Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 45 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr, alls 196 fm, byggt 1969 á góðum stað í Garðabæ. Húsið er með 3-4 svefnherbergjum, rúmgóðum stofum og stóru eldhúsi. Hús í góðu ástandi. Fallegur og skjólgóður garður með verönd. Húsið er mikið endurnýjað, m.a. nýtt þak. Verð 57,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 FURULUNDUR 6 Í GARÐABÆ FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Akkurat fasteignasala óskar eftir að ráða tvo vana sölumenn fasteigna vegna góðrar verk- efnastöðu framundan. Skilyrði: reynsla af sölu fasteigna. Þú: vanur/vön að selja fasteignir, ekki skemmir ef ert með löggildingu í fasteignaviðskiptum. Með ríka þjónustulund og átt gott með að um- gangast fólk. Við: bjóðum upp á góða aðstöðu, frábæran vinnuanda, fría pizzu á föstudögum og góða verkefnastöðu framundan. Mjög góðir tekju- möguleikar fyrir öfluga sölumenn! Áhugasamir aðilar sendi inn umsókn á halla@akkurat.is eða viggo@akkurat.is með upplýsingum um fyrri störf, menntun o.fl. AKKURAT FASTEIGNASALA ÓSKAR EFTIR SÖLUFULLTRÚUM! Fr u m Tækifæri fyrir fjárfesta og fyrirtæki! Besta fermetraverð á sambærilegu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu*il i i i Gjáhella - 221 Hfj Frábær fjárfestingakostur* 2000 fm staðsteypt atvinnuhúsnæði. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Húsið er staðsteypt og afhendist fullbúið að utan með malbikuðu plani og tilbúið til innréttinga að innan. Stórar innkeyrsludyr. Afhending í september 2007. Traustur byggingaaðili. Byggingaraðili er Byggjandi ehf, kt. 631100-2520 Meðal húsa sem Byggjandi hefur reist er verslunar- og skrifstofuhús að Borgartúni 26 og íbúðablokkir í Þrastarhöfða 1-5 og 2-6 fyrir ÍAV. Byggjandi hefur einnig byggt fjölda smærri íbúðarhúsa og er m.a. að hefja byggingu á sambærilegu iðnaðarhúsi að Suðurhellu ásamt því að reisa íbúðablokkir fyrir ÍAV í Sóltúni. Byggingastjóri er Kjartan Sigurðsson, Byggingariðnfræðingur og Húsasmíðameistari. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn í síma 824-6704 eða á skrifstofu Draumahúsa 530-1811 *(Fermetraverð 110.000 kr. pr. fm.) Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SUNNUDAGINN 14. janúar sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir ættingja Kristjáns Sveinbjörns- sonar, forseta bæjarstjórnar Álfta- ness, vegna lóðarinnar í Miðskógum 8. Tilefni greinarinnar eru aðgerðir Kristjáns Sveinbjörnssonar við að koma í veg fyrir veitingu bygging- arleyfis. Lóðin er fyrir framan lóð Kristjáns, og verði byggt á lóðinni mun hann missa útsýni úr stofu- glugga sínum. Auk þess sem hann mun ekki lengur geta í leyfisleysi notað lóðina sem sína eigin, eins og hann hefur gert til fjölda ára. Málið er forseta bæjarstjórnar svo mikið hitamál að hann virðist einskis svífast í aðgerðum sínum gegn nú- verandi og fyrrverandi lóðarhöfum, þá virðir hann hvorki opinber gögn né niðurstöður faglegra ráðgjafa. Lóðin er þinglýst byggingarlóð og hefur verið á deiliskipulagi síðan 1980. Á fundi bæjarstjórnar hinn 13. nóv. sl. var umsókninni endanlega hafnað. Það er um ári eftir að um- sókn um byggingarleyfi var lögð inn og eftir að ég hafði ráðið lögfræðing í málið. Þau rök sem þar eru lögð til grundvallar eru öll í mótsögn við um- sagnir fagaðila sem um málið hafa fjallað. Vegna aðgerða Kristjáns hefur málið verið til umfjöllunar hjá flest- um þeim fagaðilum sem um slík mál fjalla. Þar með talin er niðurstaða byggingarfulltrúa um að veita skuli byggingarleyfi, tveir úrskurðir Skipulagsstofnunar um að komandi hús muni ekki hafa áhrif á lífríki tjarnarinnar, úrskurðir tveggja lög- fræðinga, úrskurður Siglinga- málastofnunar, úrskurður arkitekts og ráðgjafa um að komandi hús muni ekki hafa áhrif á áform bæjarins um göngustíg. Skipulagsstjóri ríkisins skrifar grein í Blaðið hinn 30. desember þar sem hann svarar duldum ákúrum og ærumeiðingum Kristjáns um starfs- menn stofnunarinnar vegna nið- urstöðu þeirra í þessu máli. Ættingjar Kristjáns skrifa áð- urnefnda grein í Morgunblaðið, þar sem þau geta ekki lengur liðið þau ósannindi sem Kristján heldur fram við að reyna að sölsa undir sig lóðina. Kristján fullyrðir að barátta hans til að koma í veg fyrir að ég geti reist hús mitt sé ekki hans persónulega þráhyggja, heldur beri hann hags- muni íbúa Álftaness fyrir brjósti. Þetta er grátbroslegt í ljósi atburða- rásar síðustu átta ára, en það er sá tími sem liðinn er síðan lóðin var seld úr eigu ættingja Kristjáns sem deili- skipulögð byggingarlóð. Gjörðir Kristjáns á þessum tíma eru með ólíkindum og lýsir hann því best sjálfur í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið hinn 22. des. Þar telur hann upp nokkur afrek sín sem við- koma lóðinni, svo sem að hafa grafið fyrir sundlaug, haldið þar grill- veislur og staðið fyrir aðförum og hótunum við væntanlega kaupendur. Einn fyrrverandi eigandi lóðarinnar lét þinglýsa bréfi þar sem óskað var eftir aðstoð bæjarstjórnar gegn ágangi Kristjáns. Þá hefur hann staðið í málaferlum vegna lóðarinnar og tapað þeim öllum. Nágrannar geta vitnað um að hann hefur lokað fyrir aðgengi að lóðinni með bílhræjum, svifflugvél og fleiru, svo mikil er umhyggja og virðing þessa manns fyrir nátt- úrunni og svæðinu í heild sinni. Kristján Sveinbjörnsson fullyrðir í greinum sínum í blöðum og á blogg- síðum að mál þetta sé D-listanum á Álftanesi að kenna. Það eitt og sér gerir málið pínlegra fyrir Kristján, enda þær ákúrur einungis til að slá ryki í augu kjósenda Á-listans á Álftanesi. Á umræddum fundi bæj- arstjórnar hinn 13. nóvember sl. lagði D-listinn fram mótmæli vegna niðurstöðu meirihlutans (Á-listans) og vegna vinnubragða sem einungis geta leitt til málsóknar og þá líklega skaðabótaskyldu bæjarstjórnar fyrir hönd Álftaness. Ákvarðanatökur og þar með klárlega ábyrgð á þessu máli liggur hjá Álftaneslistanum þar sem forseti bæjarstjórnar vinnur í skjóli eigin flokks og Vinstri grænna. Hans síðasta útspil er að láta bæj- arfélagið kosta endurdeiliskipulagn- ingu svæðisins, þar sem 95% hafa nú þegar verið byggð eftir gildandi deiliskipulagi. Þannig ætlar forseti bæjarstjórnar að nota vald sitt til að afnema byggingarrétt lóðar sem ég keypti sem fullgilda byggingarlóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi en hann hefur nýtt sér sem sína eigin árum saman. HENRIK E. THORARENSEN eigandi byggingarlóðarinnar Mið- skógum 8, Álftanesi. Útsýni forseta bæjar- stjórnar á Álftanesi Frá Henrik E. Thorarensen:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.