Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 55

Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 55 GUÐFINNA S. Bjarnadóttir, stjórnunarfræðingur, nýbakaður þingmaður Sjálfstæðisflokks, aug- lýsti eftir skilgreiningu á umræðu- stjórnmálum/ samráðsstjórnmálum í viðtali eftir kvöld- fréttir útvarps á Rás 1 í gær (22. maí) og sagðist ekki skilja þessi fyrirbæri. Í stuttri grein sem ber heitið Þrjú hundr- uð þúsund pistlahöf- undar? og birt er í greinasafninu Skárri veröld sem út kom á síðasta ári, er fjallað um þjóðfélagsumræðu hérlendis og ákvarð- anir ríkisvalds í ljósi þróunar til beins lýð- ræðis. Í greininni er m.a. að finna eftirfar- andi klausu: „Lítið lýðræðisríki eins og Ísland hefur vaxandi þörf fyrir bestu fáanlegu ákvörð- un úr ferli þjóðfélags- umræðu. Enginn einn eða fáir ná yfirsýn yfir allt. Aðferð umræðu og samráðs sækir heldur meir til stjórnlistar en stjórnvísinda um árangur því leitast er við að laða til leiks bestu starfs- krafta, hugmyndir og starfshætti. Aðferðin réttnefnd umræðu- og sam- ráðsstjórnmál; stjórnlist sveigj- anleika sem hliðrar markvisst og skipulega þyngdarpunkti (áhrifa) valds í einstökum málum nær beinu lýðræði á kostnað fulltrúalýðræð- isins, einkum þegar mikið liggur við, án þess að ábyrgð á ákvörðunum fylgi sjálfkrafa með. Hún hvílir sem fyrr á kjörnum fulltrúum.“ Ástæður þróunar frá fulltrúa- lýðræði til beins lýðræðis (og löngu er hafin um Vesturlönd, hvort sem líkar betur eða verr) eru margar og samtvinnaðar og jafn- framt um margt for- sendur áframhaldandi þróunar; m.a. auðveld, útbreidd og í vaxandi mæli gagnvirk upplýs- ingatækni, stóraukinn vilji almennings til þátt- töku í opinberri um- ræðu til aukinna áhrifa á landsmál/staðbundin málefni, sem og stór- aukinn vilji/skylda kjör- inna fulltrúa að taka lýðræðislegt tillit til ólíkra sjónarmiða/ grenndarsjónarmiða. Einn helsti aflvakinn þó e.t.v. stóraukið flækju- stig nútímastjórnmála, sem veldur aukinni þörf fyrir upplýsta jákvæða þjóðfélagsumræðu, ekki síður en aukinni þörf fyrir sérfræðiþekkingu. Opinber umræða utan lögvarins vettvangs alþingis, sem og „sérfræð- ingaveldið“ öðlast með þessu aukið áhrifavald um ákvarðanir, sem og stöðu best sambærilega þrýstihóps, sem mikilvægir hornsteinar upp- lýstrar vandaðrar ákvarðanatöku um landsmál/utanríkismál. En – og ber að undirstrika, án framsals ákvörð- unarvalds kjörinna fulltrúa, svo formleg stjórnskipan er óbreytt, uns ákvæði sem henni breyta hafa verið samþykkt inn í stjórnarskrá og/eða inn í löggjöf frá alþingi, t.d. um þjóð- aratkvæði. Þróuninni fylgja óhjákvæmilega aukin áhrif fjórða valds fjölmiðlanna, ekki síst varðandi forskot þeirra og meðferð þess við framsetningu prí- vatskoðana ritstjórna/eigenda í þjóð- félagsumræðu, sem og verðmætara ákvörðunarvald stærstu og/eða vin- sælustu fjölmiðla um umgjörð þjóð- félagsumræðu. Með von og ósk um að Guðfinna sé nokkru nær. Umræðu- og samráðsstjórnmál Jónas Gunnar Einarsson skrifar um stjórnmál Jónas Gunnar Einarsson » Aðferð um-ræðu og samráðs sækir heldur meir til stjórnlistar en stjórnvísinda um árangur... Höfundur er rithöfundur. JARÐIR - LANDSPILDUR - SUMARHÚS YFIR 100 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR OG UM 60 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM Sjá nánar á www.fmeignir.is www.fasteignamidstodin.is 57.900.000 Glæsilegt fimm til sex herbergja endaraðhús á einni hæð, um 200 fm, þar af 28 fm. bíl- skúr og 20 fm. óskráður, lokaður sólskáli. Glæsilegur garður og sólpallur með heitum potti er sunnan við húsið, húsið hefur verið talsvert endurnýjað. Sigurður og Elísabet taka á móti gestum Háaleitisbraut 53 - 108 Rvk 530 1800 Opið hús í dag kl. 14:00 - 15:00 Karl Gunnarsson lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 Björt og rúmgóð 108 fm, 3ja herbergja íbúð á 5. hæð í vinsælli lyftublokk. HÚSVÖRÐUR. Rúmgott hol, stofa með útgangi á stórar, yfirbyggðar svalir, stórt eldhús, 2 herbergi og flísalagt baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Sameiginlegt þvottahús á hæðinni. Merkt sérbílastæði á steyptri botnplötu fyrir bíla- geymsluhús. Verð 24,5 millj. BJALLA 5-G OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15 ORRAHÓLAR 7 – 5. HÆÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.