Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT JAN Reksten, aðmíráll og yf- irmaður sameiginlegra aðgerða allra deilda norskra varna og um leið aðgerða á erlendri grundu, þ. á m. Afganistan, varð á fimmtu- dag að segja af sér í kjölfar spill- ingarmála. Reksten og annar, háttsettur yfirmaður, Arne Mor- ten Grønningsæter, sem einnig var rekinn, þágu ókeypis golf- ferðir af Siemens-fyrirtækinu sem er stór viðskiptavinur norska hersins. Alls sæta nú 15 aðilar, ein- staklingar og fyrirtæki, ákærum í málinu en herforingjarnir eru sagðir hafa fengið mútur fyrir að liðka fyrir kaupum á hátæknivör- um og þjónustu frá Siemens. Aft- enposten segir einnig að í leyni- legri skýrslu sé sagt að tveir háttsettir menn í hernum hafi far- ið á kynlífs- klúbba í Amst- erdam og tæknifyrirtækið Thales Norway greitt reikning- inn. Haft er eftir blaðinu Dagens Næringsliv að mönnunum hafi verið boðið á staðina, sem báðir eru í „Rauðuljósa hverfinu“ svo- nefnda í Amsterdam, í tengslum við viðskiptasamninga. Annar staðurinn bjóði upp á fatafelluat- riði og sýnd séu kynmök á sviði. Heimsóknirnar eru sagðar hafa kostað 7000 norskar krónur, um 80 þúsund ísl. kr. „Andvirði þess- arar þjónustu er fullhátt sé miðað við það sem starfsmenn hersins mega taka við,“ segir í skýrslunni. Háttsettir herforingjar í Noregi reknir fyrir spillingu FORSETAR Rússa og Hvít-Rússa, Vladímír Pútín og Alexander Lúk- ashenkó, hétu því á fundi í Minsk að auka samstarf þjóðanna í varnar-, efnahags- og utanríkismálum. Þeir gáfu ekki til kynna að miðað hefði í átt að samruna landanna. Pútín í Minsk NORSKI herinn tók í gær við eft- irliti með lofthelgi Eystrasaltsríkj- anna þriggja við landamærin að Rússlandi. Við eftirlitið verða not- aðar fjórar norskar orrustuþotur af gerðinni F-16. Lönd NATO hafa skipst á um að annast eftirlitið. Tekur við eftirliti ÞING New Jersey hefur samþykkt með 44 atkvæðum gegn 36 að af- nema dauðarefsingar. New Jersey varð þar með fyrsta sambandsríkið í Bandaríkjunum til að afnema dauðarefsingar frá því að hæsti- réttur landsins heimilaði þær að nýju árið 1976. Bannar aftökur LEIÐTOGAR ríkja Evrópusambandsins buðust í gær til að flýta viðræðum við Serbíu um hugsanlega aðild landsins að samband- inu. Litið er á tilboðið sem tilraun til að stuðla að friði á Balkanskaga nú þegar flest bendir til þess að Kosovo lýsi yfir sjálfstæði frá Serbíu. Aðstoðarforsætisráðherra Serb- íu, Bozidar Djelic, sagði að stjórn landsins vildi flýta viðræðunum við ESB en ekki kæmi til greina að tengja þær deilunni um framtíð Kosovo. Leiðtogar ESB-landanna samþykktu einn- ig á fundi í Brussel að senda 1.800 manna ör- yggissveitir til Kosovo til að aðstoða starfslið Sameinuðu þjóðanna sem er þar fyrir. ESB reynir að semja við Serba Leiðtogar ESB sitja fyrir. STUTT Balí. AP, AFP. | Fulltrúar Evrópu- sambandsins, Bandaríkjanna og fleiri landa reyndu að ná sam- komulagi á ráðstefnu aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) á Balí í gær. Nokkrir fulltrúanna sögðust í gærkvöldi vera vongóðir um að málamiðl- unarsamkomulag næðist áður en ráðstefnunni lyki í dag. Yvo de Boer, framkvæmdastjóri UNFCCC, sagði að samninga- viðræðurnar hefðu gengið hægar en hann hefði búist við en kvaðst telja að samkomulag væri í sjónmáli. Vonast var til að á ráðstefnunni á Balí yrði lagður grunnur að sam- komulagi um hvað tæki við þegar Kyoto-bókunin um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda félli úr gildi í lok árs 2012. Stefnt er að því að ljúka samningaviðræðunum í Kaupmannahöfn árið 2009. Deilt um tillögu ESB Á ráðstefnunni var einkum deilt um þá tillögu Evrópusambandsins að iðnríkin stefndu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25-40% fyrir árið 2020, miðað við losunina eins og hún var 1990. Fulltrúar Bandaríkjanna og fleiri landa lögðust gegn þessu og sögðu að hvert ríki fyrir sig ætti að ákveða sjálft hversu mikið það legði af mörkum í þessum efnum. Í drögum að samkomulagi, sem rædd voru í gærkvöldi, var þessi til- laga ESB ekki í megintextanum heldur vísað til hennar í neðanmáls- grein. Það markmið að draga úr losuninni um 25-40% fyrir árið 2020 var aðeins sagt ná til þeirra ríkja sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Bandaríkin eru því undanskilin þar sem þau eru eina iðnveldið sem hef- ur ekki staðfest bókunina. Umhverfisráðherra Þýskalands, Sigmar Gabriel, sagði að einnig hefði verið deilt um þá kröfu Bandaríkjanna og fleiri landa að þróunarlönd skuldbyndu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda eins og iðnríkin. Reynt að semja um málamiðlun á Balí Í HNOTSKURN » Umhverfisverndarsamtöksökuðu Bandaríkjastjórn um að spilla fyrir baráttunni gegn loftslagsbreytingum: » „Bandaríkin hegða sér einsog farþegar á fyrsta farrými, halda að stórslys á ódýrasta far- rými hafi ekki áhrif á þau.“ AP Strax í dag Jacqueline Cramer, umhverfisráðherra Hollands, á loftslagsráðstefnunni á Balí í gær. Á spjaldinu er hvatt til tafarlausra aðgerða til að draga úr losun lofttegunda sem taldar eru valda loftslagsbreytingum. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MIKIÐ hefur verið um notkun á sterum í bandaríska hornaboltanum árum saman og menn sem notað hafa lyf er bæta frammistöðuna hafa verið í öllum 30 liðum úrvals- deildarinnar (MLB). Kemur þetta fram í skýrslu rannsóknarnefndar sem George Mitchell, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður úr röðum demókrata, fór fyrir. Mitchell hvet- ur til þess að lyfjaeftirlit verði hert í hornaboltanum og að það verði falið aðilum utan deildarinnar. „Í meira en áratug hefur notkun á ólöglegum efnum verið útbreidd í [MLB], þvert á alríkislög og stefnu deildarinnar. Fyrstu viðbrögð deild- arinnar voru sein og framan af ómarkviss en þau fóru að hafa meiri áhrif eftir að slembikannanir af hálfu eftirlitsmanna voru gerðar að skyldu árið 2002,“ sagði Mitch- ell. Alls eru nær 80 leikmenn nafn- greindir í skýrslunni og eru þar á meðal stjörnur á borð við Barry Bonds og Roger Clemens, lands- þekkta hornaboltamenn. Óvíst er hvaða refsingu, ef nokkra, starfandi leikmenn munu fá verði sannað að þeir hafi notað ólöglegu efnin. Mitchell leggur til að ekki verði reynt að eltast við gömul brot held- ur lögð áhersla á að stöðva notk- unina. Bonds, sem leikur með San Francisco Giants, var í liðinni viku ákærður fyrir að hafa árið 2003 log- ið eiðsvarinn að kviðdómi sem kannaði notkun á sterum. Bonds sagðist þá ekki hafa nokkurn tíma vitandi vits notað efni af þessu tagi og í gær vísaði hann á bug ásök- unum um að hann hefði notað stera frá fyrirtækinu Balco. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, er sagt að ekki sé hægt að finna merki um sterann í líkama þess sem hefur notað hann. Yfirmaður MLB, Bud Selig, hratt rannsókninni úr vör í fyrra eftir að út kom bók þar sem gefið var í skyn að áðurnefndur Bonds notaði ólögleg efni. Sagðist Selig á blaða- mannafundi vera sammála öllum til- lögum nefndarinnar. Aðdáendur hornabolta ættu skilið að sjá „leiki þar sem allir sitja við sama borð, þar sem allir keppendur fara eftir settum reglum“. Reuters Steranotandi? Barry Bonds á leið í yfirheyrslu í San Francisco. Mikið um ólögleg lyf í hornaboltanum Rannsóknarnefnd Mitchells leggur til að eftirlit verði hert og falið aðilum án tengsla við úrvalsdeildina bandarísku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.