Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 68
68 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR, Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hlein - Álftanesi. Einbýli Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilegt, vel hannað ca 300 fm einbýli á einni hæð, þar af þrefaldur 62,4 fm bílskúr. Húsið er vel staðsett á glæsilegum stað á Álftanesinu við golfvöll og leiksvæði. Húsið er mjög bjart, skemmtilega hannað og teiknað af Hannesi Kr. Dav- íðssyni arkitekt. Eignin skiptist í góða forstofu, gestasnyrtingu, eldhús, stofu, borðstofu, setustofu, sólstofu, gang, 3 barnah., hjónah., baðh., þvottahús, millirými og þrefaldan bílskúr. Glæsilegur, gróinn garður. Frá- bært útsýni. Einstök staðsetning. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, s. 896 0058. Svöluás - Hf. Parhús Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög gott parhús á 2 hæðum, 212,5 fm, þar af er bílskúr 25,2 fm, á frábærum stað í Áslands- hverfi í Hf. Eignin skiptist í forstofu, forstofuh., hol, herb., sjónvarpshol, baðh., sólstofu, þvottahús, bílskúr og geymslu. Á efri hæð er eldhús, stofa, borðstofa, gangur, herb., hjónah., baðh., vinnuh. og geymsluloft. Fallegar innr. og gólfefni. Góður afgirtur sólpallur. Tvennar svalir. Frábær staðsetning í nálægð við skóla og leikskóla. V. 47,4 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi Sölumaður, s. 896 0058. Álfhólsvegur - KÓP. - Raðhús Hraunhamar fasteignasala kynnir í einkasölu raðhús á tveimur hæðum, íbúð 118,2 fm, geymsla 15,4 fm og 30 fm bílskúr. Samtals 163,6 fm, vel staðsett miðsvæðis í Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borð- stofu, eldhús og gestasnyrtingu. Á efri hæð eru þrjú herbergi og baðher- bergi. Fallegar innréttingar og gólfefni. Góður garður. Brunnstígur - Hf. Einbýli Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilegt einbýli á 3 hæðum, samtals um 171,5 fm. Vel staðsett hús á einstökum stað innst í botnlanga í vesturbæ Hf. Húsið var allt endurbyggt og endurnýjað árið 2000 á mjög hlýlegan og smekklegan hátt. Aðalinngangur er á miðhæð og eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu og gestasnyrt- ingu. Í risi eru 2 herb., fatah., gangur og baðh. Í kjallara er forstofa, 2 herb. og þvottahús. Glæsilegar innr. og gólfefni. Einstök staðsetning. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður, gsm 896 0058. Glæsilegt 201,6 m2 raðhús á tveimur hæðum við Eiðismýri 10 á Seltjarnar- nesi. Þetta er fallegt raðhús byggt árið 1992, staðsett innst í botnlanga á góðum stað. Stofa, eldhús, baðherbergi og þvottahús á jarðhæð, 4 svefn- herbergi og baðherbergi á 2. hæð. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð kr. 59,8 m. Eiðismýri 10 - Seltjarnarnesi Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali. Sími 586 8080 • Fax 586 8081 www.fastmos.is *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög glæsilega 162,2 m2 íbúð á tveimur efstu hæðum á Barðastöðum 7. Íbúðin er mjög glæsileg með mikilli lofthæð og sérlega fallegu útsýni að Úlfarsfelli, Grafarholti, Esjunni og út á sundin. Glæsi- legt eldhús, hannað af Halldóru Vífilsdóttur, innanhússarkitekt, tvö svefnher- bergi, tvær stofur og tvær svalir. Topp staðsettning, rétt við Korpúlfsstaðar- golfvöll og laxveiðánna Korpu. Verð kr. 45,0 m. Barðastaðir – 162 m2 penthouse - Reykjavík Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali. Sími 586 8080 • Fax 586 8081 www.fastmos.is 97 m2, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérgarði. Íbúðin er stór og rúmgóð, 2 góð svefnherbergi, baðherbergi m/kari, stór stofa og eldhús með borðkrók. Stór afgirt timburverönd gefur eigninni aukið notagildi. Þetta er fín eign á góðum stað í Grafarvogi. Verð kr. 23,0 m. Laufengi – 3ja herb. - Reykjavík Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali. Sími 586 8080 • Fax 586 8081 www.fastmos.is AÐALFUNDUR Samtaka um vinnu- og verkþjálfun var haldinn á Dalvík 31. maí til 1. júní 2007. Fyrri dag fundarins var aðalfundur sam- takanna haldinn og síðari daginn var málstofa með yfirskriftinni: Vinna – virðing – vellíðan. Atvinnumál fatl- aðra – nýir tímar – nýjar áherslur – okkar hlutverk. Stjórn sambandsins var endur- kjörin á aðalfundinum en formaður er Kristján Valdimarsson, forstöðu- maður Örva. Auk venjubundinna aðalfundar- starfa var fjallað um stöðu atvinnu- mála fatlaðra m.a. með tilliti til nýrra laga um vinnumarkaðsaðgerðir og tillagna um breytt örorkumat og efl- ingu starfsendurhæfingar. Í ályktun um atvinnumál fatlaðra er lýst ánægju með umfjöllun um atvinnu- mál fatlaðs fólks og starfsendurhæf- ingu á vegum stjórnvalda. „Um leið og lýst er ánægju með þessa vinnu og þennan áhuga minnir fundurinn á að á liðnum árum hafa margar skýrslur og úttektir verið gerðar í þessum málaflokki. Þeir sem vinna að atvinnumálum fatlaðra hafa sakn- að þess að lítið hefur verið gert með þær fjölmörgu og framsæknu tillög- ur sem settar hafa verið fram á liðn- um árum. Aðalfundur Hlutverks lýs- ir einnig ánægju með að hafin er endurskoðun á mati til örorku,“ segir í ályktuninni. Aðalfundurinn áréttar að innan Hlutverks býr mikil þekking og reynsla. Sambandsaðilar hafa náð umtalsverðum árangri hvað það varðar að skapa atvinnu fyrir fatlaða einstaklinga og í því að veita hæfingu og starfsþjálfun sem skilað hefur hundruðum fatlaðra einstaklinga í virka atvinnuþátttöku á vinnumark- aði. Hlutverk hefur einnig haft frum- kvæði að því í samstarfi við verka- lýðshreyfinguna að tryggja rétt fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fólks með skerta starfsgetu. Réttindi sem eru talin vera sjálfsögð meðal þeirra sem ófatlaðir teljast og eru ein af grundvallarkröfum í réttindabar- áttu samtaka fatlaðra einstaklinga. „Með þetta í huga vekur það furðu að stjórnvöld hafa enn ekki talið ástæðu til að nýta þá krafta innan samtakanna við þá stefnumótunar- vinnu sem nú fer fram hvað varðar endurskoðun örorkumats og eflingu starfsþjálfunar,“ segir í lokaorðum ályktunar Hlutverks. Fagna endurskoðun á mati til örorku EIGENDUR sumarbústaða í helstu sumarbústaðabyggðum á Suður- landi geta nú með auðveldum hætti tengst Netinu, því Vodafone býður nú upp á þjónustuleið sem kallast Loftlína Vodafone, segir í frétt frá fyrirtækinu. Örbylgjusendar hafa verið settir upp á umræddum svæðum og því næst örbylgjusamband við Netið t.d. á Þingvöllum, við Laugarvatn, í Biskupsstungum, Holtunum, Gríms- nesi og Grafningi. Vodafone lánar viðskiptavinum allan nauðsynlegan búnað, sem hægt er að nálgast í verslun Voda- fone í Skútuvogi í Reykjavík og hjá Árvirkjanum á Selfossi. Notendur geta auðveldlega sett búnaðinn upp sjálfir en einnig er hægt að leita til fagmanna, t.d. Árvirkjans á Sel- fossi. Örbylgjusendarnir sem um ræðir hafa verið settir upp á Seyðishólum, Torfastaðaheiði, Langholtsfjalli og Miðfelli. Til að gott netsamband sé tryggt þarf bústaðurinn helst að vera í sjónlínu við nálægan sendi. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 1414, í verslunum Vodafone og á vodafone.is. Nettenging í sumarbústaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.