Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 72
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 21. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðlæg eða breytileg átt, víða 3–8 m/s. Dálítil él um landið norð- anvert en bjart annars staðar. » 8 Heitast Kaldast 0°C -10°C HJÓNIN Ingibjörg Kristjánsdóttir landslags- arkitekt og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, hafa stofnað velgerðarsjóð og leggja honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins, sem eru arður og vaxtatekjur af stofnfé, verður annars vegar varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og hins vegar til að styrkja verkefni á sviði menningar, mennta og lista á Íslandi. Ætla má að árlega verði til ráð- stöfunar 100–150 milljónir króna. Auk hjónanna eru í stjórn sjóðsins Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, Sig- urður Guðmundsson landlæknir, sem nú sinnir hjálparstörfum í Malaví, og Þórunn Sigurð- ardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og stjórnarmaður í UNICEF á Ís- landi. Verður gerð grein fyrir fyrstu styrkjum sjóðsins á næsta ári. Í kjölfar tveggja verkefna Sjóðsstofnunin nú er í beinu framhaldi af tveimur verkefnum sem Ingibjörg og Ólafur taka nú þátt í og hafa varið til alls á annað hundrað milljóna króna. Annars vegar menntaverkefni á vegum Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna í Síerra Leóne sem er fólgið í því að reisa fimmtíu samfélagsskóla í sam- vinnu við menntamálaráðuneyti landsins og er skólunum jafnframt séð fyrir húsgögnum og öðrum búnaði. Um 100 kennarar verða þjálf- aðir til starfa í nýju skólunum og nemendum útveguð nauðsynleg kennslugögn. Hins vegar styrktu þau uppbyggingu Land- námssetursins í Borgarnesi í minningu for- eldra Ólafs, sem bjuggu þar í bæ og störfuðu um árabil, Önnu Ingadóttur og Ólafs Sverr- issonar. Allir bera samfélagslega ábyrgð „Okkur finnst að öll berum við ákveðna sam- félagslega ábyrgð,“ segir Ingibjörg. „Við höf- um bæði mikinn áhuga á því að styðja við þá sem minna mega sín og tilgangur sjóðsins er að setja þennan áhuga okkar í ákveðinn ramma.“ Ingibjörg og Ólafur sjá fyrir sér að sjóð- urinn sinni tiltölulega fáum verkefnum hverju sinni en styrki þau myndarlega og markvisst. Þau vilja fylgjast með og taka þátt í verk- efnunum eftir því sem unnt er. „Þegar við velj- um okkur verkefni viljum við geta fylgt þeim eftir frá upphafi til enda,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi að í verkefninu í Síerra Leóne sé unnið náið með heimamönnum og að þau fylgist náið með framvindu verkefnisins. Morgunblaðið/Golli Góðvild Stjórn velgerðarsjóðsins er m.a. skipuð (f.v.) Þórunni Sigurðardóttur, Ólafi Ólafssyni, Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Sigurði Einarssyni. Kynntu þau sjóðinn á fundi í gærmorgun. Setja eins milljarðs króna stofnframlag í velgerðarsjóð Byggja skóla Ingibjörg og Ólafur hafa þegar stutt vel við bakið á menntaverkefni í Síerra Leóne þar sem byggðir verða um 50 skólar og um 100 kennarar menntaðir til kennslunnar. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG þverneitaði að þurfa að læra nótur og byrjaði hjá kennara sem leyfði mér að spila eftir eyranu. Kennarinn spilaði fyrir mig og ég lærði allt þannig,“ segir Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari á Akureyri, en hún þykir mikið efni í afbragðs djassfiðlara með sterka taug í sígaunadjassinn í anda Stephanes Grappellis. Unnur Birna fæddist í fjölskyldu tónlist- arfólks og var því alla tíð umvafin tónlist. Hún elskaði djass og hlustaði mikið á hann, æfði sig og æfði og spilaði og spilaði. „Ég man þegar ég gerði fyrsta sólóið mitt – það var í Sweet Georgia Brown. Það var fyndin tilfinning sem kom yfir mig. Það opnuðust dyr og ég fann að ég gat gert þetta. Sko, maður á bara að spila – skilurðu. Engar hömlur. Maður á að spila það sem manni dettur í hug.“ Unnur Birna upplifði sig þvingaða í klassísku fiðlunámi og þráði að finna sinn eigin farveg í tónlistinni. Hún fann hann í sígaunafiðluleiknum sem barst til Akureyr- ar með Robin Nolan-tríóinu og norska fiðl- ungnum Ola Kvernberg. „Mig langar bara að spila og spila og spila. Helst vildi ég fara eitthvert út í heim þar sem ég get sest undir vegg með einhverjum gömlum sígaunakalli og lært af honum allt sem hann kann.“ | 58 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sígaunastelpa Unnur Birna Björnsdóttir Maður á að spila það sem manni dettur í hug CLIVE Archer, prófessor í stjórn- málafræði og einn helzti sérfræðing- ur Breta í öryggismálum Norður- Evrópu, segir að hætta sé á að valda- ójafnvægi skapist á Norður-- Atlantshafi vegna flotauppbyggingar Rússa. Norrænu NATO-ríkin geti þurft að skapa mótvægi við Rúss- land. „Hvernig sem menn líta á Rúss- land, mun valdaójafnvægið aukast eftir því sem rússneski norðurflotinn eflist á ný næstu tíu til tuttugu ár, að minnsta kosti ef bandaríski flotinn heldur við núverandi stefnu,“ segir Archer í viðtali við Morgunblaðið. Hann spyr hvaða ríki meðal Vest- urlanda muni gera eitthvað til að draga úr þessu ójafnvægi. „Hið hefð- bundna svar er að NATO geri eitt- hvað í málinu. En ef Bandaríkin halda áfram að draga sig burt af svæðinu og ef Bretland hefur ekki lengur sama áhuga, þá eru bara nor- rænu aðildarríkin eftir.“ Archer segir að Íslandi, Noregi og Danmörku stæðu þá tvær leiðir til boða: „Gera málamiðlanir, nota dipló- matískar aðferðir, horfast í augu við að valdahlutföllin hafi breytzt og að- laga sig. Í þá gömlu, góðu daga var það kallað „finnlandisering“, en núna er það kannski kallað aðlögun. Hin aðferðin er að byggja upp valdablokk sem skapar mótvægi. Það myndi þýða að norrænu ríkin yrðu að auka hernaðarlega viðveru sína á svæðinu. Og svo er auðvitað hægt að fara bil beggja, sem er hin hefðbundna, nor- ræna leið til að taka á vandamálum.“ Hætta á ójafnvægi á N-Atlantshafi  Norrænt mótvægi | 20 „ALLT veltur á því að vera markaðs- tengdur en fylgja ekki gamla hugar- farinu að fjöldaframleiða fyrir SÍS, slátra á haustin og setja allt í frost,“ segir Hákon Gunnarsson sem rekur nautgripabú í Árbót ásamt Snæfríði Njálsdóttur konu sinni og Viðari syni sínum. Nánast öll virðisaukakeðjan er í höndum fjölskyldunnar, því synirnir Örn Logi og Gunnar Óli reka kjöt- vinnsluna Viðbót á Húsavík. Eftir- spurnin er mikil, eins og kemur fram í máli Gunnars Óla: „Verð til bænda hefur hækkað um 160 til 180 kr. á kílóið á einu og hálfu ári og er í sögu- legu hámarki. Það hefur ekki gerst í áratugi að verðhækkun á nautakjöti skili sér til bænda.“ Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Árbót á þeim rúmu þremur áratug- um sem hjónin Hákon Gunnarsson og Snæfríður Njálsdóttir hafa búið þar. Þau reka þar stórt nautgripabú og einnig meðferðarheimili fyrir ung- linga. Þau hafa keypt jarðirnar Berg og Sand sem einnig eru notaðar undir reksturinn. Þau hafa sjálf staðið straum af kostnaði við að byggja upp góða aðstöðu fyrir meðferðarheimilið. Eftir að hafa rekið meðferðarheim- ili frá því á níunda áratugnum, segist Snæfríður álíta að við búum ekki í barnvænu samfélagi. Hraðinn sé mik- ill og miklar kröfur gerðar til krakka í skólum. „Ef þeir lenda utanveltu og standast ekki kröfur geta þeir lent á jaðrinum og í óheppilegum fé- lagsskap.“ | 10 Mikil uppbygging hefur átt sér stað á nautgripabúinu Árbót Nánast öll virðisauka- keðjan hjá fjölskyldunni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.