Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR,
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Hlein - Álftanesi. Einbýli
Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilegt, vel hannað
ca 300 fm einbýli á einni hæð, þar af þrefaldur 62,4 fm bílskúr. Húsið er
vel staðsett á glæsilegum stað á Álftanesinu við golfvöll og leiksvæði.
Húsið er mjög bjart, skemmtilega hannað og teiknað af Hannesi Kr. Dav-
íðssyni arkitekt. Eignin skiptist í góða forstofu, gestasnyrtingu, eldhús,
stofu, borðstofu, setustofu, sólstofu, gang, 3 barnah., hjónah., baðh.,
þvottahús, millirými og þrefaldan bílskúr. Glæsilegur, gróinn garður. Frá-
bært útsýni. Einstök staðsetning.
Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, s. 896 0058.
Svöluás - Hf. Parhús
Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög gott parhús á 2
hæðum, 212,5 fm, þar af er bílskúr 25,2 fm, á frábærum stað í Áslands-
hverfi í Hf. Eignin skiptist í forstofu, forstofuh., hol, herb., sjónvarpshol,
baðh., sólstofu, þvottahús, bílskúr og geymslu. Á efri hæð er eldhús,
stofa, borðstofa, gangur, herb., hjónah., baðh., vinnuh. og geymsluloft.
Fallegar innr. og gólfefni. Góður afgirtur sólpallur. Tvennar svalir. Frábær
staðsetning í nálægð við skóla og leikskóla. V. 47,4 millj.
Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi Sölumaður, s. 896 0058.
Álfhólsvegur - KÓP. - Raðhús
Hraunhamar fasteignasala kynnir í einkasölu raðhús á tveimur hæðum,
íbúð 118,2 fm, geymsla 15,4 fm og 30 fm bílskúr. Samtals 163,6 fm, vel
staðsett miðsvæðis í Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borð-
stofu, eldhús og gestasnyrtingu. Á efri hæð eru þrjú herbergi og baðher-
bergi. Fallegar innréttingar og gólfefni. Góður garður.
Brunnstígur - Hf. Einbýli
Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilegt einbýli á 3
hæðum, samtals um 171,5 fm. Vel staðsett hús á einstökum stað innst í
botnlanga í vesturbæ Hf. Húsið var allt endurbyggt og endurnýjað árið
2000 á mjög hlýlegan og smekklegan hátt. Aðalinngangur er á miðhæð
og eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu og gestasnyrt-
ingu. Í risi eru 2 herb., fatah., gangur og baðh. Í kjallara er forstofa, 2
herb. og þvottahús. Glæsilegar innr. og gólfefni. Einstök staðsetning.
Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður, gsm 896 0058.
Glæsilegt 201,6 m2 raðhús á tveimur hæðum við Eiðismýri 10 á Seltjarnar-
nesi. Þetta er fallegt raðhús byggt árið 1992, staðsett innst í botnlanga á
góðum stað. Stofa, eldhús, baðherbergi og þvottahús á jarðhæð, 4 svefn-
herbergi og baðherbergi á 2. hæð. Þetta er eign sem vert er að skoða.
Verð kr. 59,8 m.
Eiðismýri 10 - Seltjarnarnesi
Einar Páll Kjærnested
löggiltur fasteignasali.
Sími 586 8080 • Fax 586 8081
www.fastmos.is
*NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög glæsilega 162,2 m2 íbúð á tveimur efstu
hæðum á Barðastöðum 7. Íbúðin er mjög glæsileg með mikilli lofthæð og
sérlega fallegu útsýni að Úlfarsfelli, Grafarholti, Esjunni og út á sundin. Glæsi-
legt eldhús, hannað af Halldóru Vífilsdóttur, innanhússarkitekt, tvö svefnher-
bergi, tvær stofur og tvær svalir. Topp staðsettning, rétt við Korpúlfsstaðar-
golfvöll og laxveiðánna Korpu. Verð kr. 45,0 m.
Barðastaðir – 162 m2 penthouse - Reykjavík
Einar Páll Kjærnested
löggiltur fasteignasali.
Sími 586 8080 • Fax 586 8081
www.fastmos.is
97 m2, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérgarði. Íbúðin er stór og rúmgóð,
2 góð svefnherbergi, baðherbergi m/kari, stór stofa og eldhús með borðkrók.
Stór afgirt timburverönd gefur eigninni aukið notagildi. Þetta er fín eign á
góðum stað í Grafarvogi. Verð kr. 23,0 m.
Laufengi – 3ja herb. - Reykjavík
Einar Páll Kjærnested
löggiltur fasteignasali.
Sími 586 8080 • Fax 586 8081
www.fastmos.is
AÐALFUNDUR Samtaka um
vinnu- og verkþjálfun var haldinn á
Dalvík 31. maí til 1. júní 2007. Fyrri
dag fundarins var aðalfundur sam-
takanna haldinn og síðari daginn var
málstofa með yfirskriftinni: Vinna –
virðing – vellíðan. Atvinnumál fatl-
aðra – nýir tímar – nýjar áherslur –
okkar hlutverk.
Stjórn sambandsins var endur-
kjörin á aðalfundinum en formaður
er Kristján Valdimarsson, forstöðu-
maður Örva.
Auk venjubundinna aðalfundar-
starfa var fjallað um stöðu atvinnu-
mála fatlaðra m.a. með tilliti til nýrra
laga um vinnumarkaðsaðgerðir og
tillagna um breytt örorkumat og efl-
ingu starfsendurhæfingar. Í ályktun
um atvinnumál fatlaðra er lýst
ánægju með umfjöllun um atvinnu-
mál fatlaðs fólks og starfsendurhæf-
ingu á vegum stjórnvalda. „Um leið
og lýst er ánægju með þessa vinnu
og þennan áhuga minnir fundurinn á
að á liðnum árum hafa margar
skýrslur og úttektir verið gerðar í
þessum málaflokki. Þeir sem vinna
að atvinnumálum fatlaðra hafa sakn-
að þess að lítið hefur verið gert með
þær fjölmörgu og framsæknu tillög-
ur sem settar hafa verið fram á liðn-
um árum. Aðalfundur Hlutverks lýs-
ir einnig ánægju með að hafin er
endurskoðun á mati til örorku,“ segir
í ályktuninni.
Aðalfundurinn áréttar að innan
Hlutverks býr mikil þekking og
reynsla. Sambandsaðilar hafa náð
umtalsverðum árangri hvað það
varðar að skapa atvinnu fyrir fatlaða
einstaklinga og í því að veita hæfingu
og starfsþjálfun sem skilað hefur
hundruðum fatlaðra einstaklinga í
virka atvinnuþátttöku á vinnumark-
aði. Hlutverk hefur einnig haft frum-
kvæði að því í samstarfi við verka-
lýðshreyfinguna að tryggja rétt
fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum
fólks með skerta starfsgetu. Réttindi
sem eru talin vera sjálfsögð meðal
þeirra sem ófatlaðir teljast og eru ein
af grundvallarkröfum í réttindabar-
áttu samtaka fatlaðra einstaklinga.
„Með þetta í huga vekur það furðu
að stjórnvöld hafa enn ekki talið
ástæðu til að nýta þá krafta innan
samtakanna við þá stefnumótunar-
vinnu sem nú fer fram hvað varðar
endurskoðun örorkumats og eflingu
starfsþjálfunar,“ segir í lokaorðum
ályktunar Hlutverks.
Fagna endurskoðun
á mati til örorku
EIGENDUR sumarbústaða í helstu
sumarbústaðabyggðum á Suður-
landi geta nú með auðveldum hætti
tengst Netinu, því Vodafone býður
nú upp á þjónustuleið sem kallast
Loftlína Vodafone, segir í frétt frá
fyrirtækinu.
Örbylgjusendar hafa verið settir
upp á umræddum svæðum og því
næst örbylgjusamband við Netið t.d.
á Þingvöllum, við Laugarvatn, í
Biskupsstungum, Holtunum, Gríms-
nesi og Grafningi.
Vodafone lánar viðskiptavinum
allan nauðsynlegan búnað, sem
hægt er að nálgast í verslun Voda-
fone í Skútuvogi í Reykjavík og hjá
Árvirkjanum á Selfossi. Notendur
geta auðveldlega sett búnaðinn upp
sjálfir en einnig er hægt að leita til
fagmanna, t.d. Árvirkjans á Sel-
fossi.
Örbylgjusendarnir sem um ræðir
hafa verið settir upp á Seyðishólum,
Torfastaðaheiði, Langholtsfjalli og
Miðfelli. Til að gott netsamband sé
tryggt þarf bústaðurinn helst að
vera í sjónlínu við nálægan sendi.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar í síma 1414, í verslunum
Vodafone og á vodafone.is.
Nettenging í
sumarbústaði