Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 26
knattspyrna 26 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ spyrnuhreyfingunni hlaut að koma að verulegu leyti í gegnum kvennafótboltann. KSÍ hefur tekið markvisst á þeim málum og sam- hliða uppbyggingu kvennaknatt- spyrnunnar hjá félögunum varð að setja á laggirnar landslið til að hvetja stúlkurnar til dáða. Leik- menn, hvort sem er karlar eða konur, verða að hafa það markmið að komast í landslið.“ A-landslið kvenna lék sinn fyrsta leik árið 1981 en var lagt niður sex árum síðar. Þráðurinn var tekinn upp aftur árið 1992 og síðan hafa þrjú yngri lið bæst við. „Til þess að byggja upp gott a-landslið þurfa stúlkurnar að fá smjörþefinn af því að leika á alþjóðavettvangi sem fyrst, þess vegna er mjög mik- ilvægt að hér séu líka starfrækt yngri landslið, þ.e. undir 21, 19 og 17.“ Eggert hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að sinna ekki kvennaknattspyrnu af sama áhuga og þegar karlarnir eiga í hlut. „Blessaður vertu, ég hef oft verið skammaður fyrir þetta,“ segir hann og brosir. „Oft hefur mér samt þótt sú gagnrýni ómálefnaleg og ómakleg. Ég hef alltaf gert mér grein fyrir mikilvægi kvennafót- boltans og þeirri framtíð sem hans bíður og því stutt uppbyggingu hans með ráðum og dáð í minni formannstíð. Ég nefni sem dæmi að á tímabili var KSÍ komið fram úr félögunum að því leyti að við vorum með fleiri landslið en félög- in stóðu undir. Það hefur breyst með aukinni þátttöku.“ Fá jafnháa dag- peninga og karlarnir Undanfarið hefur það talsvert verið gagnrýnt að leikmenn kvennalandsliðsins eigi ekki rétt á jafn háum dagpeningagreiðslum og karlarnir vegna landsleikja. „Í þessu sambandi vil ég fyrst nefna að við erum sennilega eina landið í heiminum sem er með jafnar greiðslur til leikmanna sem vinna til afreka í Landsbankadeild karla og kvenna. Fólk gerir sér líklega ekki grein fyrir þessu. Ég get hins vegar alveg viðurkennt að við hjá KSÍ höfum kannski ekki alltaf gert okkur nægilega grein fyrir tíð- arandanum og það á við um þetta dagpeningamál. Hér er ekki um meðvitaða mismunun að ræða, miklu frekar gáleysi. Enda þótt margt sé vel gert er alltaf hægt að gera betur.“ Til að undirstrika það var ákveð- ið á síðasta stjórnarfundi KSÍ, sem haldinn var um liðna helgi, að jafna dagpeningagreiðslur karla og kvenna. Bæði landslið fá héðan í frá kr. 5.000 á dag. „Þar með er þetta mál úr sögunni.“ Á sama fundi lagði Eggert fram tillögu sem var samþykkt af stjórninni sem hann telur marka ákveðin tímamót í íslenskri knatt- spyrnusögu. „Þessi tillaga snýst um það að nái kvennalandsliðið þeim árangri að komast í úr- slitakeppni deilast á milli leik- manna liðsins, sem tekið hafa þátt í undakeppninni, tíu milljónir króna. Í mínum huga er það ekki spurning að þessar tekjur muni skila sér mjög ríflega til baka til sambandsins ef þessi árangur næst. Mér er alveg ljóst að lands- liðskonur okkar þurfa ekki hvatn- ingu af þessu tagi til að ná árangri en þær fá þá alla vega umbun erf- iðisins.“ Vill fá fleiri konur til starfa Formaðurinn fráfarandi segir bjart yfir kvennaknattspyrnu á Ís- landi. „Getan er svo sannarlega til staðar og við eigum góða mögu- leika á því að koma liði í úr- slitakeppni í kvennafótboltanum. Það er í raun bara tímaspursmál hvenær það gerist. Framfarirnar hafa orðið gífurlegar og með auk- inni rækt félaganna við yngri flokkana eru að koma upp geysi- lega efnilegar knattspyrnukonur. Áhugi almennings er líka jafnt og þétt að aukast, þannig að útlitið er bjart.“ Eitt er það þó sem betur mætti fara á vettvangi kvennaknatt- spyrnunnar, að dómi Eggerts. „Við þurfum að fá fleira kvenfólk til starfa innan hreyfingarinnar. Það er því miður alltof algengt að þeg- ar ferlinum lýkur yfirgefi knatt- spyrnukonurnar sviðið fyrir fullt og allt. Konur verða að vera til- búnar að taka þátt í þessu starfi.“ Vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppni HM eða EM Á ýmsu hefur gengið hjá karla- landsliðinu á þeim átján árum sem Eggert hefur verið í brúnni hjá KSÍ. Árangurinn hefur sveiflast frá því að vera mjög góður yfir í það að vera óviðunandi – og allt þar á milli. Eigi færri en sjö menn hafa gegnt starfi þjálfara á þessum tíma, Bo Johannsson, Ásgeir Elías- son, Logi Ólafsson (í tvígang), Guðjón Þórðarson, Atli Eðvalds- son, Ásgeir Sigurvinsson og Eyj- ólfur Sverrisson sem nú stendur í eldlínunni. Á þessari upptalningu má glöggt sjá að Eggert hefur lagt áherslu á að fá heimamenn til verksins. „Það hefur alltaf verið bjargföst trú mín að íslenska karlalandsliðið nái þeim langþráða áfanga að kom- ast annað hvort í úrslitakeppni HM eða EM. Ég hefði ekki verið formaður KSÍ í átján ár ef ég tryði því ekki innst inni að þessi mögu- leiki væri fyrir hendi. Metnaðurinn og framtíðarsýnin þurfa alltaf að vera til staðar.“ Það liggur í hlutarins eðli að það eru Eggerti vonbrigði að þetta hafi ekki gengið eftir í hans valdatíð. „Vissulega. Ég hef hins vegar allt- af sagt að til þess að þetta mark- mið náist verðum við að eiga kjarna leikmanna í landsliðinu sem spila með góðum liðum í bestu deildum Evrópu. Auk þess þurfum við alltaf sem lítið land að hafa smá heppni með okkur, bæði í leikjunum sjálfum og ekki síður með drátt í riðli.“ Eggert er maður sigldur og full- yrðir að sparkelskir Evrópubúar séu upp til hópa undrandi á því hvað framgangur íslenskrar knatt- spyrnu hafi verið mikill á und- anförnum misserum og hvað þetta litla land eigi marga góða knatt- spyrnumenn. Hann tekur eigi að síður undir það sjónarmið að við eigum færri afburðamenn núna en við áttum árið 1989. „Þá áttum við menn eins og Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Pét- ursson, Arnór Guðjohnsen og Atla Eðvaldsson sem allir náðu mjög langt á erlendri grundu. Ætli Eið- ur Smári Guðjohnsen sé ekki sá eini í dag sem náð hefur sambæri- legum árangri og þessir menn. Hann hefur verið í sérflokki und- anfarin ár en ef við horfum bara á úrvalsdeildina hérna í Englandi er- um við með menn sem eru að gera frábæra hluti, Hermann Hreið- arsson hjá Charlton, Ívar Ingi- marsson og Brynjar Björn Gunn- arsson hjá Reading og Heiðar Helguson hjá Fulham. Hlutfalls- lega standast ekki margar þjóðir okkur snúning hvað þetta varðar. En það er rétt, topparnir eru lík- lega færri núna en fyrir átján ár- um.“ Sextíu atvinnumenn Á móti kemur að í dag eru at- vinnumenn okkar Íslendinga mun fleiri. Alls um sextíu að meðtöldum ungum leikmönnum. „Þarna er mikill efniviður á ferðinni og von- andi eiga einhverjir þessara manna eftir að komast í fremstu röð.“ Eggert notar orðið „bylting“ til að lýsa þeirri breytingu sem orðið hefur á þjálfun ungmenna á Ís- landi á undanförnum árum. „Vel menntaðir þjálfarar koma mun fyrr að þjálfun leikmanna en áður var og það hefur vitaskuld mikla þýðingu. Þessi mál eru í mjög góð- um farvegi.“ Og ekki spillir aðstaðan fyrir. „Með öllu því sem hefur gerst í mannvirkjamálum á síðustu miss- Morgunblaðið/Golli Á æfingu Eggert Magnússon ásamt Atla Eðvaldssyni, einum af sjö mönnum sem þjálfað hafa íslenska karlalands- liðið í formannstíð Eggerts. Fyrstur var Svíinn Bo Johannsson en síðan hafa eingöngu Íslendingar þjálfað liðið. Sterkar stelpur Eggert segir aðeins tímaspursmál hvenær a-landslið kvenna kemst í úrslitakeppni á stórmóti en KSÍ hefur nú heitið á liðið. í þessari nefnd með mér má nefna ágætan vin minn David Dein, vara- formann stjórnar Arsenal,“ segir Eggert. Þegar Eggert seldi fyrirtæki sitt árið 2000 fór hann að skoða mögu- leika á því að bjóða sig fram til setu í framkvæmdastjórn UEFA. „Ég hafði aldrei hugsað út í þetta áður vegna tímaskorts. Á þessum tíma hafði ég starfað það lengi að knattspyrnumálum í álfunni að menn vissu alveg hver ég var og fyrir hvað ég stóð og ég fékk alveg hreint prýðilega kosningu. Við fé- lagi minn, Michel Platini, fengum jafnmörg atkvæði og komumst Eggert Magnússon hefur starfað ötullega að knattspyrnumálum á alþjóðavettvangi um langt árabil og hefur hug á því að halda því áfram. „Þegar ég tók við starfi for- manns KSÍ fór ég jafnframt að starfa á alþjóðavettvangi og settist í nefndir, fyrst á vegum Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, en síðar á vegum Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA. Ég sat m.a. í einni þýðingarmestu nefnd UEFA, Félaganefndinni, sem sér um Evrópukeppnirnar, bæði Meist- aradeildina og Evrópukeppni fé- lagsliða. Af mönnum sem setið hafa þarna inn í fyrsta skipti,“ segir Eggert en fjórtán manns sitja í stjórninni að meðtöldum formanni. „Sterk öfl að vinna gegn mér“ Eggert lætur vel af störfum sín- um í framkvæmdastjórn UEFA og gefur kost á sér til áframhaldandi setu á fundi sambandsins sem fram fer í næstu viku. Það að hann sé orðinn stjórnarformaður West Ham United breytir engu um kjör- gengi Eggerts en hann kveðst eigi að síður finna fyrir ákveðnum mót- byr af þeim sökum. „Ég veit að það eru mjög sterk öfl að vinna gegn mér í kjörinu núna út af mínum nýja starfsvett- vangi. Annars vegar held ég að þarna sé á ferðinni öfund en hins vegar er það mönnum þyrnir í aug- um að ég sé kominn til starfa hjá sögufrægu félagi í ensku úrvals- deildinni. Það hefur lengi verið mikil barátta hjá stóru félögunum í Evrópu að eignast talsmann í fram- kvæmdastjórn UEFA en það hefur ekki tekist fram að þessu. Kannski óttast einhverjir að ég verði hand- bendi stóru félaganna í Evrópu en það eru vitaskuld fráleitar vanga- veltur. Þvert á móti hef ég sagt fullum fetum við kollega mína að nú sé sögulegt tækifæri til að kjósa inn í stjórnina mann sem sameinar þetta tvennt, að hafa langa reynslu af því að stjórna knattspyrnu- sambandi og vera stjórnarformað- ur hjá stóru félagi. Það hefur löngum vantað mann til að brúa bilið milli þessara ólíku afla.“ Eggert metur stöðuna þannig að væri hann ekki kominn til starfa hjá West Ham hefði hann auðveld- lega náð endurkjöri en nú sé aftur á móti á brattan að sækja. „Ég held ég hafi áunnið mér gott orð hjá UEFA með mínum störfum en eins og landið liggur í dag á ég alveg eins von á því að ná ekki endur- kjöri.“ Á brattan að sækja hjá UEFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.