Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 19 sem ekki þarf að kaupa. „Samkvæmt Heimssamtökum dagblaða í París er að minnsta kosti 28 milljónum ein- taka af fríblöðum dreift á hverjum degi í heiminum, þar af 19 milljónum í Evrópu, þar sem magnið hefur tvö- faldast á síðastliðnum þremur ár- um.“ „„Ókeypis“ er hinn nýi gjaldmið- ill,“ er haft eftir Kenneth Parks, tals- manni Brilliant Technologies, í Her- ald Tribune. Brilliant Technologies hefur aðsetur í New York og Melbo- urne og er að þróa þjónustu sem nefnist Qtrax, til þess að miðla ókeypis tónlist löglega á Netinu. Í blaðinu segir, að meira að segja tón- listariðnaðurinn, sem lengi hefur reynt að koma böndum yfir skráa- skipti almennra borgara, sé að linast í afstöðu sinni. „Stórar útgáfur hafa heimilað fyrirtækjum á borð við Qtrax afnot af tónlist sinni, en mark- mið þess er að bjóða notendum tón- listarskrár án borgunar, það er að segja ef þeir samþykkja að horfa á og hlusta á auglýsingar. Qtrax mun veita samskonar þjónustu og ólögleg skráaskiptanet sem byggjast á „peer-to-peer“-tækni, maður á mann, þar sem notendur geta leitað að og hlaðið niður tónlist. Er mark- miðið að laða að notendur sem hafa vanið sig á til þessa að hlaða niður stafrænni tónlist, án þess að borga.“ New York Times segir, að flest stóru myndverin í Hollywood, þar á meðal NBC Universal, Warner Brot- hers Entertainment og 20th Century Fox, eigi nú í samningaviðræðum við YouTube, til þess að forðast sams- konar klemmu og tónlistariðnaður- inn hefur verið í á liðnum árum vegna ólöglegs niðurhals á tónlist. Birt með leyfi? Viðræðurnar snúast um leyfi til þess að birta höfundarréttarvarið efni, en á sama tíma er þrýst á You- Tube um að hraða þróun tæknibún- aðar sem gerir kleift að sía ólöglegt efni frá svo notendur geti ekki hlaðið því á vefsvæðið. Þá eru líka uppi hug- myndir um að fyrirtækin sjálf búi til sín eigin vefsvæði í YouTube-stíl. NYT segir að Google eigi reyndar nokkurra hagsmuna að gæta í því hvernig þessum viðræðum lyktar, því fjárfestarnir sem reiddu fram 113 milljarða íslenskra króna fyrir You- Tube vilja ganga úr skugga um að þeim fjármunum hafi verið vel varið. » „Það er ekki svomargt sem við getum gert. Um leið og eitt myndskeið er tekið nið- ur kemur næsti notandi og setur annað inn.“ ’ Það andrúmsloft leyndar-hyggju, sem áður var ríkjandi gagnvart þjóð, Alþingi og utan- ríkismálanefnd, þegar að varn- armálum kom er ekki það vinnu- lag sem ég vil viðhafa.‘Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra í ræðu er hún flutti í Háskóla Ís- lands. ’ Ég lít svo á að með þessu séég að rétta fram sáttarhönd til að styrkja flokkinn og forðast klofn- ing.‘Margrét Sverrisdóttir sem ákveðið hefur að sækjast eftir embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. ’ Ég styð minn varaformannsem hefur reynst vel.‘Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, um framboð Margrétar. ’ Þingflokkurinn kærir sig ekkium Margréti sem varaformann.‘Magnús Þór Hafsteinsson, varafor- maður Frjálslynda flokksins. ’ Þetta er að vísu ekki algenghegðun af hálfu stjórnmála- manns en ég vil viðurkenna að ég gerði mistök sem allir Spánverj- ar voru vitni að.‘Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætis- ráðherra Spánar, sagðist í þingræðu hafa verið alltof bjartsýnn á að að semja mætti um frið við hryðjuverkasamtökin ETA. ’ Við höfum ekki vikist undanþví að það hefði mátt vera betra eftirlit.‘Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins hafði verið birt. ’ Þetta er hörmulegt mál.‘Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaga- nefndar Alþingis, um málefni Byrgisins. ’ Það er mitt mat að þessi 40%lækkun á tollum hafi raunveru- legt verðaðhald í för með sér, einkum á kjúklingum og svína- kjöti.‘Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bænda- samtakanna. ’ Peningar eru kýr nútímans,þeir mjólka.‘Sigurður Tómas Magnússon, settur rík- issaksóknari í Baugsmálinu, er hann gerði grein fyrir meintum brotum forstjóra fyr- irtækisins og líkti þeim við framgöngu svik- uls fjósamanns. ’ Einnig er fólk mikið til hættað taka þátt í starfsemi sem það fær ekki greitt fyrir.‘Guðrún Kristín Jónsdóttir, formaður Leikfélags Húsavíkur, um ástæður þess að hætt hefur verið við tvær uppsetningar á leikverkum nyrðra vegna þess að ekki tókst að manna öll hlutverk. ’ Ég er með tvo stóra páfa-gauka og þeir vöktu mig með öskrum.‘Gunnhildur Ásmundsdóttir sem bjarg- aðist úr brennandi húsi sínu í Vopnafirði um liðna helgi. ’ Þetta er mjög fallegt glugga-veður.‘Sigurlína Tryggvadóttir, íbúi í Svartárkoti í Bárðardal, þar sem frostið mældist 29 gráður á þriðjudag. ’ Það skaðar samfélagið allt aðekki hefur verið tekið mið af þörfum og óskum kvenna.‘Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu er hún flutti á þriðjudag í Borgarnesi. ’ Mamma hélt að ég yrði fræg-ur dansari.‘Þórhallur Sigurðsson, Laddi, einn ástæl- asti grínleikari þjóðarinnar, sem fagnaði sextugsafmæli sínu í gær, laugardag. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ný sýn Valgerður Sverrisdóttir í ræðustól í Háskóla Íslands. Takk fyrir vatnið. Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is 13.15 Aðalfundur Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Venjuleg aðalfundarstörf Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde, forsætisráðherra Þingforseti: Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur 14.30 Opinn fundur – allir velkomnir Umhverfi og velferð Framsöguræður flytja: Ásta Möller, alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og Ragnar Árnason, prófessor. Pallborðsumræður. Stjórnandi: Sigríður Andersen, lögfræðingur. 20.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnað kl. 19.00 Heiðursgestur: Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. Blótsstjóri: Illugi Gunnarsson, hagfræðingur. Umhverfi og velferð Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna laugardaginn 27. janúar 2007 í Sunnusal Hótels Sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.