Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 21
krafti olíu- og gaslinda sinna hafa Rússar orðið ákveðnari í fram- göngu. Með þeim málum þurfum við að fylgjast vandlega og ég er viss um að það gera Íslendingar líka.“ Hoon segist ekki hafa sérstakar áhyggjur af auknum hernaðar- umsvifum Rússa. „Margir hafa haft áhyggjur af því hvernig Rússland hefur komið fram í samningum um gas og olíu. Ég var nýlega í Georgíu og hef verulegar áhyggjur af því hvernig Rússar hafa brugðizt við í samskiptum við Georgíumenn. Sama á við um viðskiptasamninga, sem gerðir voru á tíma Jeltsíns en núverandi stjórnvöld hafa lítinn áhuga á. Áhyggjurnar af Rússlandi snúast frekar um efnahagsmál, orkuöryggi og samskiptamátann við önnur ríki. Við þurfum einfaldlega að fylgjast vel með þróun þessara mála.“ ESB og NATO bæti hvort annað upp Hoon er spurður álits á þróun varnar- og öryggismála innan Evr- ópusambandsins og hvort hann telji ESB munu leika stærra hlutverk í þeim efnum. Sem stendur er af- staða brezkra stjórnvalda sú að NATO sé eina varnarbandalagið í Evrópu og Hoon ítrekar þá afstöðu. Hins vegar segir hann að Evrópu- sambandið geti haft sitt að segja í öryggismálum, þótt það hafi ekkert með beinar varnir að gera. „Sú ör- yggistrygging, sem Norður- Atlantshafssáttmálinn veitir, liggur til grundvallar öllu, sem við gerum. En ESB býður upp á margs konar pólitísk, efnahagsleg og önnur tæki, sem koma að gagni, að því gefnu að það sé ekki ósamræmi á milli þess sem NATO gerir og þess, sem Evr- ópusambandið gerir. Við höfum gert samninga um það hvernig þetta á að gerast og ég held að ferl- ið komi báðum að gagni og sam- tökin geti bætt hvort annað upp. Það eru ríki, sem eru ekki í NATO en leggja sitt af mörkum hern- aðarlega í gegnum Evrópusam- bandið. Með sama hætti eru ríki, sem eru ekki í ESB, en bjóða fram aðstoð sína í aðgerðum, þar sem ESB er í forystu. Við þurfum að þróa hernaðargetu, sem við getum notað hvar sem er á hnettinum. Því meiri getu sem við höfum, þeim mun betra og þá skiptir ekki máli hvort hún skilar sér í gegnum NATO eða ESB, svo lengi sem hún skilar sér og kemur að gagni.“ Ísland þrói sérhæfð framlög Þegar Hoon er spurður hvernig Ísland geti lagt meira af mörkum til sameiginlegra varna NATO nefnir hann dæmi af Eistlandi. „Það hefur komið í ljós að Eistlendingar höfðu talsverða reynslu af að fást við ósprungnar sprengjur og þeir ákváðu að verða sérfræðingar í því. Afleiðing af því er sú, að Eistland getur átt stærri hlut í alþjóðlegum aðgerðum en menn hefðu búizt við í ljósi sögunnar. Þetta gagnast Eist- landi ekki bara hernaðarlega, held- ur eykur einnig pólitískt vægi landsins, sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir smáríki,“ segir Ho- on. „Ég tel að Ísland hafi verið stað- fastur og skilvirkur bandamaður innan NATO. En ef ég á að gefa ráð segi ég að þið eigið að þróa sérhæfð framlög af þessu tagi. Skoða þau göt, sem eru í getu bandalagsins til að fást við ýmis vandamál og ein- beita ykkur síðan að því að fylla upp í þau og þróa sérfræðiþekkingu á viðkomandi sviði.“ Íslenzkir friðargæzluliðar hafa stundum starfað með brezka hern- um á þessum forsendum; fjórir Ís- lendingar sinntu til dæmis heil- brigðisstörfum með brezkum sveitum í Bosníu. Geoff Hoon telur vel koma til greina að halda slíku samstarfi áfram og tækifærin séu mörg. Aftur á móti sé auðvelt fyrir stjórnmálamenn að segja að auka eigi samstarf í alþjóðlegum aðgerð- um. Til þess að það gangi upp þurfi lið mismunandi aðildarríkja NATO hins vegar að hafa æft saman og þekkjast. „Það er ekki bara hægt að segja á síðustu stundu: Jæja, nú skulum við vinna með Íslendingum. Það þarf æfingar, reynslu, sam- skipti og samstarfshæfni, sem kem- ur með tímanum.“ bundnar varnir einstakra land- svæða. Núna snýst þetta um sveigj- anleika og að geta sent herafla hvert á land sem er. Þessi sveigj- anleiki mun auðvitað gera okkur kleift að senda herafla til norð- urslóða ef þörf krefur, rétt eins og til Afganistans eða Suður-Evrópu. Þetta snýst ekki um breytingu á landfræðilegum áherzlum, heldur breytt hugarfar, um það hvernig NATO skipuleggur herafla sinn. Þetta er gerbreyttur hugs- unarháttur og staðbundnar her- stöðvar eru ekki hluti af honum lengur. Hugsunin snýst ekki um suður, norður, austur eða vestur heldur hvernig við tryggjum að her- sveitir geti farið í skyndi þangað sem þeirra er þörf.“ Ekki áhyggjur af Rússum Í Noregi hafa stjórnvöld nokkrar áhyggjur af þróun mála í Rússlandi, pólitískum óstöðugleika í bland við aukin útgjöld til hernaðarmála og aukin umsvif rússneska heraflans, ekki sízt á Norðurslóðum. Þegar Hoon er spurður álits á samskiptum Rússlands við NATO svarar hann: „Það er pólitísk spenna í samskipt- unum, en ekki hernaðarleg. Að hluta til er það vegna þess að í landfræðilega afmörkuð eins og hún var á tímum kalda stríðsins, heldur getum við beitt henni þar sem hennar er þörf. Þetta er hluti af hinu víðtæka umbótaferli, sem nú fer fram innan NATO. Ég skil vissulega þá viðkvæmni, sem er á Íslandi vegna þessa, en svipuð sjón- armið eru uppi í öðrum Evr- ópuríkjum, þar sem nákvæmlega sömu umræður hafa komið upp. Við verðum að verja þeim peningum, sem við höfum til ráðstöfunar innan bandalagsins, með skilvirkum hætti og það þýðir uppbyggingu hreyf- anlegs herafla. Annars mun hern- aðargeta okkar ekki svara þörfum 21. aldarinnar.“ Hoon kýs að svara spurningu um það, hvers Bretar vænti af tvíhliða viðræðum íslenzkra og brezkra embættismanna um varnar- og ör- yggismál, sem hófust í vikunni, afar almennum orðum: „Þær eru þáttur í samskiptum tveggja ríkja, sem eru í sama heimshluta og hafa oft svipaða af- stöðu til mála. Mér finnst mikilvægt að við þróum gagnkvæman skilning á þeim málum, sem ég var að ræða. Við viljum auðvitað að umbótaferlið innan NATO haldi áfram. Við eigum að geta rætt saman um öll mál, sem varða bæði ríkin. Í gegnum söguna hafa samskipti Íslands og Bretlands stundum verið erfið. Það er ekki til- fellið í dag. Við eigum mjög margt sameiginlegt.“ Bæði á Íslandi og í Noregi hafa komið fram áhyggjur af því að NATO beini athygli sinni um of til suðurs og austurs, að fjarlægum átakasvæðum, á sama tíma og mik- ilvægi Norður-Atlantshafsins fari vaxandi á ný, meðal annars vegna stóraukinnar umferðar flugvéla og skipa, þar með talinna stórra elds- neytisflutningaskipa. Ráðamenn í þessum norðlægustu NATO-ríkjum hafa hvatt til þess að bandalagið beini athyglinni á nýjan leik að norðurhöfum, meðal annars í ljósi nýrrar áherzlu bandalagsins á orku- öryggi. Hoon segist telja að þessar áhyggjur séu ástæðulausar. „Ég vil ekki fyrir nokkurn mun draga úr mikilvægi þess að vernda skipaleið- ir eða þeirri áherzlu, sem menn leggja með réttu á orkuöryggi. Þetta eru mikilvæg mál. En ég er ekki sammála því að NATO beini athygli sinni til suðurs eða austurs. Áherzlan er ekki lengur á stað- Reuters MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 21 land hafi haft 50 skipa flota og brezk- ar eftirlitsflugvélar hafi vaktað svæðið allt frá Skotlandi og norður í Barentshaf. „Þessi tími er löngu lið- inn og þá hljóta menn að spyrja hvort valdaójafnvægi geti myndazt á Norður-Atlantshafi,“ segir Archer. „Hvernig sem menn líta á Rússland, mun valdaójafnvægið aukast eftir því sem rússneski norðurflotinn efl- ist á ný næstu tíu til tuttugu ár, að minnsta kosti ef bandaríski flotinn heldur við núverandi stefnu.“ „Finnlandisering“ eða valdablokk? Hann segir að næsta spurning sé þá hvaða ríki meðal Vesturlanda muni gera eitthvað til að draga úr þessu ójafnvægi. „Hið hefðbundna svar er að NATO geri eitthvað í mál- inu. En ef Bandaríkin halda áfram að draga sig burt af svæðinu og ef Bretland hefur ekki lengur sama áhuga, þá eru bara norrænu aðild- arríkin eftir.“ Þriðja spurning Archers er svo hvernig norrænu NATO-ríkin fari þá að. „Það er hægt að fást við þetta á tvennan hátt. Gera málamiðlanir, nota diplómatískar aðferðir, horfast í augu við að valdahlutföllin hafi breytzt og aðlaga sig. Í þá gömlu, góðu daga var það kallað „finnland- isering“, en núna er það kannski kallað aðlögun. Hin aðferðin er að byggja upp valdablokk sem skapar mótvægi. Það myndi þýða að nor- rænu ríkin yrðu að auka hern- aðarlega viðveru sína á svæðinu. Og svo er auðvitað hægt að fara bil beggja, sem er hin hefðbundna, nor- ræna leið til að taka á vandamálum. Fara diplómatísku leiðirnar til að draga úr spennu og ef það dugar ekki, ganga þá úr skugga um að nægt vald sé til staðar ef illa fer. Yf- irleitt hefur það vald komið að utan. Í þessu tilfelli þyrftu ríkin hins vegar að byggja upp eigin valdastöðu.“ Archer segir að Norðmenn vaði í peningum og hafi undanfarið end- urnýjað herafla sinn. Þáttur í þeim umbótum hafi reyndar verið að draga úr herafla í norðrinu en eftir ríkisstjórnarskipti í Noregi megi sjá merki um endurskoðun á þeirri stefnu. Danir hafi algerlega horfið frá hefðbundnum vörnum og beint herafla sínum inn í alþjóðleg verk- efni. „Þeir gætu breytt því og notað eitthvað af honum til að verja Græn- land og Færeyjar,“ segir Archer. Og hvað Ísland varðar segir hann: „Ís- lendingar yrðu að verja sambæri- legum fjármunum til varnarmála og önnur ríki gera en þeir hafa aldrei þurft þess, vegna þess að aðrir hafa séð um varnirnar.“ Önnur deilumál Archer segir að ekki sé eingöngu hægt að horfa á þessa mynd út frá hervörnum. Öryggishugtakið hafi breikkað og inn í það komi til dæmis fiskveiðieftirlit, umhverfiseftirlit, orkuöryggi og fleira af því taginu. Það sé hins vegar ákveðið vandamál og flæki mjög myndina að þótt nor- rænu ríkin eigi sameiginlega hags- muni í hefðbundnum öryggismálum, séu árekstrar þeirra á milli á öðrum vígstöðvum, til dæmis á milli Íslands og Noregs vegna stöðu Svalbarða og vegna fiskveiðimála. „Spurningin er hvort hægt er að leysa þessi deilu- mál á sama tíma og menn reyna að auka samstarf sitt í öryggismálum,“ segir Archer. Hann segist telja að norrænu rík- in, ásamt Kanada og Bretlandi, ættu að reyna að koma sér saman um eft- irlit á N-Atlantshafi, sem sé for- senda þess að tryggja öryggi á svæð- inu og gæta fullveldis ríkjanna. Bretland hafi sem stendur lítinn áhuga á hafsvæðinu vestur af Bret- landseyjum. „En þetta svæði kann að þurfa meiri athygli í framtíðinni,“ segir Archer. „Það þarf samkomulag á milli strandríkjanna á svæðinu um verkaskiptingu, áður en þau ákveða hvað hver og einn leggur af mörk- um.“ Geoff Hoon er Evrópumálaráð- herra Bretlands og undirmaður Margaretar Beckett utanríkis- ráðherra. Hann fer meðal annars með málefni NATO, Evrópusam- bandsins og Rússlands í utanrík- isráðuneytinu í London. Hoon var Evrópumálaráðherra hluta úr ári 1999, en var skipaður varnarmálaráðherra seint á því ári. Hann var því einn nánasti samstarfsmaður Tonys Blairs er þátttaka Bretlands í innrásunum í Afganistan og Írak var skipulögð. Hoon hvarf úr starfi varnar- málaráðherra 2005, en sat áfram í ríkisstjórn sem þingflokks- formaður Verkamannaflokksins. Hann kom aftur í utanríkisráðu- neytið í maí í fyrra. Geoff Hoon UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi ECDL tölvunám fyrir byrjendur ECDL tölvunám er 78 stunda tölvunám hjá NTV sem bæði er ætlað fyrir byrjendur og þá sem eitthvað kunna. Námið og kennslugögnin miða að því að undirbúa nemendur fyrir ECDL próf. Námsgreinar: Upplýsingatækni - Windows - Word - Excel PowerPoint - Póstur - Internetið EDCL (European Computer Driving Licence) er skammstöfun á al- þjóðlegu prófskírteini sem vottar tölvukunnáttu þína og vottar að þú sért tölvulæs. Það þýðir að þú kunnir að nýta þér flesta möguleika tölvunnar og þeirra forrita sem hvað mest eru notuð við vinnu og daglegt líf. ECDL-skírteini er mikill styrkur á vinnumarkaðinum jafnt hérlendis sem erlendis. Morgunnámskeið: Byrjar 1. feb. og lýkur 15. mars. Kennt er þri. og fim. frá kl. 8:30-12:30 Kvöldnámskeið: Byrjar 12. feb. og lýkur 26. mars. Kennt á mán. og mið. frá 18 til 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.