Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Andarhvarf 12 - Parhús Möguleiki á 2 íbúðum Fallegt, rúmgott og vel skipulagt 269,4 fm parhús á tveimur hæðum á fallegum útsýnisstað. Glæsilegar útihurðir úr mahogny. Efri hæð skiptist í forstofu, bað- herbergi, tvö svefnherbergi, stofu, eldhús, hol og bílskúr. Neðri hæð skiptist í hol, sjónvarpsstofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, forstofu og stórt tómstundaherbergi/geymslu. Möguleiki að gera séríbúð á neðri hæð með sér- inngangi. Húsið er ekki fullbúið, sjón er sögu ríkari. Verð 49,9 millj. Upplýsingar gefur Reynir Björnsson í s: 895 8321. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÆKJARVAÐ 9 - EFRI SÉRHÆÐ OG BÍLSKÚR www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Glæsileg staðsteypt 172 fm efri sérhæð (íbúð 139 fm og bílskúr 34 fm) í nýl. glæsilegu húsi á góðum stað í Norðlingaholtinu. 3 stór herbergi og 2 stórar og bjartar stofur. 60 fm sérsvalir til suðvesturs og norðausturs. Glæsilegar gegnheilar kirsuberjainnréttingar frá Innex. Nátturuflísar, dúkur og filtteppi á gólfum. Bílskúr fullbúinn og flísalagður, hiti í stéttum. Áhv. 13,5 millj. Verð 42,4 millj. Anna og Erling sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. FLÉTTURIMI 33 - 4RA HERB. ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ AUK BÍLSKÚRS Glæsileg 118 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fallegu fjölbýli ásamt 20 fm bíl- skúr, samtals 138 fm. Þrjú stór svefnherbergi. Fallegar nýl. innréttingar. Stór og björt stofa. Tvennar svalir. Parket og flísar á gólfum. Falleg sam- eign. Barnvænt hverfi. Falleg og vel staðsett eign. Verð 24,5 millj. Áhvílandi hagstæð lán. Sigurður og Erla Ósk sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 13-14. KIRKJUSANDUR 5 - 2JA HERB. ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ Glæsileg 83 fm 2ja-3ja herbergja íbúð á 3. hæð í þessu eftirsótta lyftuhúsi. Eitt svefnherbergi og tvær stofur. Fallegar og vandaðar innréttingar. Vestur- svalir með fallegu útsýni. Parket og flísar á gólfum. Glæsileg sameign. Stæði í bílageymslu fylgir. Eignin getur losnað fljótlega. Verð 26,8 millj. Valgerður sýnir eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Vesturgata - Glæsileg 3ja herb. íbúð Mjög glæsileg 102 fm 3ja herb. íbúð í Vesturbænum. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu og eldhús í einu rými, 2 rúmgóð herbergi og flísalagt baðher- bergi. Glæsilegar innréttingar í eldhúsi, innfelld halogenlýsing í eldhúsi og for- stofu. Flísalagðar svalir til suðurs. Sameign snyrtileg. Sérgeymsla í kj. Leikskóli í göngufæri. Verð 25,5 millj. Vatnsstígur - Glæsileg 4ra herb. íbúð Glæsileg 112 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð ásamt 8,5 fm sérgeymslu á hæð í nýlegu og glæsilegu fjöleignarhúsi í miðborg Reykjavík- ur. Mjög rúmgóð og björt stofa/borðstofa með útsýni til norðurs, eldhús með vandaðri hvítri innréttingu og útg. á hellulagða verönd sem hægt væri að byggja yfir, 2 herbergi með skápum og glæsilegt baðherbergi með nuddbaðkari. Þvottaherbergi innan íbúðar. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar. Allt parket er úr gegnheilli eik. Sérstæði í bílageymslu. Vönduð íbúð sem vert er að skoða. Verð 45,9 millj. Skjólbraut - Kópavogi 221 fm einbýlishús, hæð og kjallari auk 34 fm sérstæðs bílskúrs. Bæði innan- gengt og sérinngangur er í kjallara og er aukaíbúð í kjallara hússins í dag. Fallegt útsýni úr stofum efri hæðar yfir Reykjanesfjallgarðinn og útgengi á suðursvalir. Húsið er steinað að utan. Nýlegir gluggar og gler á báðum hæð- um og nýtt þak á bílskúr. Falleg rækt- uð lóð með matjurtargarði. Verð 60,0 millj. Lágholtsvegur Glæsilegt um 129 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk um 50 fm geymslukjallara. Húsið var flutt á stað- inn árið 1984 og byggt var við það sama ár. Á þessum tíma var húsið allt endurnýjað, m.a. járn á húsi og þaki, gler og gluggar. Stórar samliggjandi stofur með útgangi á lóð til suðurs, 2 herbergi, rúmgott eldhús og baðherb. auk gesta w.c. Falleg gróin lóð og svalir til austurs út af hjónaherb. 2 sér- bílastæði við húsið. Háaleitisbraut Glæsilegt 289 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Eignin skiptist m.a. í samliggjandi stofur með arni, stórt eldhús með ljósum viðarinn- réttingum, 5-6 herbergi auk fataher- bergis, 2 flísalögð baðherbergi, gesta w.c. auk um 20 fm nýlegs skála sem byggður var við húsið. Rúmgóðar suð- ursvalir út af stofum. Falleg ræktuð og skjólgóð lóð með nýlegri verönd og nýlega hellulagðri innkeyrslu með hita í. Einnig hiti í tröppum upp að húsi. Verð 76,9 millj. NÚ hefur formaður stjórn- arskrárnefndar Jón Kristjánsson lýst því yfir að nefndin hafi ekki náð saman um nema eina tillögu um breytingar á stjórnarskránni. Eina málið sem nefndin ætl- ar að skila frá sér boð- ar vonandi nýja tíma hvað þátttöku þjóð- arinnar í ákvarð- anatöku um mikilsverð mál varðar og því ber auðvitað að fagna að skref verði stigið í þá átt að þjóðaratkvæða- greiðslur verði raun- hæfur möguleiki hér á landi. Heildarniðurstaðan hlýtur hins vegar að vekja mikla athygli og alveg sérstaklega í ljósi kosningalof- orða Framsóknarflokksins fyrir síð- ustu kosningar um að sjáv- arauðlindir skuli skilgreindar í stjórnarskrá sem þjóðareign. Þau loforð voru gefin eftir að „stóra nefndin“ svokallaða undir forystu Jóns Sigurðssonar núverandi for- manns flokksins náði sáttum í flokknum um þessa leið. Sjálfstæð- isflokkurinn féllst á að fara þessa leið og um það ber vott skýr yfirlýsing um að ákvæði þessa efnis verði sett í stjórn- arskrána sem er í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar. Nú eru þessi loforð svikin. Tvö ár eru liðin frá því að þáverandi for- sætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, skipaði stjórnarskrárnefnd ásamt sérfræð- inganefnd henni til að- stoðar. Jón Krist- jánsson stýrði nefndinni sem auglýsti að hún ætlaði að kappkosta að starfa fyrir opnum tjöldum og veita almenningi aðgang að málinu. Nú skyldi stjórnarskrárgjafanum, þjóðinni, sýnd sú virðing sem henni bæri. Markmiðið var að leggja tillögur um breytingar á stjórnarskránni fyrir í alþingiskosningum í vor. Það hljóta margir að spyrja þeirrar spurningar, hverjar muni vera skýr- ingarnar á því að nefndin skilar nán- ast auðu. Og svörin koma örugglega einhverjum á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn á bremsunum Það undarlega var að það urðu hörð átök í nefndinni um þjóðareign á auðlindum þrátt fyrir yfirlýs- inguna í stjórnarsáttmálanum og þrátt fyrir að líka lægi fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir vildu standa að málinu. En átökin um þetta mál ásamt rétti forseta Íslands til að vísa máli til þjóðarúrskurðar olli miklum pólitískum átökum í nefndinni. Þarna liggur hundurinn grafinn, annarsvegar í andstöðu Sjálfstæðisflokksins við að ákvæðið um þjóðareign á auðlindum yrði sett í stjórnarskrána, þrátt fyrir að flokkurinn hafi lýst því yfir í stjórn- arsáttmála að það yrði gert. Hins vegar í þeirri kröfu sem Sjálfstæð- isflokkurinn setti fram um að vald forseta Íslands til að vísa máli til þjóðarúrskurðar yrði afnumið. Sjálf- stæðisflokkurinn steig á allar bremsur og reyndi að hægja sem mest á starfi stjórnarskrárnefndar af þessum ástæðum. Fulltrúar hans ætluðu sér og tókst, að koma í veg fyrir að nefndin skilaði tillögum um að setja ákvæði um auðlindir sjávar í stjórnarskrána. Hitt aðaláhugamál Sjálfstæðisflokksins var að réttur forseta til að vísa máli til úrskurðar þjóðarinnar yrði afnuminn. Það náði ekki fram að ganga og það er vel. Auðlindir í þjóðareign Eitt mikilvægasta mál þessarar endurskoðunar átti að vera að sett yrði ákvæði í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareign. Staða þess máls er að því leyti góð að mikill og vandaður undirbúningur svokall- aðrar auðlindanefndar liggur þegar fyrir í því máli. Sú nefnd setti fram heildartillögur um meðferð þjóð- arauðlinda og með hvaða hætti ætti að tryggja þær til framtíðar með ákvæði í stjórnarskránni. Það að skapa framtíðarreglur vegna auð- linda í þjóðareign er nú eitt mest að- kallandi verkefni stjórnmálamanna. Þar ber fyrst að nefna nauðsyn þess að skýra stöðu auðlinda sjávar eftir áralangar deilur en einnig nauðsyn þess að skapa sem allra fyrst ramma og reglur um nýtingu orkulinda og margvíslegra þjóðarverðmæta. Það að ríkisstjórnin hafði ákvæði í stjórnarsáttmálanum um að þjóð- areign á auðlindum sjávar skuli bundin í stjórnarskrá kom mjög á óvart á sínum tíma. Það kemur hins vegar minna á óvart að forysta Sjálf- stæðisflokksins hafi ekki meint neitt með því að hafa ákvæðið þar og lík- legast hafa valdamenn flokksins ekki reiknað með að þurfa að standa við þessa yfirlýsingu. Það er hins vegar fráleitt að láta Sjálfstæð- isflokkinn komast upp með að taka endurskoðun stjórnarskrárinnar í gíslingu annarsvegar vegna óvildar í garð forseta Íslands og hins vegar til að koma í veg fyrir að dýrmætasta auðlind þjóðarinnar verði fest í stjórnarskrá sem þjóðareign til framtíðar. Alþingi verður að taka þetta mál í sínar hendur ef endurskoðun stjórn- arskrárinnar á að standa undir nafni nú. Uppgjöf stjórnar- skrárnefndar Jóhann Ársælsson skrifar um stjórnarskrána » Fulltrúar hans ætl-uðu sér og tókst, að koma í veg fyrir að nefndin skilaði tillögum um að setja ákvæði um auðlindir sjávar í stjórn- arskrána. Jóhann Ársælsson Höfundur er þingmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.