannarlega óvænt.
Við dánarbeðinn hrönnuðust upp
minningar um samverustundir við
Eggert og Hjördísi.
Eggerti kynntist ég fyrst fyrir
tæpum tíu árum þegar Þröstur, mað-
urinn minn, fór með mig í fyrstu
heimsóknina til Keflavíkur til að
kynna mig fyrir foreldrum sínum.
Hlýtt viðmót mætti mér þá þegar.
Það hefur verið dýrmætt að fylgj-
ast með tengdaforeldrum mínum og
samheldni þeirra. Segja má að þeim
hafi aldrei fallið verk úr hendi. Þau
fylgdust vel með börnum sínum,
tengdabörnum og barnabörnum með
hvatningu og góðum óskum, tóku
hverjum nýjum einstaklingi sem kom
inn í fjölskylduna með opnum faðmi
og gáfu sér alltaf tíma fyrir alla. Þau
sinntu líka vinum og kunningjum vel.
Þeim fannst gaman að ferðast um
landið og ég held að óhætt sé að full-
yrða að þau hafi ekki verið heima
margar helgar á sumrin. Einnig var
oft farið norður í Vatnsdal á heima-
slóðir Eggerts. Á öllum ferðum sín-
um um landið var alltaf hugsað um að
tengja heimsóknir við ferðalögin.
Þannig héldu þau góðum tengslum
við gamla vini. Einnig þótti þeim
hjónum gaman að ferðast erlendis og
alltaf komu þau heim eftir slíkar ferð-
ir með margar sögur í farteskinu.
Upp í hugann koma margar minn-
ingar um samverustundir með Egg-
erti og Hjördísi. Við fórum ósjaldan
með þeim norður í Vatnsdal. Oft var
verið að dytta að í Hjarðartungu og
einnig fórum við oft í veiðiferðir sam-
an. Eggert hafði gaman af veiðum og
var mikill veiðimaður, enda alinn upp
við það frá barnæsku. Eggert og
Þröstur voru búnir að ákveða að fara
norður í Hjarðartungu síðastliðna
helgi og athuga hvort húsið væri í
lagi. Sömuleiðis voru þeir búnir að
ákveða að fara til Grænlands í sumar
og renna fyrir silung.
Eggert var greindur maður og
skemmtilegur. Hann hafði gaman af
því að segja brandara og gamansög-
ur. Hann hafði góða söngrödd og var í
kirkjukórum til margra ára. Hann
var áhugasamur um menn og málefni
og gaman var að ræða við hann um
allt milli himins og jarðar. Hann var
ætíð reiðbúinn að aðstoða sitt fólk og
var yfirleitt mættur fyrstur á staðinn
ef einhver þurfti á aðstoð að halda.
Oft kom hann færandi hendi með
klatta og kleinur sem hann hafði bak-
að deginum áður.
Eggert hafði haldið dagbækur í
mörg ár og þetta ár átti ekki að vera
undantekning þar á. Hin síðustu ár
hefur Ágústa dóttir okkar Þrastar
gefið afa sínum dagbók í jólagjöf. Í ár
fannst henni bókin einstaklega falleg
þar sem brúnir hennar voru gylltar
og kallaði hún dagbókina gullbókina.
Eggert E. Lárusson
✝ Eggert EgillLárusson fædd-
ist á Blönduósi 16.
september 1934.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 4. janúar síð-
astliðinn og var
jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju
12. janúar.
Því miður náði Eggert
einungis að færa inn
fyrsta dag ársins í gull-
bókina.
Elsku Eggert. Ég
þakka þér fyrir sam-
fylgdina. Guð geymi
þig.
Þín tengdadóttir
Jóhanna.
Elsku afi.
Við þökkum allar
góðu stundirnar sem
við fengum að eiga
saman og við geymum allar fallegu
minningarnar um þig í hjörtum okk-
ar.
Það er sárt að kveðja og við sökn-
um þín.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ágústa og Ásgeir.
Elsku afi okkar. Þú varst okkur
alltaf góður og varst mjög duglegur
við að sýna okkur allskonar skrýtna
hluti eða staði. Hvort sem þú komst
til okkar í gömlu sveitina þína eða við
komum til þín í Keflavík. Þú kenndir
okkur margt og mikið, t.d. kennileiti,
kenninöfn og fræddir okkur um land-
ið okkar góða.
Við skemmtum okkur oft með afa
og hann sýndi okkur marga fyndna
og skemmtilega hluti sem við höfðum
gaman af. Okkur fannst alltaf gaman
þegar afi sýndi hattana sína, bæði
gamla og nýja. Afi var duglegur að
gera listaverk úr gleri, hann var alltaf
að safna einhverju dóti til að nota í
listaverkin sín.Afi sagði okkur oft frá
lífinu fyrr á dögum þegar hann var á
okkar aldri. Hann var alltaf góður afi.
Elsku amma okkar, við vonum að
Guð gefi þér styrk til að sakna afa
ekki of mikið og vonandi mun þér líða
vel um ókomna framtíð og berðu
minningu um afa ávallt í hjartastað.
Orðstír fagur aldrei deyr
óhætt má því skrifa
á söguspjöldum síðar meir,
sagan þín mun lifa.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þín afabörn,
Hafdís Líndal og
Hafþór Freyr Líndal.
Það kemur manni alltaf jafn mikið
á óvart þegar ættingi eða vinur hverf-
ur á braut eilífðarinnar.
Þannig var það líka með Eggert
móðurbróður minn eða Dóa eins og
hann var kallaður.
Fyrst sá ég Dóa frænda 14. marz
1949 en ég man ekkert eftir því, þetta
er dagurinn sem ég fæddist og Dói
var ljósan mín aðeins 15 ára gamall.
Eftir þessi fyrstu kynni höfum við
átt margar skemmtilegar stundir
saman, bæði í leik og starfi. Þegar ég
var um 10 ára gamall var ég sendur í
Grímstungu að vetri til, þá var Dói
beitarhúsamaður hjá afa. Eitt sinn
var ég sendur með honum til að
hjálpa til við að reka féð yfir að For-
sæludal til böðunar. Frá Grímstungu
og fram á beitarhúsum er um 6 km.
farið var ríðandi á milli. Dói var að
temja hest og ákvað að fara á honum
og reiða mig, en þegar hann var kom-
inn á bak henti hesturinn honum af
baki. Teymdi hann þá hestinn út í
snjóskafl, fór aftur á bak og þreytti
hestinn til að hann yrði viðráðanlegri.
Áður en við lögðum af stað hafði
Dói laumast inn í hænsnakofann
hennar ömmu, náð sér þar í nokkur
egg til að drýgja nestið okkar, held ég
að kaupakonunum hafi ekki leiðst
eggjaátið hjá frænda.
Nokkrar fórum við jeppaferðirnar
um hálendi Íslands ásamt fjölskyld-
um og vinafólki.
Þá var Dói hrókur alls fagnaðar og
hafði gaman af að spá í lífríkið til
heiða. Oftast fékk hann sér svolítið í
staupinu þegar komið var í nætur-
stað, slíkt var ættgengur hæfileiki.
Ekki má gleyma refa-, minka-,
laxa- og silungsveiðiferðum sem við
fórum saman.
Um leið og ég kveð þakka ég Dóa
samfylgdina og votta Hjördísi og fjöl-
skyldu samúð mína.
Lárus Helgason.
Elsku Dói minn.Hjartahlýi kallinn.
Já, mikið lá á fyrir handan að fá þig
enda ávallt duglegur að rétta hjálp-
arhönd og greiða leið annarra. Þér
var margt til lista lagt og lagðir ekki
árar í bát þótt þú yrðir eldri borgari,
farinn að vinna úr gleri alls konar
verk, takk fyrir okkur.
Kæri frændi, takk fyrir alla ástúð
og leik sem þú sýndir mér á fjórða ári
er ég dvaldi í Grímstungu hjá afa og
ömmu, enda barnakall í hjartanu. Það
eru fyrstu minningarnar um okkar
kynni. Sumarið sem ég dvaldi hjá
ykkur Hjördísi í Hjarðartungu var
lærdómsríkt, hláturinn og glensið
bergmálar enn. Fjölskyldan vill
þakka fyrir allar þær gleðistundir
sem við höfum átt saman og mót-
tökur ykkar Hjördísar í gegnum árin,
ávallt höfðingjar heim að sækja.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Megir þú eiga góða heimferð, Dói
minn.
Elsku Hjördís mín og fjölskylda,
okkar bestu samúðarkveðjur.
Vigdís E. Helgadóttir
og fjölskylda.
Í dag kveð ég minn kæra vin Egg-
ert Egil Lárusson.
Fjársjóður minninganna er mikill
að vöxtum eftir rúmlega 40 ára vin-
áttu sem aldrei bar skugga á og var
okkur óendanlega dýrmætur. Ég er
varla búin að átta mig á því að þú sért
dáinn, þetta gerðist allt svo hratt.
Gylfi hefur örugglega tekið vel á móti
þér hinum megin. Þið eruð með sama
dánardag, 4. janúar, nema hvað Gylfi
dó 2001 og verðið jarðaðir sama dag
12. janúar. Hvað ætli þið séuð að
bralla núna? Þið Gylfi voruð svo mikl-
ir vinir og áttuð svo margt sameig-
inlegt þótt ólíkir væruð.
Eggert var mikið náttúrubarn og
mikill veiðimaður, einstaklega ratvís
á heiðum uppi en átti það til að villast
þegar komið var í bæ eða borg.
Tryggur vinur og hjálpsamur, sér-
lega verklaginn og gott að leita til
hans ef eitthvað þurfti að laga eða
gera við.
Við Gylfi vorum svo heppin að geta
komið í mörg ár í Hjarðartungu til
ykkar Hjördísar og tekið þátt í
sveitastörfunum, sem voru ekki alltaf
venjuleg. Það var farið á minkaveiðar
og legið á greni, veitt í vötnunum á
Grímstunguheiði bæði í net og á
stöng, farið í laxveiði, fjár- og hesta-
réttir, sauðburð og heyskap. Þá eru
ótalin öll ferðalögin sem við fórum í
saman bæði utanlands og ekki síst
innanlands. Þegar þið brugðuð búi og
fluttuð, fyrst á Blönduós og síðan á
Seyðisfjörð, var ferðast þaðan meðal
annars með Norrænu til Færeyja,
farið var upp að Snæfelli, í Mjóafjörð,
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRA KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR,
Efstaleiti 12,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 14. janúar, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 15.00.
Tómas Árnason,
Eiríkur Tómasson, Þórhildur Líndal,
Árni Tómasson, Margrét Birna Skúladóttir,
Tómas Þór Tómasson, Helga Jónasdóttir,
Gunnar Guðni Tómasson, Sigríður Hulda Njálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Maðurinn minn og faðir okkar,
Hannes Björn Kristinsson,
efnaverkfræðingur,
frá Akureyri,
lést á heimili sínu í New Jersey mánudaginn
1. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Jóhanna Hermannsdóttir,
Helgi Hermann Hannesson,
Jón Kristinn Hannesson,
Herdís Hannesdóttir,
Agnes Hannesdóttir.
✝
Elskuleg frænka okkar,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR FRIÐBJÖRNSDÓTTIR
kennari,
Neshaga 10,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 15. janúar,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn
26. janúar kl. 11.00.
Birna Magnúsdóttir og fjölskylda.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGUNN ÓLAFSDÓTTIR,
Álftamýri 16,
Reykjavík,
lést á deild 11E, Landspítala, að kvöldi fimmtudagsins 18. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sólveig Pétursdóttir,
Ólafur Pétursson, Margrét Þorgeirsdóttir,
Guðný Pétursdóttir,
Auður Pétursdóttir, Ríkharður Sverrisson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁSTA JÚLÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést í Skógarbæ fimmtudaginn 18. janúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Camilla Jónsdóttir,
Ásta Júlía Jónsdóttir,
Guðmundur Stefán Jónsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALEXÍA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR,
Skipholti 6,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Fossvogi föstudaginn
19. janúar.
Jens Stefán Halldórsson,
Ólöf Jóna Jensdóttir, Björn Grímsson,
Ástbjörn Jensson, May Brit Kongshaug,
Jenný Stefanía Jensdóttir, Grettir Grettisson,
Ingibjörg Jensdóttir, Gunnar Smith,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Minn ástkæri eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HALLDÓR JÓN VIGFÚSSON
atvinnurekandi og smiður,
lést föstudaginn 19. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gróa Magnúsdóttir,
Jón Trausti,
Katrín,
Soffía Dröfn, Garðar Sigurjón,
Jóhann Kristján,
Hjalti Þór, Guðný Vala
og barnabörn.