Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 15 veitingahús og vantar ákveðna vöðva,“ segir Viðar. „Þá getum við lógað tveim eða tíu gripum, eftir því hve pöntunin er stór, og ekkert fer í frost. Við þurfum hálfs mánaðar fyr- irvara og skilum milliliðalaust þeirri vöru til seljenda sem kúnninn vill kaupa.“ „Framþróunin hefur verið mikil síðan árið 1974,“ segir Hákon. „Markmiðið í upphafi var að losna við milliliðina. Mig langaði að byggja sláturhús og kjötiðju og lét teikna það fyrir 20 árum. En við fór- um þá leið að láta slátra í verktöku, lambakjötinu er slátrað hjá Norð- lenska, og síðan fullvinnur Viðbót kjötið.“ Viljum feitari, feitari Um leið og kjötið er komið á bílinn út úr fjósinu, þá er það komið úr höndum Árbótar. Gunnar Óli er kominn í eldhúskrókinn til að skýra það ferli sem tekur við. „Það er alltaf sami karlinn sem sækir þetta, Einar Kristjánsson eða Vegbúinn ehf.,“ segir hann. „Svo er gripunum slátrað og kjötið flutt til okkar í Viðbót, þar sem það er skor- ið, og mikið af því fer í Melabúðina.“ – Af hverju þangað? „Þeir eru bara stórir viðskipta- vinir; þetta er metnaðarfull og góð verslun og kjötborðið eftir því. Mela- búðin selur mest af hreindýrakjöti fyrir okkur, þessi kompa sem ekkert er. Og kröfurnar eru miklar. Naut mega ekki vera of feit, nema fram- hryggurinn, – ef hann er ekki 20% fitusprengdur selst hann ekki sem „prime“. Kröfurnar eru miklar og það ýtir undir metnað framleiðand- ans,“ segir Gunnar Óli. „Þess vegna kaupum við meira kjarnfóður en áður,“ segir Hákon. Gunnar Óli brosir og tekur undir með honum: „Pabbi er að fá leið á okkur, – við viljum feitari, feitari!“ „Eina leiðin til að mæta því er kraftmikið kjarnfóður, sem við lát- um blanda hjá Bústólpa á Akureyri,“ klykkir Hákon út með. Þetta er bara kjöt Og eftirspurnin er mikil. „Í sumar var hringt látlaust og við beðnir að redda nautakjöti; markaðurinn biði eftir þessu,“ segir Gunnar Óli. „Verð til bænda hefur hækkað um 160 til 180 krónur kílóið á einu og hálfu ári og er í sögulegu hámarki. Það hefur ekki gerst í áratugi að verðhækkun á nautakjöti skili sér til bænda.“ Hann vekur athygli á öðru. „Við drýgjum ekki holdanautakjötið með neinu, ekki próteini, kartöflumjöli, sterkju, vatni eða neinu „tender“. Þetta er bara kjöt. Það væri hægt að fara öðruvísi að. Fyrir hvert kíló af „tender“ sem sett er í nautahakk má setja tíu lítra af vatni og þar fyrir ut- an kartöflusterkju og sojamjöl, og með slíkum íblöndunarefnum er hægt að þyngja vöruna verulega. Svo þegar kjötið fer á pönnuna þá hverfur það nánast. Við gerum það ekki heldur seljum hreint kjöt, til dæmis eru hreindýrahamborgarar frá okkur ekki með einu einasta grammi af íblöndunarefnum, enda markaðssetjum við þá sem 100% hreina náttúruafurð.“ Viðbót hefur flutt inn hreindýra- kjöt frá árinu 1994 í samstarfi við Stefán Magnússon hreindýrabónda á Suður-Grænlandi. „Við komum með 32 tonn í fyrra, tvo 40 feta gáma, sem unnir voru hjá okkur,“ segir Gunnar Óli. „Þetta voru um 1.200 heilir skrokkar og er það helmingurinn af okkar framleiðslu, þar á eftir er nautið, svo lamb og loks lítið af svíni. En það er ljóst að nautakjötið eitt og sér myndi aldrei standa undir rekstri kjötiðjunnar.“ Rjúpur verptu á hlaðinu Hákon og Snæfríður hafa ýmis ráð í búskapnum, meðal annars hafa þau látið skipuleggja tíu sumarbú- staðalóðir og leigt út átta af þeim. Árbót nýtir eignarrétt að Laxá í Að- aldal sér og er ekki aðili að veiði- félaginu heldur leigir hann Lax-á, sem rekið er af Árna Baldurssyni. Einnig eiga þessar jarðir, Árbót og Berg, veiðirétt í Mýrarkvísl og Skjálfandafljóti. Þá er smávegis æð- arvarp á Sandi og Bergi og dúntekj- an nýtt og svo er nýstárlegt rjúpna- varp í Árbót! „Það gefur auðvitað ekkert af sér nema ánægjuna,“ segir Viðar og hlær. „Það er svo merkilegt að tvær rjúpur verptu á milli húsanna og hafa verið með ungana á hlaðinu í allt sumar,“ segir Snæfríður. „Þær hafa verið í tröppunum og á sólpall- inum við húsið okkar og í garðinum og eru mjög gæfar, eins og hænur, og barnabörnin hafa labbað á eftir þeim og nánast getað tekið þær upp.“ Þegar blaðamann bar að garði hafði minkur sést nokkrum dögum fyrr. „Hann labbaði eftir hlöðnum vegg á hlaðinu, hljóp niður tröppurnar og hvarf. Gunnar Óli kom og ætlaði að finna hann, en það tókst ekki. Sjálf- sagt kom hann hingað út af rjúp- unum; svona er þetta alls staðar í náttúrunni, – þar gildir frumskóg- arlögmálið,“ segir Snæfríður. Það segir sitt um húsráðendur að jafnvel rjúpan, hundeltasta dýr landsins, eignaðist griðland í Árbót. En minkurinn á fótum sínum fjör að launa. „Ég skal segja þér eitt, sem mér finnst stórmerkilegt,“ segir Hákon. „Við eigum góðan vinahóp af öllum stéttum og menntunarstigum. Ég fór nýverið í reiðtúr um Hvamms- heiðina með tveimur háskólamennt- uðum mönnum og þeir spurðu mig í þaula, af því að þeir þekktu ekki eina einustu gróðurtegund, ekki beitilyng, ekki einn einasta fugl, jafnvel algengustu mófugla, og ég varð fyrir miklu áfalli, því þarna þóttist ég vera í ferð með spreng- lærðum sérfræðingum, en þeir voru gjörsamlega úr takti við náttúruna og þekktu hvorki gróðurtegundir né fuglategundir.“ „Og hafa sennilega alls ekki getað lesið í veðrabrigði,“ skýtur Snæfríð- ur inn í. Hákon heldur áfram: „Ég upplifði að ég, fávís sveitamaðurinn, var orð- inn fræðimaður sem kenndi há- skólamönnum. Hugsaðu þér hvað menn geta menntað sig á þröngum sviðum.“ „Það þarf að kenna manni þetta sem krakka,“ segir Gunnar Óli, sem er mikill veiðimaður. „Þannig er þetta líka í hestamennsku. Ef maður lærir ekki að sitja hest sem krakki, þá vantar alltaf grunntilfinninguna. Ég veit ekki hvað það er, en það er skondið hvað menn verða annars klaufalegir.“ Og Gunnar Óli rifjar upp fyrstu skrefin í veiðimennskunni: „Ég veiddi með afa Njáli sem krakki og lærði að þekkja fuglinn á hljóðinu, hvort hann væri orpinn og hvort hann væri með egg eða unga. Það var sérstaklega áberandi hjá stelk og jaðraka. Fyrst heyrir maður til- hugalífið, orpnir þagna þeir, ef ein- hver ógnar hreiðrinu væla þeir og þegar búið er að unga út byrja söng- urinn, lætin og gauragangurinn.“ „Það er svo mikilvægt að læra inn á náttúruna ungur; það færir sveitin manni,“ segir Snæfríður. „Þegar sást til sólar gat pabbi sagt upp á mínútu hvað klukkan var og miðaði það út frá fjallahringnum.“ Gunnar Óli tekur upp þráðinn: „Eftir að hann missti sjónina héldum við áfram að taka hann með til að leggja netin, því hann sagði okkur hvar við áttum að leggja. Þá mok- fiskuðum við. En þegar við fórum aftur án hans og lögðum fengum við ekki neitt. Við sögðum honum frá því og þá sagði hann kannski: „Nei, þarna leggur enginn í austanátt.“ Það er þessi eðlisávísun sem þarf í veiðimennsku. Manni lærðist hvar ætti að leggja eftir því hver áttin væri. Og reynslan hefur kennt manni að taka eftir því sem er í kringum sig, lesa í náttúruna.“ Þannig er það í Árbót, krakkarnir sem alast þar upp, jafnt heimafólk sem gestir í mislangan tíma, læra að lesa í náttúruna og ef vel tekst til opnast hún fyrir þeim eins og bók, sem er bæði skemmtileg og spenn- andi aflestrar. Það lesefni er ekki til í gatnasamfélaginu sunnan heiða. Samheldin Snæfríður og Hákon ásamt syni sínum og bústjóranum Viðari. Morgunblaðið/ÞÖK Næsta kynslóð Hlynur Viðarsson með ömmu og afa. Launasjóður fræðiritahöfunda Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Auglýsing um starfslaun Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2007. Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfund- ar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er 23. febrúar nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, að Laugavegi 13, sími 515-5800, eða á heimasíðu Rannís - www.rannis.is. Umsóknir sendist til: Launasjóður fræðiritahöfunda Rannís Laugavegi 13 101 Reykjavík Símennt HR býður upp á úrval námskeiða á vorönn 2007. Allir ættu að geta fundið námskeið við sitt hæfi . Viðskiptaenska Námskeiðið er ætlað þeim sem eiga í samskiptum við enskumælandi fólk og þeim sem hafa áhuga á að bæta enskukunnáttu sína í viðskiptum, daglegu tali og ritun. Kennsla hefst 23. janúar og lýkur 27. febrúar. Markaðsfræði II - 3 einingar Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem hafa löngun til að byrja í háskólanámi en vilja ekki skrá sig í fullt nám. Krafi st er stúdentsprófs auk áfanga í markaðsfræði eða starfsreynslu. Kennsla hefst 29. janúar og lýkur 7. maí. Leiðtogar á vettvangi Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa í félögum, félagasamtökum, íþrótta-, æskulýðs og sveitarfélögum. Kennsla hefst 30. janúar og lýkur 21. apríl. Grunnatriði forritunar í Java Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynnast forritun og undirbúa sig fyrir frekara nám í forritun og tölvunarfræðum. Kennsla hefst 5. febrúar og lýkur 21. febrúar. Rekstur fyrirtækja Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á því að fræðast um rekstur, auka þekkingu sína á fjármálum og þá sem vinna í eða hafa hug á að stofna eigið fyrirtæki. Kennsla hefst 5. febrúar og lýkur 28. mars. Stjórnun - 3 einingar Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem hafa löngun til að byrja í háskólanámi en vilja ekki skrá sig í fullt nám. Krafi st er stúdentsprófs eða sambærilegrar menntunnar. Kennsla hefst 7. febrúar og lýkur 2. maí. Vefstjórnun Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja kynnast því helsta sem er að gerast í vefmálum í dag og hvaða aðferðir vefstjórar þurfa að þekkja og nota. Kennsla hefst 7. febrúar og lýkur 18. apríl. Frekari upplýsingar er að finna á www.simennthr.is Frekari upplýsingar og skráning: Eva Mjöll Ágústsdóttir Sími: 599 63 63 eva@ru.is www.simennthr.is SÍMENNT HR www.simennthr.is Næstu námskeið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.