Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STARFSMENN Grasagarðsins í Laugardal hafa búið garðinn undir jólin. Gangandi vegfarendur geta notið Garðskálans sem er prýddur skrauti og ljósum og Lystihússins þar sem jatan stendur að kaþólsk- um sið. Úti er skreytt sitkagrenitré. Garðurinn nýtur vinsælda hjá leikskólabörnum á aðventunni. Þegar veður er ekki vont koma börn af leikskólum og njóta stund- arinnar bæði fyrir og eftir hádegi Veitingar eru ekki seldar yfir vetrartímann en Garðskálinn er op- inn alla helgidaga yfir jól og ára- mót milli klukkan 10-17 nema á að- fangadag jóla. Fastagestir hittast gjarnan í Garðskálanum með kaffi á brúsa og brauð í poka. Grasagarðurinn Í DAG kl. 11 opnar Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri jólaskóginn í Hjalladal í Heiðmörk og heggur jólatré með fjölskyldu sinni. Varð- eldur, kakó og jólasveinar verða á staðnum og eru allir velkomnir. Jólaskógurinn verður opinn þessa og næstu helgi frá kl. 11 til 16. Ekið er inn í Heiðmörk frá Rauðhólum af Suðurlandsvegi eða Vífilstaðahlíð í Garðabæ. Skilti munu vísa leiðina. Jólaskógurinn opnar í dag BANDALAG háskólamanna hvetur ráðamenn til að eyða þeirri óvissu sem ríkir um staðsetningu starfs- fólks matvælasviðs Umhverf- isstofnunar og matvælaeftirlitssvið Fiskistofu við opnun Matvælaeft- irlits nú um áramótin. Bandalagið styður jafnframt eindregna ósk starfsmanna stofnananna þess efnis að störf þeirra verði áfram á höf- uðborgarsvæðinu en ekki á Selfossi þar sem aðalstöðvar Matvælaeft- irlitsins verða. Fyrir þessu séu hag- nýt, fagleg og persónuleg rök eins og komi skýrt fram í bréfi starfs- fólks til landbúnaðarráðherra. Þá þykir miður að ekki hafi verið haft betra samráð við starfsfólk við und- irbúning og skipulagningu hinnar nýju stofnunar. Vilja ekki flytja STÚFUR var veðurtepptur í gær og komst ekki í Þjóðminja- safnið. Stúfur er heldur lágur til hnésins og reyndist honum um megn að berj- ast áfram í óveðrinu, segir í tilkynningu. Stúfur stefnir að því að koma með bróður sín- um Þvörusleiki í Þjóðminjasafnið í dag, laugardag, í staðinn og er von á þeim í dag klukkan 11 – ef veður leyfir. Áður fyrr var Stúfur líka kall- aður Pönnuskefill, því hann reyndi stundum að hnupla matarögnum af steikarpönnunni, og Þvörusleikir stalst til að sleikja þvöruna, sem potturinn var skafinn með. Í Þjóð- minjasafninu geta börnin líka fræðst um nöfn jólasveinanna á sýningunni Sérkenni sveinanna. Stúfur veður- tepptur í gær STUTT Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FL GROUP mun á næstu misserum leggja meiri áherslu á fjárfestingar í óskráðum fyrirtækjum en á hluthafa- fundi félagsins í gær sagði nýráðinn forstjóri þess, Jón Sigurðsson, að FL Group hefði brennt sig illa á stórum stöðutökum í skráðum félögum. Unn- ið yrði að því að minnka markaðs- áhættu með fjárfestingum í óskráðum eignum. Um helmingur eignasafns FL Gro- up, miðað við markaðsvirði, liggur í Glitni banka og Tryggingamiðstöð- inni. Fjórðungur eignasafnsins er í skráðum félögum, innlendum sem er- lendum og annar fjórðungur í óskráð- um eignum. Stór hluti síðastnefnda þáttarins kemur til vegna nýaf- greiddra kaupa FL Group á hlutum Baugs Group, og dótturfélaga Baugs, í nokkrum fasteignafélögum. Félögin sem um ræðir eru Landic Property, Fasteignafélag Íslands, Þyrping og Eikarhald. Fjárhagsstaðan bætt Samþykkt var á fundinum að veita stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé þess um allt að 3.659.265.291 kr. að nafnverði með útgáfu nýrra hluta á genginu 14,7 til að efna kaup- samninginn við Baug Group, en mið- að við þetta gengi er virði hins nýja hlutafjár tæpir 54 milljarðar króna. Í gær hófst útboð á hluta þessa nýja hlutafjár til fagfjárfesta, en ætlað er að selja til þeirra hluti fyrir 10-15 milljarða að markaðsvirði. Þá er gert ráð fyrir forgangsréttarútboði til hluthafa að fjárhæð allt að þremur milljörðum króna fyrir lok fyrsta árs- fjórðungs 2008. Í greinargerð stjórnar með tillög- unni segir að með viðskiptunum sé fé- lagið að styrkja enn frekar eignasafn sitt og séu kaupin liður í stefnu félags- ins að auka vægi óskráðra eigna í starfseminni. Kom fram í máli Jóns að vegna lækkana á gengi skráðra fé- laga, sem FL Group á, eða átti, hlut í, hafi fjárhagsstaða félagsins verið orð- in slík að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða. Ný stjórn kjörin Einn möguleikinn hefði verið að selja eignir til að bæta stöðuna en slíkar aðgerðir hefðu ekki verið félag- inu hagfelldar. Að vísu hafi ákveðnar stöður verið losaðar, t.d. eign FL Gro- up í bandaríska flugfélaginu AMR. Almennt hafi þó stjórn og stjórnend- ur félagsins talið heppilegra að fara þá leið sem ákveðin var með kaup- unum á fasteignafélögunum, sem áð- ur greinir. Meðal annarra aðgerða til að bæta fjárhagsstöðu félagsins nefndi Jón að stefnt væri að lækkun rekstrarkostn- aðar FL Group um 30-35% á næsta ári, og næðist það markmið meðal annars með því að loka skrifstofu fé- lagins í Kaupmannahöfn og flytja starfsemi sem þar hefur farið fram til skrifstofu félagsins í Lundúnum. Þá var á fundinum kjörin ný stjórn FL Group, en sjálfkjörið var í stjórn- ina. Nýja stjórn skipa þau Gunnar S. Sigurðsson, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Edwald, Pálmi Haraldsson, Þórður Már Jó- hannesson og Þorsteinn M. Jónsson. Varamenn eru Peter Mollerup og Smári S. Sigurðsson. FL Group leggi meiri áherslu á óskráðar eignir Forstjóri FL Group segist munu minnka rekstrarkostnað um 30-35% á næsta ári Markaðsáhætta Jón Sigurðsson sagði að félagið hefði brennt sig illa á stórum stöðutökum í skráðum félögum. Í HNOTSKURN » FL Group á rætur sínar aðrekja til flugfélagsins Flug- leiða, en tók upp núverandi nafn hinn 10. mars 2005. » Aðskilnaður FL Group ogIcelandair Group varð svo að veruleika 16. október 2006, en fjárfestingarhlutur félagsins fylgdi þá FL Group, en flug- rekstur Icelandair. » Hannes Smárason var ráð-inn forstjóri FL Group í októ- ber 2005, en hafði áður starfað sem stjórnarformaður þess og þar áður sem stjórnarmaður. Morgunblaðið/Ómar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.