Morgunblaðið - 21.01.2007, Page 48

Morgunblaðið - 21.01.2007, Page 48
48 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á fimmtu-daginn höfðu 100 klukku-stundir farið í að flytja ræður um breytt rekstrar-form Ríkis-útvarpsins frá því að frum-varp þess efnis var fyrst lagt fram í mars 2005. Fyrst var talað í 7 klukku-stundir um Ríkis-útvarpið sf., síðan í 43 klukku-stundir um Ríkis-útvarpið hf. og nú hafa um-ræður um Ríkis-útvarpið ohf. staðið í rúmar 50 klukku-stundir. Þá benti ekkert til þess að um-ræðurnar væru á enda-sprettinum. „Er ekki rétt að þingið fái þann lýðræðis-lega rétt að greiða at-kvæði um þetta mál? Það er búið að ræða þetta mál nóg,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-ráðherra og taldi umhugsunar-efni að Vinstri grænum þætti frum-varp um Ríkis-útvarpið mikil-vægara en Kárahnjúka-málið á sínum tíma, en um-ræður um Kárahnjúka-málið tóku 39 klukku-stundir á sínum tíma. „Það er búið að ræða þetta mál nóg“ Morgunblaðið/Golli Mennta-málaráðherra Þorgerður Katrín eftir langar um-ræður. Banda-rískur ung-lingur, Shawn Hornbeck, fannst fyrir rúmri viku á heimili manns sem rændi honum fyrir 4 ½ ári síðan, þegar Shawn var 11 ára. Hornbeck og fjöl-skylda hans voru gestir í sjónvarps-þætti Opruh Winfrey á miðviku-daginn. Þar sagðist hann stöðugt hafa beðið þess að fá að hitta foreldra sína á ný. Hann vill ekki ræða nákvæm-lega hvernig honum var rænt, né dvölina hjá ræningj-anum sem stóð í 51 mánuð. Foreldrar hans hafa fylgt ráðum sér-fræðinga og ekki spurt hann út í reynsluna. Þau eru þó viss um að hann hafi verið mis-notaður kynferðis-lega. Bað þess að hitta for-eldrana Shawn Hornbeck Samverka-menn hengdir Samverka-menn Saddams Husseins, hálf-bróðir hans og fyrr-verandi yfir-dómari, voru teknir af lífi í Bagdad á mánu-dag fyrir sömu sakir og Saddam. Höfuð hálf-bróðurins rifnaði af líkamanum við henginguna og segir egypskur sér-fræðingur að rangt reipi eða óreyndir böðlar hafi valdið því. Sarkozy forseta-efni Nicolas Sarkozy, innanríkis-ráðherra í Frakk-landi, hefur verið til-nefndur forseta-efni hægri-manna í kosningunum í vor. Segist hann vilja verða „for-seti al-mennings“. Mona Sahlin tekur við Mona Sahlin hefur verið til-nefnd for-maður sænska Jafnaðarmanna-flokksins. Hún tekur við af Göran Persson, sem verið hefur leið-togi flokksins í 10 ár. Sahlin verður fyrsta konan í leiðtoga-hlutverkinu hjá jafnaðar-mönnum, sem hafa verið við völd í Svíþjóð í 6 af undan-förnum 7 ára-tugum. Óveður í Norður-Evrópu Mikið óveður hefur verið í Evrópu í vikunni. Í Svíþjóð fórust þrír í upphafi vikunnar. Mikið rok og ausandi rigning ollu mann-skaða og eigna-tjóni í Norðvestur-Evrópu á fimmtu-dag, en 10 manns týndu lífi í Eng-landi. Stutt Stjórnarskrár-nefnd hefur lagt til að þjóðaratkvæða-greiðsla fari fram um breytingar á stjórnar-skránni. Fyrst þurfa þó 2/3 allra þing-manna að sam-þykkja til-löguna. Um er að ræða breytingu á 79. grein stjórnar-skrárinnar sem kveður á um að tvö þing, með kosningum á milli, þurfi að sam-þykkja allar breytingar á stjórnar-skránni. Össur Skarphéðinsson, formaður þing-flokks Sam-fylkingarinnar, situr í nefndinni og segist hann styðja þessa til-lögu. Honum finnst það þó viss von-brigði að ekki hafi náðst sam-staða um fleiri breytingar, t.d. um sam-eign á þjóðar-auðlindum. Breytingar á stjórnar-skrá Rætt var um mál-efni Byrgisins utan dag-skrár á Al-þingi á föstu-daginn. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskipta-ráðherra, sagði að rekstrar-aðilar Byrgisins hefðu brugðist því trausti sem ríkið sýndi þeim. Einar Oddur Kristjánsson, þing-maður Sjálfstæðis-flokks, sagði ljóst að stjórnsýslu-mistök hefðu orðið því reglum var ekki fylgt. Helgi Hjörvar, þing-maður Sam-fylkingar, sagði að félagsmála-ráðherra hefðu orðið á alvar-leg embættis-afglöp, sérstak-lega þegar hann ákvað árið 2003 að af-henda Byrginu fé þótt forsvars-menn þess hefðu neitað að undir-rita yfir-lýsingu um fjár-stuðninginn. Steingrímur J. Sigfússon, þing-maður VG, sagði að það væri stór-áfall að opin-beru fé væri sóað með þessum hætti fyrir framan nefið á ráðu-neytinu og Ríkisendur-skoðun. Sam-hjálp hefur sam-þykkt að taka við verk-efnum Byrgisins en margir þing-menn vilja að leitað verði til fag-aðila á borð við SÁÁ. Byrgið rætt á Al-þingi Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagsmála-ráðherra til-kynnir fjöl-miðlum um stöðvun styrk-veitinga til Byrgisins. Heimsmeistara-keppnin í hand-bolta hófst í gær og stendur til 4. febrúar þegar úrslita-leikurinn fer fram. Ísland er í B-riðli og var fyrsti leikur Íslands gegn Ástralíu í gær. Við leikum gegn Úkraínu í dag og Frakk-landi á morgun. Leikurinn við Úkraínu-menn er úrslita-leikur milli þjóðanna um hvor þeirra verður önnur tveggja úr riðlinum sem kemst áfram í milli-riðla. Alfreð Gíslason landsliðs-þjálfari segir stemninguna í liðinu mjög góða, þrátt fyrir meiðsli, og að mark-miðið fyrst og fremst að komast upp úr riðlinum. Ísland vill upp úr riðlinum Morgunblaðið/Ómar Frá leiknum Ísland-Tékkland. Golden Globe hátíðin var haldin í Los Angeles aðfara-nótt þriðju-dags. Breska leik-konan Helen Mirren var sigur-vegari hátíðarinnar en hún fékk tvenn verð-laun. Önnur fyrir túlkun sína á Elísabetu II Englands-drottningu í kvik-myndinni The Queen. Hin fyrir hlut-verk sitt sem Elísabet I í sam-nefndri sjónvarps-þáttaröð. Bestu kvik-myndirnar voru Babel og Dreamgirls. Martin Scorsese var valinn besti leik-stjórinn fyrir The Departed. Forest Whitaker var besti leikarinn í flokki drama-mynda fyrir hlutverk sitt sem Einræðis-herrann Idi Amin í The Last King of Scotland. Sasha Baron Cohen og Meryl Streep voru valin bestu grín-leikararnir. Helen Mirren fékk tvenn verð-laun REUTERS Helen Mirren með verðlauna-gripina tvo. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.