Morgunblaðið - 10.06.2007, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 77
hlutavelta
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Ferð að Skógum
fimmtudaginn 21. júní kl. 12.30. Geng-
ið um staðinn og safnið skoðað. Kaffi-
hlaðborð í Drangshlíð undir Eyjafjöll-
um. Uppl. og skráning í síma
535 2760.
Dalbraut 18-20 | Vorgleði í félags-
miðstöðinni að Dalbraut 18-20 sunnu-
daginn 10. júní kl. 13-16. Flóamarkaður,
handverkssýning, tónlist, kveðskapur
og leiklestur. Kaffi og vöfflur. Allir vel-
komnir.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan Gullsmára 9 er opin
mánudaga og miðvikudaga kl. 10-
11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í
Gjábakka er opin á miðvikudögum kl.
13-14. Félagsvist er spiluð í Gullsmára
á mánudögum kl. 20.30, en í Gjá-
bakka á miðvikudögum kl. 13 og á
föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20.
Klassík leikur fyrir dansi.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfells-
bæ | Eldri konur í Mosfellsbæ og nær-
sveitum. Tökum þátt í Kvennahlaup-
inu sem verður frá Hlaðhömrum
fimmtudaginn 14. júní kl. 14. Hlaupið/
gangan miðast við getu hverrar konu.
Skráning er kr. 1.000, innif. er bolur og
verðlaunapeningur. Sími 586 8014 og
692 0814.
Félagsstarf Gerðubergs | Dagana 12.
og 13. júní kl. 13.30 „Mannrækt, trjá-
rækt“ gróðursetning, samstarf leik-
skólabarna og eldri borgara. Mið-
vikud. 13. júní: Kvennahlaup ÍSÍ. Frá kl.
12.30 upphitun, umsj. Þorvaldur
Jónss. harmonikuleikari og Sigvaldi
danskennari. Kl. 13 ræsir Þorsteinn
Hjartarson hlaupið.
Furugerði 1, félagsstarf | Norðurbrún
1, Dalbraut 14-20, Hæðargarður 31 og
Furugerði 1. Farið verður í nestisferð
að Strandarkirkju, fimmtudaginn 14.
júní, með viðkomu í Eden á heimleið.
Skráning í Norðurbrún í s. 568-6960,
á Dalbraut í s. 588 9533, í Furugerði í
s. 553 6040 og í Hæðargarði í s.
568 3132.
Hraunbær 105 | 13. júní. Ferð til Siglu-
fjarðar. Síldarminjasafnið skoðað,
einnig Siglufjarðarkirkja. Hádegis-
verður í Bíókaffi. Leiðsögumaður:
Hólmfríður Gísladóttir. Verð kr. 7.000.
Brottför kl. 8.30 frá Hraunbæ. Skrán-
ing á skrifstofu eða í síma 587 2888.
Hæðargarður 31 | Allir velkomnir.
Morgunganga alla morgna kl. 9.
Gönguferðir í stað leikfiminnar. Pútt-
völlur opnaður bráðlega. Félagsvist á
mánudögum. Ferð í Strandarkirkju 14.
júní. S. 568 3132, asdis.skuladott-
ir@reykjavik.is.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Grillveisla kl. 17. Al-
menn samkoma kl. 20. Hreimur H.
Garðarsson prédikar. Mikil lofgjörð,
fyrirbænir í lok samkomu og kaffisala
að henni lokinni. Allir velkomnir.
Fríkirjan Kefas.
Hlutavelta | Þessi vaski hópur safnaði dóti og hélt basar við verslun 10-
11 í Kaupangi á Akureyri. Þau afhentu Rauða krossinum ágóðann, 1.043
kr. Efri röð frá vinstri: Unnur, Viktor, Sara og Guðný Vala. Neðri röð frá
vinstri: Sóldís, Þórunn, Kristín og Sunna.
dagbók
Í dag er sunnudagur 10. júní, 161. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Lækna mig Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo að mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír. (Jer. 17, 14.)
Mannleg hlið læknisfræð-innar í hátækniheimi eryfirskrift norræna heim-ilislæknaþingsins sem
fram fer í Reykjavík dagana 13. til 16.
júní næstkomandi.
Elínborg Bárðardóttir er formaður
Félags íslenskra heimilislækna: „Ráð-
stefnan er haldin á tveggja ára fresti og
ferðast á milli Íslands, Noregs, Svíþjóð-
ar, Danmerkur og Finnlands. Að þessu
sinni er ráðstefnan með alþjóðlegra yf-
irbragði en áður, ráðstefnumálið er
enska og fáum við til okkar gesti frá 19
löndum, en hátt í 1.300 manns hafa
skráð þátttöku og er það metfjöldi,“
segir Elínborg.
Mannlegi þátturinn
„Á dagskrá eru yfir 200 viðburðir af
ýmsum toga, fyrirlestrar, málþing og
vinnustofur, en eins og yfirskrift ráð-
stefnunnar gefur til kynna verður sjón-
um sérstaklega beint að mannlegum
þætti heimilislækninga,“ segir Elín-
borg. „Meðal fyrirlesara má nefna
Richard Horton, ritstjóra hins virta
læknarits Lancet. Hann hefur skrifað
mikið um læknisfræði í samfélagslegu
samhengi og verður mjög fróðlegt að
hlýða á hans framlag. John Salinsky er
einnig í hópi heiðursfyrirlesara ráð-
stefnunnar en hann er þekktur frum-
kvöðull í rannsóknum á tengslum lækn-
is og sjúklings. John segir í erindi sínu
frá eigin reynslu á 33 ára læknisferli og
samskiptum við sjúklinga sína.“
Hvert stefnum við?
Elínborg nefnir að auki fyrirlestur
Ionu Heath frá Bretlandi og Önnu
Stavdal og Steinars Westin frá Noregi,
sem gott dæmi um inntak ráðstefn-
unnar. „Erindi þeirra ber yfirskriftina
Social Solidarity or Commercial Prof-
its. Þar fjalla þau um á hvaða hugsjón-
um við viljum byggja heilbrigðiskerfið:
hvort sé fýsilegur kostur að fylgja
skandinavíska módelinu þar sem heilsu-
gæsla er hluti af velferðarkerfinu, eða
hvort annars konar fyrirkomulag heil-
brigðisþjónustu geti reynst betur.“
Finna má nánari upplýsingar um
dagskrá þingsins á slóðinni www.meet-
ingiceland.com/gp2007.
Heilsa | Alþjóðleg ráðstefna heimilislækna í Reykjavík 13. til 16. júní
Lækning, tækni, maður
Elínborg Bárð-
ardóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
1960. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
við Hamrahlíð
1981, kandídats-
námi frá lækna-
deild HÍ 1988 og
stundaði framhaldsnám í heimilis-
lækningum í Connecticut í Bandaríkj-
unum. Elínborg hefur starfað sem
heimilislæknir á Íslandi frá 1997, fyrst
á Ísafirði og síðar í Reykjavík. Hún
hefur verið formaður Félags íslenskra
heimilislækna frá 2003. Elínborg er
gift Ólafi Þ. Guðnasyni öldrunarlækni
og eiga þau þrjá syni
Tónlist
Íþróttahúsið í Reykjahlíð | Kóra-
stefna við Mývatn. Hátíðartón-
leikar kl. 15. Messa barnanna eftir
John Rutter og heimstónlist frá
sjö löndum. Þátttökukórar á
Kórastefnu, einsöngvarar, Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands. Stjórn-
endur: Lynnel Joy Jenkins og
Guðmundur Óli Gunnarsson.
Fyrirlestrar og fundir
Kennaraháskóli Íslands | Mánu-
daginn 11. júní kl. 13 verður opinn
fyrirlestur í Bratta, sal Kennara-
háskóla Íslands. Jude Carroll,
deildarstjóri við Oxford Brookes
University, heldur fyrirlestur sem
hún nefnir: Student plagiarism:
defining, detecting and dealing
with the issue in 2007. Allir vel-
komnir.
SJÓRIÐA er titill ljós-
myndasýningar sem
var opnuð á kaffihús-
inu Kaffi Vín, Lauga-
vegi 73, á sjómanna-
daginn, 3. júní.
Ljósmyndirnar tók
Sigrún Harpa Jóseps-
dóttir í sinni fyrstu ferð
sem háseti á togara,
Ásbirni RE 50, og er
titill sýningarinnar vís-
un í mikla sjóriðu sem
hrjáði listamanninn eft-
ir að í land var komið.
Myndefnið er lífið
um borð, myndir af
veiðunum, aflanum og
öðru því tengdu séð
með listrænu auga Sig-
rúnar, sem einnig er
þekkt undir nafninu
núrgiS.
NúrgiS er áhuga-
ljósmyndari, menntuð í
hönnun, margmiðlun
og klassískum söng.
Hún hefur nám við
tónlistardeild
Listaháskóla Íslands á
nýmiðlabraut næst-
komandi haust.
Sýningin er opin út
júní, á afgreiðslutíma
kaffihússins.
Ljósmyndasýningin Sjóriða í Kaffi Vín
Listrænar myndir frá sjóferð
Ljósmynd/núrgiS
Inniheldur 22 valin bætiefni,
12 vítamín og 10 steinefni.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánu-
dagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/ eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í
síma 569-1100.
STJÓRN sjálfseignarstofnunarinnar Skaftholts afhenti Þórunni
Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra, Björgvini Sigurðssyni við-
skiptaráðherra og Arnbjörgu Sveinsdóttur, formanni þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, fundarályktun stjórnar Skaftholts vegna fyr-
irhugaðra virkjana við Þjórsá. Í ályktuninni segir:
„Í Skaftholti hefur verið unnið meðferðarstarf í 27 ár. Mikil upp-
bygging hefur átt sér stað. Einstaklingar sem búa í Skaftholti
þurfa friðsælt umhverfi og mikilvægur þáttur í meðferðarstarfinu
er róandi nærvera Þjórsár og hennar stórbrotna náttúra sem við
megum ekki missa. Fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir, svo og
vega- og brúargerð yfir Þjórsá við Þjórsárholt, munu stórskemma
það frábæra umhverfi sem er hér í næsta nágrenni okkar.
Við teljum það nauðsynlegt fyrir starfið í Skaftholti að ekki verði
af þessari virkjun, svo að þeir sem hér búa fái áfram að njóta þeirr-
ar friðsældar og þess fagra og óspillta umhverfis sem hér er. Skaft-
holt er lítið samfélag á landsbyggðinni sem býður upp á fjölbreytt
og skemmtileg störf. Landsbyggðin þarf á fjölbreytni í atvinnulífi
að halda og fyrirtækjum sem vaxa og dafna í fallegu og rólegu um-
hverfi. Við skorum á ykkur að leyfa þessari starfsemi að fá að vera
í friði.
Með þökk frá núverandi og komandi íbúum og aðstandendum
Skaftholts.
Stjórn Sjálfseignarstofnunarinnar Skaftholts,
Aldís Hjaltadóttir
Guðjón Árnason
Halldór Kr. Júlíusson
Ragnheiður Haraldsdóttir
Sigfús Guðfinnsson.“
Stjórn Skaftholts leggst
gegn virkjunum í Þjórsá
AÐALFUNDUR háskólaráðs
Háskólans í Reykjavík var hald-
inn föstudaginn 1. júní sl. Á hon-
um kom meðal annars fram að á
næstu mánuðum hefjast fram-
kvæmdir við nýtt húsnæði Há-
skólans í Reykjavík við rætur
Öskjuhlíðar. Ráðgert er að skól-
inn hefji starfsemi þar í 35.000
fermetra húsnæði haustið 2009.
Af því tilefni var opnuð tölvu-
og ljósmyndasýning á föstudag,
sem ætlað er að sýna hvernig
framtíðarhúsnæði HR kemur til
með að líta út og hvernig því er
ætlað að falla inn í náttúrulegt
umhverfi sitt. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borgarstjóri opnaði
sýninguna á lóð Háskólans í
Reykjavík í Ofanleiti. Hún verð-
ur síðar flutt niður í Nauthóls-
vík, þar sem almenningi gefst
kostur á að skoða sýninguna í
allt sumar.
Nemendur Háskólans í
Reykjavík verða um 3.000 í
haust, og hefur þeim fjölgað ná-
lega tífalt frá því hann tók til
starfa árið 1998. Gert er ráð
fyrir enn frekari fjölgun nem-
enda á næstu árum og að nem-
endur verði um 3.500 þegar
skólinn flytur starfsemi sína
haustið 2009.
Framkvæmdir HR í
Öskjuhlíð hefjast senn