Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Ímyndunum er oft þungt myrk-ur, mikil sverta, og út úr þess-um massíva svarta tóni dregur hann háljósin; þar er jafnan aðal- atriðið að finna, oftast andlit, stundum bara hendur, og þegar best tekst til er þetta áhersluatriði sem augun grípa, svo listalega vel staðsett á fletinum að engu má hnika til. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari er annar höfundur bókar sem mér finnst með þeim athygliverðustu þetta árið. Þeir Pétur Blöndal blaðamaður hafa sett saman Sköp- unarsögur með viðtölum við 12 höf- unda. Þáttur Péturs í verkinu er af- ar vandaður, en mér finnst engu að síður ástæða til að varpa ljósi á verk hins hljóðláta ljósmyndara, manns sem ég vil kalla meistara portrett- sins hér á landi um þessar mundir.    Ljósmyndasagan geymir margasnjalla ljósmyndara sem hafa eftirminnilega helgað sig portrett- inu. Nadar, Julia Margaret Came- ron, Karsh, Arnold Newman. Svo öll hin sem hafa tekið stórkostleg portrett samhliða öðrum myndum: Avedon, Penn, Bill Brandt, Arbus, Mary Ellen Mark og Cartier- Bresson, svo ég tíni til nokkra af mínum eftirlætis portrettljósmynd- urum. Íslenska ljósmyndasagan er fátæklegri en við getum flaggað nokkrum afar góðum; Jóni Kaldal, Sigfúsi Eymundssyni, Pétri Brynj- ólfssyni, Sigríði Zoega, Ólafi K. Magnússyni. Og fleirum. En Krist- inn Ingvarsson er þarna í liðinu með þeim.    Ég tel mig getað talað af tals-verðri þekkingu um ljós- myndun Kristins, enda var hann kominn til starfa á ritstjórn Morg- unblaðsins þegar ég sneri heim frá námi fyrir 12 árum. Áður var hann á Þjóðviljanum, eftir að hann lauk sínu ljósmyndanámi í London. Þar úti lagði hann strax stund á port- rettið og útskriftarsería hans, af breskum aðalsmönnum, er löngu þekkt. Enda keypti ekki ófrægara safn en National Portrait Gallery hluta af myndröðinni. Eftirlæt- isljósmyndarnir, og kemur ekki á óvart, þeir Newman og Brandt.    Áhugamál Kristins í ljósmynduner fyrst og fremst portrettið, og þótt hann leysi iðulega listavel verkefni sín í lit, þá er styrkurinn samt mestur í því svarthvíta. Þar nær þessi einstaka formskynjun hans og fína, kurteislega tilfinning fyrir fyrisætunni að njóta sín best. Ég sakna þess að sjá ekki meira af þessum svarthvítu portrettum hans hér í blaðinu; þau eru hluti af því besta í íslenskri myndverkasköpun. Árið 2005 var sett upp glæsileg sýning á portrettum Kristins í Þjóð- minjasafninu, sýning sem naglfesti hann á heiðursveggnum. Engu að síður tel ég þessa portfólíu, sem tekin var sérstaklega fyrir Sköp- unarsögur, ennþá heildstæðari en verkin á sýningunni 2005. Hér eru nokkrar myndir af hverju skáldi, oft myndir af þeim við vinnu eða heima, í sínu nánasta umhverfi, og svo önnur portrett af höndum; myndir sem eru afar ljóðrænar og bæta við heildarmyndina. Og svo eru nokkur meistaraverk. Þor- steinn Gylfason strekkir á húðinni við augað - nokkrum dögum síðar var hann allur; Guðrún Eva Mín- ervudóttir rennur saman við tré; það mótar fyrir Elíasi Mar í myrkr- inu, og þessir ofur löngu fingur. Það er erfitt að gera betur. Andlit sem birtast í myrkrinu AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson »Mér finnst ástæða tilað varpa ljósi á verk hins hljóðláta ljósmynd- ara, manns sem ég vil kalla meistara portrett- sins um þessar mundir. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Ljós í myrkri Ein af ljósmyndum Kristins í Sköpunarsögum; Elías Mar og hans löngu fingur. efi@mbl.is „FÁTT veit ég eins fagurt og grjót / fjölbreytni þess óendanleg / á ísa köldu landi,“ yrkir Gísli Sig- urðsson, fyrrum ritstjóri Les- bókar Morg- unblaðsins, í fal- lega útgefinni bók sinni, Ljóðmyndalindum. Hér leggur Gísli saman í hverja opnu málverk og ljóð, þar sem ljóðið varp- ar ljósi á myndverkið, skýrir það og bætir við, og úr verður persónulegur heimur skoðana, upplifana og sögu- skýringa. Gísli hélt sína fyrstu mál- verkasýningu í Bogasal fyrir 40 ár- um og hefur síðan sýnt myndir sínar reglulega, samtímis því að hann var í 33 ár ritstjóri Lesbókarinnar. Á þeim tíma birti hann fjölda ljóða, eft- ir kunn skáld og ókunn, en birti aldr- ei frumort ljóð, fyrr en í fyrra, í fjórða bindi hins vandaða bókaflokks síns Seiður lands og sagna. Í Ljóðmyndalindum eru á sjötta tug ljóða. Þau eru stuðluð en sjaldan rímuð, afslöppuð og talmálsleg í tækni, sjaldnast upphafin. Skáldið er gjarnan í búningi sögumannsins, rétt eins og í málverkunum, sem eru mörg hver bókmenntaleg og vísa í persónur sagnanna, eins og Þórð ka- kala, Snorra Sturluson og Egil Skallagrímsson. Í mörgum mynd- verkanna, sem eru expressjónísk og brotakennd í stíl, notar hann kalli- grafíu og orð flæða yfir hluta mynd- anna, eins og í þungbúnu verki sem fylgir endurminningu smaladrengs frá Kili árið 1944, í hugleiðingu um Bólu-Hjálmar í Nýjabæ, í ljóði um Jón eldklerk og annari ljóðmynd frá afrétti Tungnamanna, Dagbók frá Innri-Skúta. Þessi notkun Gísla á orðum í málverkunum skapar enn sterkari tengingar milli mynda og texta. Gísli er fæddur í Úthlíð í Bisk- upstungum og Tungurnar og afrétt- urinn eru nærri í bókinni, ekki síst í sumum persónulegustu ljóðum bók- arinnar. Þar er hugsað til fólks og náttúru, sem er hrjóstrug en tign- arleg, skáldið vottar hinu smáa virð- ingu sína og kallar fram andblæ minninganna. Ort er um Vegtorfu- steininn sem Tómas bóndi í Bratt- holti lét „fljúga aftur af öxlinni,“ og Steini bóndi í Helludal er sóttur heim, en oft biðu þeir saman „eftir mjólkurbílnum á Múlamel / með bakið í vindinn, / börðum okkur og þögðum. / Í þessu leikriti / voru lang- ar þagnir.“ Ort er um Úthlíðarkirkju sem fauk, afdrif Reynistaðarbræðra á Kili, falleg er stemningin í ljóðinu þar sem Gísli yrkir um mág sinn, Greip Sigurðsson heitinn, sem leiddi landgræðslu á Haukadalsheiði, og svo er það fegurð íslenska grjótsins sem hann upphefur og beinir um leið sjónum að fjallarananum Jarlhett- um undir Langjökli: „Ekkert eigum við syðra / eins fagurt og þessa fjallasýn / sem fylgir manni lífið á enda.“ Áhugamál Gísla birtast mörg hver í Ljóðmyndalindum; málaralistin og bókmenntirnar, listasagan, sagn- fræði og náttúran. Síðustu ár hafa verið honum gjöful í sköpuninni og í þessu einlæga verki slær hann ekk- ert af. Orð flæða um myndir Einar Falur Ingólfsson BÆKUR Ljóð og málverk Eftir Gísla Sigurðsson. Skrudda, Reykjavík 2007. 112 bls. Ljóðmyndalindir Gísli Sigurðsson VATNSLITAMYNDIRNAR í bók Bergljótar Arnalds um Gralla gorm og dýrin í Afríku eru með þeim líf- legri og fallegri sem sjást í barna- bókum. Þrír lista- menn í Kongó hafa gert mynd- irnar, sem ein- kennast af lífs- gleði og natni en aldrei er neinu ofaukið. Börn frá þriggja ára og upp úr ættu að hafa mjög gaman af þessari bók; bæði af því að skoða myndirnar og heyra vel skrifað æv- intýrið um hvernig músin Gralli og töfrateppið Háfleygur bjarga norn- inni sinni í frumskógum Afríku. Saman eru þeir hugrakkir og út- sjónarsamir en oft hræddir þegar þeir eru hætt komnir. Í formála seg- ir Bergljót frá því að hafa skrifað bókina eftir ferðalag um Afríku. Þar kynntist hún því vel hvernig dýr og landsvæði eru í útrýmingarhættu af manna völdum og fjallar sagan fyrst og fremst um það. Enginn er óhultur fyrir gráðugum veiðimönnum sem fara jafnvel á nornaveiðar ef það býðst. Bergljót gerir það sama hér og í fyrri bókum sínum; hún fræðir börnin af hugsjón, sveipaðri töfrum þrunginni lífsgleði. Töfrum þrungin lífsgleði Hrund Ólafsdóttir BÆKUR Barnabók Eftir Bergljótu Arnalds. Teikningar eftir Baelo, Kasereka og Shongo. JPV, Reykjavík 2007. 45 bls. Gralli gormur og dýrin í Afríku Bergljót Arnalds Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í tvívíðri myndlist við myndlistardeild. Undir stöðuheitið háskólakennari flokkast fastráðnir akademískir starfsmenn skólans: lektorar, dósentar og prófessorar. Umsækjendur skulu vera starfandi myndlistarmenn á sviði tvívíðrar myndlistar, nánar tiltekið á sviði málunar, teikningar og/eða skyldra miðla. Þeir skulu hafa meistaragráðu eða sambærilega háskólagráðu á sínu sviði eða jafngilda þekkingu og reynslu. Jafnframt skulu þeir hafa kennt myndlist á háskólastigi og hafa góða þekkingu á starfsemi háskóla. Leitað er að listamanni sem vinnur með miðilinn á framsækinn hátt, og hefur yfirgripsmikla þekkingu á straumum og stefnum í samtímamyndlist. Umóknarfrestur er til mánudagsins 14. janúar 2008. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í tvívíðri myndlist www.lhi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.