Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 34
ferðasaga 34 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ I. Snemma árs 1964 auglýstiferðaskrifstofan Lönd &leiðir Ameríkuferð í maí.Fundur var haldinn með væntanlegum farþegum og mættum við félagarnir Guðmundur Yngvi Halldórsson (l924–1994) og ég og ákváðum að ráðast í för þessa. Þá var okkur tilkynnt, að Gunnar Eyj- ólfsson leikari yrði fararstjóri og leist okkur vel á það enda hafði hann verið flugþjónn hjá Pan American Airlines um nokkurt skeið. Þegar nálgaðist brottför var tilkynnt, að Gunnar væri forfallaður og í stað hans yrði fararstjóri Egill Stardal Jónasson kennari (f. 1926). Síðan var lagt af stað með Loftleiðavél af Sky- master-gerð og þótti mér fyrsti áfanginn í stysta lagi, frá Reykjavík- urflugvelli suður á Keflavík- urflugvöll. 40 árum síðar fékk ég skýringu á þessum stutta áfanga. Vélin gat ekki hafið sig til flugs frá Reykjavík með fulla eldneytistanka, svo þá þurfti að fylla í Keflavík. Verslunin í Fríhöfninni var þá í minnsta lagi, þó tókst mér að kaupa þar einn bjórkassa, sem ég veitti öt- ullega úr á leiðinni vestur. Tveir aldamótamenn urðu góðir kunn- ingjar mínir í ferð þessari, þeir Óli V. Metúsalemsson (1901–1977) heildsali og Valdimar Bjarnason (1900-1993) frá Herjólfsstöðum í Álftaveri, kenndur við Cudo-gler. Óli var þá nýbúinn að selja Reykjavík- urborg Nesjavellina fyrir 2.550.000 og hélt eftir sumarbústaðalandi sínu, þar sem hann hafði þegar byggt hinn ágætasta bústað. Þetta var um 14 tíma flug með millilendingu í Gander. Loks var lent á Kennedy- flugvelli í New York undir morgun og voru starfsmenn vegabréfaskoð- unar orðnir svefnvana, þannig að í stað þess að rita í vegabréf mitt, að mér væri heimil dvöl í USA til 17.6. þá rituðu þeir 15. maí. Vegabréfs- áritun mín var annars útgefin af sendiráði Bandaríkjanna 12. maí 1964 af Colette Meyer konsúl. Áttu þessi mistök eftir að verða næstum til vandræða. Hótel okkar hét Sheraton Atlantic, en meðal Íslend- inga ávallt nefnt Sheraton Icelandic, því áhafnir Loftleiðaflugvélanna gistu ávallt þar. Þetta var hið sæmi- legasta hótel, öll herbergi með sjón- varpi, góður matstaður með bar og mjög miðsvæðis, Empire State- byggingin í nokkur hundruð metra fjarlægð og Macy’s-stórverslunin á horni skammt frá. Síðast en ekki síst var þar heildverslunin „Northern Starlight Company“, sem var í eigu Eyju Henderson og eiginmanns hennar, sem var Bandaríkjamaður. Var þetta eins konar Íslendingamót hjá þeim hjónum, áhafnir Eimskipa- félagsskipanna og Loftleiða gerðu flest sín innkaup hjá þeim hjónum. Ég hitti þar mann einn, sem var bú- inn að leita að Íslendingi um öll Bandaríkin þver og endilöng án ár- angurs, pantaði sér far heim til Ís- lands daginn eftir. En viti menn, daginn fyrir brottför hittir hann ein- mitt manninn hjá Eyju á Sheraton Icelandic. II. Næstu dögum í New York eydd- um við að mestu á heimssýning- arsvæðinu í Queens, en það er út- borg NY. Þar sýndu flestar þjóðir heims vörur sínar, en mest bar á bílaframleiðendum, svo sem Ford, en þeir buðu sýningargestum í bíltúr í eins konar hringekju, þar sem þú sást mest alla sýninguna sitjandi í Ford-bíl. Þarna var fyrst kynnt Mustang-módelið af Ford. Asíubúar voru mjög sterkir á sýningu þessari, svo sem Japan, Indland og Suður- Kórea. Var einkar eftirminnilegt litamynstur Indverja, vefnaður þeirra sérstaklega fallegur. Veit- ingahús voru þarna á hverju strái, bjórkrár fleiri en tölu var á komið, enda auglýsingaskrár frá verksmiðj- unum. Síðan komumst við á kvik- myndasýningu í Radio City Music Hall, en þar var sýnd mynd um heimsstyrjöldina síðari, „Der letzte Tag“, en heiti myndarinnar er haft eftir setningu Rommels hershöfð- ingja Þjóðverja, er hann var spurð- ur, hvað gerðist, ef innrás banda- manna í Frakklandi heppnaðist. Þá svaraði hann: „Það mun verða upp- haf lokadagsins.“ O.K. Hasse lék Rommel af mikilli list. Að sjálfsögðu var farið í efstu hæð Empire State- byggingarinnar, en þaðan er gíf- urlegt útsýni yfir alla NY. Sér- staklega skemmtileg var sigling í kringum Manhattan-eyju, sem tók um þrjár stundir. Gerði maður sér þá grein fyrir, hve gífurlega góð kaup Hollendingar höfðu gert á sín- um tíma, er þeir keyptu Manhattan- eyju af indíánum fyrir andvirði 60 gyllina árið 1626. III. Næsti áfangi var sjálf höf- uðborgin, Washington D.C. Gist var á Statler Hilton-hótelinu, farið í heimsókn í þinghúsið og Hvíta húsið, safnið mikla í Smithsonian skoðað, en viðdvölin í höfuðborginni var allt- of stutt, aðeins 3 dagar. Við fé- lagarnir ætluðum að borða á hóteli okkar, en þar sem Vilhjálmur var bindislaus, var okkur vísað frá. Lentum þá á fornu veitingahúsi, eitthvað tengdu Lincoln og fengum þar hinn ágætasta mat. Í skoð- unarferð um höfuðborgina benti Eg- ill fararstjóri okkur á fínt hverfi, þar sem erlend sendiráð ættu sendi- herrabústaði sína. „Hvar er bústað- ur íslenska sendiherrans“ spyr þá einn ferðafélaga okkar. Þá missti ég út úr mér: „Við erum ekki komnir í Blesugrófina enn.“ IV. Næsti áfangi var Pittsburgh, en þar var gist á stórfínu Hilton-hóteli. Var baðherbergi mitt svo fínt, að all- ir veggir voru úr speglagleri. „How do you like your dressing?“ var hin hefðbundna spurning gengilbein- anna á hótelunum vestra, er morg- unverður var framreiddur. Hér var átt við sósur út á salatið, valkostir voru þrír, ég man bara eftir tyrk- neskri sósu, enda 42 ár síðan og eng- in dagbók að styðjast við. Farkostir okkar voru Greyhound-lang- ferðabílar, frábærir ef loftkælingin var í lagi, afleitir ef hún var í ólagi. Lélegt fannst mér viðhald sveitabýla á leið okkar og sagði ég við vin minn Guðmund Þorláksson (1894–1985) bónda á Seljabrekku í Mosfellssveit er heim kom: „Jafnvel Mosfells- sveitin þætti fín þar vestra.“ Þetta líkaði Guðmundi stórilla. Nú var enn haldið af stað og nú til Buffalo, sem er skammt frá landa- mærum Kanada. Enn var gist á Statler-Hilton hóteli og næsta dag haldið til Fort Erie í Kanada. En nú kom babb í bátinn. Egill fararstjóri okkar var búinn að týna vegabréfi sínu. Varð hann eftir í Buffalo, en við farþegarnir héldum norður til Kan- ada fararstjóralausir. Mest þótti mönnum til koma að skoða Niagara- fossana en í lok maí var þar enn ís- hröngl í hvítfyssinu, svo harður hafði veturinn verið þar um slóðir. Mikil minjagripabúð var þar skammt frá fossunum og fór ég að máta indíána- höfuðfat eitt mikið, sem vakti að- dáun ferðafélaganna, en búðarþjónn vakti athygli mína á því, að þetta væri ekki leikfang, heldur ættu menn að kaupa það og verðið væri 50$. Bæði var að mér þótti höf- uðfatið dýrt og ég sá ekki fram á að ég kæmist með það óskemmt til Ís- lands. Er að landamærunum kom stöðvaði bandarískur vörður bíl okk- ar og gekk eftir vagninum og leit á vegabréfin. Gerði hann engar at- hugasemdir, nema hann gaf mér merki um að fylgja sér inn í varð- stöðina. Spurði ég varðstjórann, hvað væri athugavert við vegabréf mitt og vegabréfsáritunina. „Sá er ljóður á passa yðar, að yður var vís- að úr landi tveim dögum áður en þér stiguð á land í USA.“ „Kollega minn á Kennedy-flugvelli hefur verið orð- inn ruglaður af svefnleysi, er hann gerði þessi mistök, sem ég hér með leiðrétti með einkennisstöfum varð- stöðvarinnar BL.“ Skildum við í mesta bróðerni og lofaði ég Guð fyr- ir að hann fletti ekki upp síðustu síð- unni í passanum, en þar var stimpill frá vegabréfaeftirlitinu í Leníngrad frá 1962, en Sovétmenn höfðu það fram yfir aðrar þjóðir að stimpla ávallt í öftustu síðuna á pössunum, svo þeir væru fljótir að sjá hvort komumaður hefði gist USSR áður. Þegar ég hugðist gera upp reikning minn næsta morgun, lenti ég í hálf- gerðu stappi við gjaldkerann, ég krafðist þess að greiða fyrir bók þá, sem lá á náttborði mínu, en hún hét „Bedside Stories“ og var þar margt gullkornið að finna. Gjaldkeri tjáði mér að þetta væri ekki hægt, enginn bókhaldslykill væri fyrir skil og greiðslu á slíkri bók, allir hótelgestir hingað til hefðu stolið bókinni, en svo gerði einhver furðufugl frá Ísa- landi allt vitlaust með því að heimta að fá að greiða fyrir bókina. Sagði hún að hér með gæfi hótelið mér bókina. V. Nú var stefnan tekin á New York, ekið í gegnum það mikla fylki NY, og farið í gegnum höfuðborg þess, Albany. Þar hafa ríkisstjórar fylk- isins aðsetur og var þar um tíma Nelson Rockefeller, er sóttist eftir að verða forsetaefni repúblikana, en hlaut ekki nægjanlegt fylgi. Um- deildasta hugmynd hans var að grafa nýjan Panama-skurð, sprengdan með neðanjarðarkjarn- orkusprengjum. Bandaríkjaþing féllst ekki á þessa hugmynd og flykkti sér í hóp þeirra ríkja, sem bönnuðu kjarnorkutilraunir neð- anjarðar. Kona hans var nefnd Happy, svo eitthvað hefur hann fengið út úr lífinu fyrir utan Esso- arfinn. Nú helltu menn sér í inn- kaupin í búðunum, því margt fékkst þar sem aldrei sást á Fróni. Eitt kvöldið fór hópurinn á næturklúbb- inn Copacabana og var það hin besta skemmtun. En nú var komið að ferðalokum, við félagarnir pöntuðum okkur splunkunýja límósínu með farangur okkar út á flugvöll, sett- umst að sumbli á ölkrá og gleymdum að láta stimpla passa okkar út úr landinu. Hálfu ári síðar fékk ég fyr- irspurn um hvernig ég hefði komist út úr landinu, þ.e. USA. Hæg voru heimatökin að fylla út svar á þar til gerðu eyðublaði og stakk ég því inn í bréfalúguna á 2. hæð Reynimels 34, þar sem ritari í U.S. Embassy leigði hjá Bergljótu systur minni. Lýkur þá að segja frá fyrstu og einu för minni til USA. Ameríkubréf frá 1964 Morgunblaðið/Árni Sæberg Erfðagripur Ferðataska (læknistaska) greinarhöfundar er hann erfði eftir föður sinn, Svein M. Sveinsson (1891-1951). Sveinn flaug með American Overseas Airlines frá Reykjavík til Stokkhólms árið 1945. Kennileiti Empire State-byggingin var skammt frá hóteli greinarhöfundar. Tilkomumiklir Niagara-fossarnir vöktu athygli. Skymaster Ein af vélum Loftleiða. Vegabréfsáritun Stimpillinn frá Leníngrad. Eftir Leif Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.