Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 84

Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 84
84 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Rufus McGarrigle Wainw-right fæddist í New Yorkí júní 1973, sonur tónlist-armannanna Loudon Wa- inwrights III. og Kate McGarrigle. Hann er hálfur Bandaríkjamaður og hálfur Kanadamaður, sannkallaður Amríkani. Foreldrar hans skildu er hann var barn að aldri og móðir hans fluttist til Kanada þar sem hann ólst upp með systur sinni, Mörthu Wa- inwright, sem einnig er tónlist- armaður. Rufus byrjaði snemma að spila á hljóðfæri; sex ára var hann orðinn liðtækur píanóleikari og þegar hann var þrettán ára spilaði hann í hljóm- sveit með systur sinni, móður og móðursystur. Ekki var bara að hann væri prýðilegur hljóðfæraleikari heldur var hann líka liðtækur laga- smiður eins og kom berlega í ljós er hann var tilnefndur til verðlauna fyrir lag í kvikmynd fjórtán ára gamall og ári síðar var hann til- nefndur til kanadísku tónlistarverð- launanna sem efnilegasti söngvari ársins. Um miðjan tíunda áratuginn vann Rufus sér orð fyrir spilamennsku í Montreal og tók þá upp prufur af ýmsum lögum. Faðir hans sendi eina prufuna til Van Dyke Parks sem hafði svo samband við útgáfufyr- irtæki og eitt þeirra, DreamWorks, bauð útgáfusamning sem Rufus þáði. Í kjölfarið fluttist hann til New York og þaðan til Los Angeles þar sem hann hljóðritaði fyrstu breið- skífu sína. Sú hélt einfaldlega Rufus Wainwright, kom út 1998 og fékk fína dóma, var víða valin ein af bestu slífum ársins. Sukk og svínarí Hann tók sér góðan tíma til að fylgja plötunni eftir og hófst ekki handa við nýja plötu fyrr en tveimur árum síðar. Sú kom svo út 2001 og heitir Poses. Henni var ekki síður vel tekið, en seldist miður þrátt fyrir tónleikaferðir og tilheyrandi. Þar setti strik í reikninginn að Rufus var fallinn í talsverða fíkniefnaneyslu á þeim tíma og missti meðal annars sjónina um tíma fyrir mikla me- tamfetamínneyslu. Elton John kom honum til hjálpar á síðustu stundu með því að koma honum í meðferð – eins og Rufus lýsti því í viðtali við Observer fyrir nokkrum árum var hann ekki viss hvert hann gæti leit- að: „Svo hugsaði ég: hommi, laga- smiður, dópisti og þá vissi ég hvert ég ætti að leita.“ 2002 fór Rufus í hljóðver með Marius deVries, sem Íslendingar þekkja helst fyrir samstarf hans við Björk, og tók upp tónlist á ríflega plötu, svo ríflega reyndar að úr urðu tvær skífur. Want One kom út í sept- ember 2003, þá stuttskífan Waiting for a Want og loks kom breiðskífan Want Two út haustið 2004. DVD- diskur sem heitir All I Want kom svo út sumarið 2005, en á honum eru tónleikaupptökur og myndskeið frá upptökunum á lögunum sem enduðu á Want Two. Rödd Rufusar heyrðist víðar það ár, því eftirminnileg er frammistaða hans á skífu Antonys and the Johnsons, I am a Bird Now, þar sem þeir syngja saman á ógleymanlegan hátt Rufus og Ant- ony. Þá um haustið voru Want- skífurnar líka sameinaðar í einn pakka, sem heitir einfaldlega Want og tveimur aukalögum skeytt við. Leiður á Bandaríkjunum Á tónleikaferðinni í kjölfar Want Two byrjaði Rufus að semja lög á nýja plötu og vann þau síðan með hljómsveit sinni í New York áður en hann fór til Berlínar í fyrrasumar að ljúka við plötuna. Eins og hann hef- ur lýst því átti platan upphaflega að vera einföld og útsetningar naum- hyggjulegar, en þegar á reyndi fannst honum það svo óspennandi og hann bætti við og bætti svo meira við og áður en varði var hann kom- inn með fjórtán manna strengja- sveit, blásara og fullt af gestum, þar á meðal Mörthu Wainwright systur sína, Neil Tennant úr Pet Shop Bo- ys, Teddy Thompson, Jenni Mul- daur, Richard Thompson og Joan Wasser, sem kemur fram undir nafninu Joan As Policewoman (sjá frábæra plötu hennar, Real Life, sem kom út sl. haust) og Marius de Vries kemur einnig við sögu. Release the Stars kom út um miðjan maí og fékk alla jafna fína dóma. Platan vakti mikla athygli vestan hafs fyrir annað lag hennar, Going to a Town, enda syngur Rufus í því meðal annars um það hve þreyttur hann sé orðinn á Banda- ríkjunum. Hann segir svo frá á vef- setri sínu að lagið hafi orðið til á fimm mínútum, hann hafi sest við pí- anóið til að stytta sér stundir rétt fyrir mat og áður en varði var lagið tilbúið. Í texta lagsins syngur hann um það að hann sé á leið til Berlínar, á leið til borgar sem búið sé að brenna til kaldra kola og end- urbyggja, búið að segja skilið við fortíðina, segja skilið við fordóma fortíðarinnar, en í Bandaríkjunum eigi menn enn eftir að stíga inn í nú- tímann eins og hann spyr í laginu: „Segðu mér, heldurðu í alvöru að maður fari til helvítis fyrir að hafa elskað?“ Rufus og popperurnar Rufus Wainwright fer eigin leiðir í tónlistinni, hleð- ur á lögin strengjum og tilheyrandi, skreytir og fágar sínar popperur – poppóperur. Hann sendi frá sér nýja skífu fyrir stuttu, Release the Stars. Hæfileikapiltur Rufus McGarrigle Wainwright dáir strengi og skraut. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson arnim@mbl.is Paul Greengrass, leikstjóri United 93, mun á næstunni leikstýra Im- perial Life in the Emerald City. Myndin gerist á hinu svokallaða græna svæði í Bagdad þar sem vestræn áhrif eru hvað mest. Matt Damon leikur aðalhlutverkið, en Greengrass hefur áður leikstýrt honum í annarri og þriðju mynd- inni um njósnarann minnislausa Jason Bourne, en sú þriðja er vænt- anleg í sumar. Myndin er byggð á samnefndri bók Rajiv Chandrasekaran sem er nýútkomin. Hún er byggð á sönnum atburðum en persóna Damons verð- ur samsett úr nokkrum helstu per- sónum bókarinnar. Reuters Í Írak Leikarinn Matt Damon. Leikstjóri United 93 fer til Íraks SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fös 15/6 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Í kvöld kl. 20 UPPS. Þri 12/6 kl. 20 Mið 13/6 kl. 20 UPPS. Fim 14/6 kl. 20 UPPS. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 Lau 23/6 kl. 20 Sun 24/6 kl. 20 Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 10. júní kl. 20:00 Bo Grønbech leikur m.a. verk eftir Clérambault, Langlais, Franck og Buxtehude SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MÝRAMAÐURINN - höf. og leikari Gísli Einarsson 14/6 kl. 20 síðasta sýning MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 15/6 kl 18, 20/6 kl 20 uppselt, 29/6 kl 20, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl. 20,11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 SVONA ERU MENN (KK og Einar) Aukasýning 16. júní kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Þökkum samfylgdina á frábærum leikhúsvetri! Nýtt fjölbreytt og skemmtilegt leikár verður kynnt í ágúst. Áskriftarkortasala hefst þá. Vertu með! Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar FIMMTUDAGINN 12. JÚNÍ KL.19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einsöngur ::: Eivør Pálsdóttir og Herdís Elín Lárusdóttir (Dísella) tónleikar í háskólabíói Klassísk íslensk dægurlög Manstugamladaga Í fyrra seldist upp á svipstundu á tvenna tónleika. Nú er enn hægt að tryggja sér gott sæti. FÖSTUDAGINN 29. JÚNÍ KL.19.30 stórtónleikar í laugardalshöll Roger Waters (Pink Floyd) ::: The Wall Eitt mesta stórvirki rokksögunnar í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar og Dúndurfrétta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.