Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við höldum með þér! ... ef þú kemur við á næstu Olís-stöð og lætur fylla bílinn af eldsneyti. Þannig færðu fría áfyllingu á rúðupissið í kaupbæti. Meðan við fyllum á geturðu svo fengið þér pylsu og kók á tilboði.Þorratilboð á þjóðarrétti Íslendinga pylsa og kók 199kr. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FJALLALEIÐSÖGUMAÐURINN Jökull Bergmann hefur nýlega gert tvo tímamóta- samninga sem atvinnufjallamaður á Ís- landi, annars vegar 2 ára samning við ítalska skóframleiðandann Scarpa og hins vegar endurnýjaði hann samning við ís- lenska fataframleiðandann Cintamani. Þessir samningar hafa nokkra sérstöðu þar sem í þeim felst að íslenskur fjallamaður og klifrari í fremstu röð er styrktur á árs- grundvelli en ekki til sérstakra ferða eða leiðangra eins og áður hefur tíðkast. „Þetta er merki um að fjallamennska og útivist hvers konar séu orðin mikilvægur þáttur í vitund þjóðarinnar og virkar vonandi hvetj- andi fyrir unga og upprennandi fjallamenn og -konur,“ segir Jökull. Heiður að fá að vinna með Scarpa Um samninginn við Scarpa segir Jökull það mikinn heiður að fá að starfa með hinu heimsþekkta fyrirtæki en það var fyrir milligöngu Halldórs Hreinssonar, eiganda og verslunarstjóra Fjallakofans, umboðs- aðila Scarpa á Íslandi, að samningurinn varð að veruleika. „Samningurinn felur í sér að Scarpa útvegar mér allan skóbúnað, hvort sem er til göngu, klifurs eða skíða- mennsku. Í staðinn tek ég að mér að vera sérstakur talsmaður Scarpa og veita þeim ráðgjöf ásamt því að taka þátt í þróun nýj- unga hjá þeim,“ segir Jökull. Cintamani hefur frá upphafi verið dygg- asti stuðningsaðili Jökuls í fjallamennsk- unni. Fyrirtækið hefur séð honum fyrir öll- um klæðnaði til klifurs og fjallamennsku ásamt beinum fjárstuðningi, m.a. á meðan Jökull var við nám í Kanada til að afla sér alþjóðlegra réttinda sem fjallaleið- sögumaður. Lauk hann sveinsprófi á síð- asta ári og varð fyrstur Íslendinga til að ná þeim áfanga. Ljósmynd/Jia Condon Jökull Bergmann klifrari sem- ur við Scarpa og Cintamani Fjallamennska er mikilvæg í vitund þjóðarinnar LAUN starfsfólks í umönnunar- störfum hækkuðu að meðaltali um 24% á síðasta ári samkvæmt nið- urstöðum Gallup-könnunar sem gerð var fyrir Eflingu stéttar- félag. Könnunin leiðir í ljós að með- aldagvinnulaun fyrir fullt starf í umönnun voru 156 þúsund krónur á mánuði þegar könnunin var gerð en í Gallup-könnun frá því í mars árið 2005 voru meðaldagvinnu- launin 126 þúsund krónur á mán- uði. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu Eflingar eru þessar niðurstöður hluti af könnun sem gerð var í september sl. Niðurstöðurnar eru birtar í ný- útkomnu fréttablaði Eflingar. Í umfjöllun um könnunina segir að launahækkun hjá þessum hópi hafi því verið að meðaltali þrjátíu þúsund á liðlega einu ári eða 24%. Er þá átt við bæði þá sem starfa við umönnun barna sem og aldr- aðra og fatlaðra. Engin ofrausn fyrir erfið störf „156 þúsund krónur á mánuði í meðaldagvinnulaun fyrir jafnerfið störf og umönnun er engin of- rausn enda segjast ennþá í nýj- ustu Gallup-könnun um 56% þessa hóps vera mjög eða frekar ósátt með sín laun á meðan þetta hlut- fall var 31% fyrir félagsmenn í heild sinni. Í Gallup-könnun 2005 svöruðu hins vegar 74% þeirra sem starfa við umönnun því til að þau væru mjög eða frekar ósátt með sín laun, sem staðfestir þann árangur sem náðst hefur við að bæta kjör þessa hóps, en ljóst er að gera má enn betur,“ segir í umfjöllun stétt- arfélagsins um niðurstöðurnar. Laun fyrir umönnunarstörf hækkuðu um 30 þúsund UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að ekki sé stoð fyrir því í lögum að nota greiðslur úr fæðingarorlofs- sjóði til viðmiðunar þegar „meðal- tal launa“ síðustu tveggja ára er fundið en við það miða greiðslur úr sjóðnum. Sé stutt milli barna fá foreldrar því 80% af 80% frá sjóðn- um. Þetta kemur fram í nýlegu áliti umboðsmanns en í því beinir hann þeim tilmælum til félagsmálaráð- herra að endurskoða reglugerðina. Umboðsmaður, Tryggvi Gunn- arsson, tók málið upp eftir að kona kvartaði undan niðurstöðu Trygg- ingastofnunar ríkisins við útreikn- ing á greiðslunum. Málavextir eru þeir að konan eignaðist barn í upp- hafi árs 2003 og þáði greiðslur úr fæðingarorlofssjóði í sex mánuði. Eins og lög um fæðingar- og for- eldraorlof kveða á um miðuðust greiðslur við meðaltal launa síðustu tveggja ára fyrir fæðingu barnsins. Eignaðist annað barn Í júlí 2005 eignaðist konan annað barn og varð það niðurstaða Trygg- ingastofnunar að telja greiðslur úr sjóðnum á árinu 2003 til launa þeg- ar greiðslur vegna seinna barnsins voru reiknaðar út. Með öðrum orð- um var niðurstaðan sú að þegar reiknuð voru út 80% af heildarlaun- um var tekið mið af fæðingarorlofs- greiðslunum sem hún naut árið 2003 en þær höfðu numið 80% af heildarlaunum hennar fyrir þann tíma. Konan kvartaði yfir þessum málalokum til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála sem staðfesti ákvörðun Trygginga- stofnunar og vísaði til laganna og reglugerðarinnar. Umboðsmaður komst á hinn bóginn að þeirri nið- urstöðu að ákvæði reglugerðarinn- ar um að taka skyldi tillit til orlofs þegar meðaltal heildarlauna væri reiknað út, væri ekki í samræmi við lög um fæðingar- og foreldraorlof og benti á að samkvæmt lögum um tryggingargjald féllu greiðslur úr fæðingarorlofssjóði ótvírætt ekki undir launahugtak ákvæðisins. Beindi hann tilmælum til félags- málaráðherra og úrskurðarnefnd- arinnar; að ráðherrann endurskoð- aði reglugerðina og nefndin tæki úrskurðinn til endurskoðunar. Telur að breyta þurfi reglugerð um greiðslur í fæðingarorlofi Ekki lagastoð fyrir út- reikningi á greiðslum Reyðarfjörður | Risastóru þaki súrálsgeymis ál- vers Alcoa Fjarðaáls hefur verið lyft upp á geyminn og er nú unnið við að loka skeyt- unum. Síðasta hluta hólks sem umlykur súr- álsfæribandið var komið fyrir, en færibandið liggur neðan af bryggjunni og tengist þaki súrálsgeymisins. Nú er unnið við að klæða þennan síðasta hluta en í framhaldinu verður svo hafist handa við að koma færibandinu sjálfu fyrir innan í hólknum. Mikilvægt þykir að þessi búnaður sé allur tilbúinn til notkunar í lok febrúar þegar skip kemur til Mjóeyrarhafnar með fyrsta súrálsfarminn. Fyrstu prófanir hafa einnig verið gerðar á raflínum á álverssvæðinu. Straumi var hleypt á nyrðri línurnar í einn dag í tilraunaskyni og gekk sú prófun vel. Straumi verður síðan hleypt á bæði syðri og nyrðri línurnar seinna í mánuðinum og í framhaldinu fer fram próf- un á búnaði í spennistöð. Háspennu verður hleypt á einn hluta búnaðarins í einu og nú þegar hefur teymið sem vinnur að undirbún- ingi fyrir gangsetningu hafið prófanir á tveimur af fimm spennubreytum á svæðinu. Teymið mun taka við hinum þremur í lok mánaðarins. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Góður gangur í álversframkvæmdum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.