Morgunblaðið - 15.12.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 15.12.2007, Síða 28
Morgunblaðið/Kristján Höfuðból Nýr eigandi Grundar hyggst efla búskapinn. LJÓSABORG, félag í eigu Guðjóns Sigfússon- ar verkfræðings á Selfossi, hefur keypt hið forna höfuðból Grund í Eyjafirði. Þar verður áfram rekið myndarlegt mjólkurbú að sögn nýja eigandans, og hann kveðst hafa ýmsar hugmyndir varðandi búskap þar í framtíðinni. Um er ræða jarðirnar Grund I og Grund II. Með í kaupunum fylgja öll hús, vélar, tæki, bú- stofn og mjólkurframleiðsluréttur, en Grund- arkirkja fylgir ekki með. Guðjón hefur þegar ráðið bústjóra og aðstoðarmann og taka þeir við búinu strax. Á Grund eru um 90 kýr og framleiðslurétturinn um 370 þúsund lítrar. „Frændi minn býr rétt hjá, á Hrafnagili. Hann er með rúmlega 900 þúsund lítra framleiðslu- rétt og það verður ákveðin samvinna á milli okkar. Til samans eru búin nokkuð stór,“ sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrirtækið Ljósaborg á og rekur fasteignir en Grund er fyrsta býlið sem það eignast. Landið sem félagið keypti er alls um 300 hekt- arar. Guðjón segist líta á kaupin sem góða fjár- festingu en hann hafi mikinn áhuga á að efla búskapinn. „Svæðið er mjög vaxandi og spenn- andi tímar framundan á ýmsan hátt. Margar nýjungar eru mögulegar; þess vegna keypti ég jörðina. Fyrsta skrefið er að styrkja búskap- inn og renna frekari stoðum undir hann. Svo látum við verkin bara tala.“ Grund er á meðal kunnustu höfuðbóla hér á landi. Þar bjuggu m.a. Sturlungar á 13. öld og Sighvatur Sturluson fór frá Grund til Örlygs- staðabardaga. Magnús Sigurðsson, bóndi og verslunarmaður, kom að Grund árið 1874 og keypti smám saman alla jörðina. Dóttir hans er Aðalsteina Magnúsdóttir, fædd 1925 og uppalin á Grund. Hún bjó þar lengi og hefur átt jörðina þar til nú. „Spennandi tímar framundan“ Guðjón Sigfússon, verkfræðingur á Selfossi, hefur keypt jörðina Grund 28 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SEX verkalýðsfélög í Eyjafirði af- hentu í gær Mæðrastyrksnefnd Ak- ureyrar styrk að upphæð 1,1 milljón króna. Jóna Berta Jónsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Mæðrastyrksnefndarinnar en fyrsti úthlutunardagur hennar er í dag. Í ávarpi við athöfnina lýsti Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar- Iðju, yfir þakklæti fyrir hönd félag- anna sex fyrir það mikla og góða starf sem unnið væri í nefndinni. „Það er mikil gæfa að eiga að þær konur sem í Mæðrastyrksnefndinni starfa og eru tilbúnar að leggja mikla vinnu af mörkum til þess að rétta hjálparhönd þeim sem á þurfa að halda til þess að geta búið sér og sínum gleðilega jólahátíð. Það er sárt til þess að hugsa að leggja þurfi til háar upphæðir til að mæta þörfum þessara einstaklinga,“ sagði Björn. Mikill stuðningur Í dag, laugardag, er fyrsti dagur úthlutunar hjá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar sem nú er til húsa í Íþróttahöllinni, gengið inn að vestan. Jóna Berta sagði að mikið hefði verið að gera hjá nefndarmönnum undan- farið því þörfin væri mikil, of mikil eins og oft áður. „Það eru mjög margir sem vilja leggja okkur lið nú fyrir jólin, fleiri en oft áður og ég vil þakka öllum fyrir þann góða stuðn- ing sem við höfum fengið. Við gætum ekki gert þetta ef þið og aðrir á svæðinu hefðuð ekki sýnt slíkan samhug í verki,“ sagði Jóna Berta og vakti athygli á því að nefndin aðstoð- aði fólk um allan Eyjafjörð og starf- aði allan ársins hring. Úthlutað verð- ur 15. til 20. desember frá kl. 10 til 18, „en þó svo að við auglýsum ákveðinn tíma til umsókna vegna að- stoðar fyrir jólin munum við ekki neita fólki sem á aðstoð þarf að halda og hefur samband við okkur eftir þann tíma. Ábendingar eru einnig vel þegnar ef fólk veit um einhvern sem þarf aðstoð en af einhverjum ástæðum getur ekki óskað eftir henni,“ segir Jóna Berta. Á mynd- inni er hún ásamt fulltrúm fé- lagannna sem gáfu nefndinni féð. Gáfu Mæðra- styrksnefnd eina milljón NÝTT húsnæði á þremur hæðum var í gær formlega tekið í notkun í Suðurálmu Sjúkrahússins á Ak- ureyri, á ársfundi stofnunarinnar. Í álmunni verður m.a. barna- og unglingageðdeild, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkraflutningaskól- inn, móttaka fyrir sykursjúka, skrifstofur sjúkrahússins og kap- ella, en hún var einmitt vígð í gær. Þrettán ár eru síðan hafist var handa við byggingu þessarar nýju álmu en það var þáverandi heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra Sighvatur Björgvinsson sem tók fyrstu skóflustunguna í júlí 1994 en alls hafa fimm heilbrigð- isráðherrar sinnt því embætti síð- an framkvæmdir hófust þar til nú að verkinu er lokið. Neðsta hæðin var tekin í notkun í lok árs 2005 en hinar tvær á þessu ári. „Ljóst er að þessar fram- kvæmdir hafa tekið allt of langan tíma, eða rúm 13 ár. Í því er engin skynsemi og engin hagkvæmni,“ sagði Halldór Jónsson, forstjóri Sjúkrahússins, á fundinum í gær. „Við höfum lengi beðið eftir bættri aðstöðu og þetta hús breytir miklu. Bætt aðstaða, betra vinnuumhverfi og betri tækjabúnaður, gefur okk- ur möguleika til að auka og bæta þjónustuna. Það hefur sannanlega verið að gerast hér hjá okkur.“ Langþráður draumur rættist í gær þegar kapella var tekin í notk- un á sjúkrahúsinu. „Sá draumur á sér langa sögu,“ sagði Halldór við vígslu hennar í gærmorgun. „Margir hafa óskað þess að slík að- staða væri á sjúkrahúsinu og margir hafa lagt þessu ómetanlegt lið og stuðlað að því að í dag getum við vígt kapellu. Með tilkomu Suð- urálmunnar og endurskipulagn- ingu á nýtingu þess húsnæðis varð samkomulag um að þetta húsnæði hér hentaði vel fyrir kapellu. Trúarleg þjónusta er mik- ilvægur þáttur í heildrænni umönnun hvers manns. Þannig er komið til móts við andlegar og trúarlegar þarfir, auk hinna lík- amlegu. Kapellan verður aðgengi- leg sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki í erli dagsins, auk þess sem hún gefur fallega umgjörð um helgihaldið. Kapellan er fallega búin munum sem félög og ein- staklingar hafa gefið. Munar þar mest um gjöf Rebekkustúkunnar nr. 2 Auðar IOOF á Akureyri,“ sagði Halldór. Í kapellunni eru einnig eldri munir sem áður voru notaðir í kennslustofu á 2. hæð en hún var notuð sem kapella við helgihald og skírnir. Allir munirnir eru unnir af lista- og hagleiksfólki á Akureyri og í nágrenni. Stór hluti nýju mun- anna er unninn úr eik sem upp- haflega var ætluð til skipasmíða. Á ársfundinum í gær voru heiðr- aðir átta starfsmenn FSA sem látið hafa af störfum vegna aldurs frá síðasta aðalfundi í maí 2006. Allt eru það konur, með samanlagt um það bil 250 ára starfsreynslu á stofnuninni! Þær eru: Amalía Jóns- dóttir, starfsmaður í Seli, Auður Ólafsdóttir sjúkraliði, Halla Lilja Jónsdóttir, starfsmaður á sauma- stofu, Heba Ásgrímsdóttir ljós- móðir, Hildur M. Egilsdóttir, starfsmaður í eldhúsi, Inga S. Magnúsdóttir ljósmóðir, Val- gerður Franklín forstöðulífeinda- fræðingur og Vilborg G. Þórð- ardóttir hjúkrunarfræðingur. Suðurálman formlega tekin í notkun og nýja kapellan vígð Þrettán ár eru síðan ráðherra tók fyrstu skóflustungan að byggingunni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kvaddar með virktum Sex af átta starfsmönnum sem heiðraðir voru sátu ársfundinn í gær. Frá vinstri: Halldór Jónsson forstjóri, Vilborg Guðrún Þórð- ardóttir, Valgerður Franklín, Inga Magnúsdóttir, Heba Ásgrímsdóttir, Auður Ólafsdóttir, Amalía Jónsdóttir og Bjarni Jónasson starfsmannastjóri. Nærri 250 ára starfsreynsla Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Góð aðstaða Í nýju kapellunni. Frá vinstri: Séra Guðrún Eggertsdóttir sjúkrahúsprestur, Valgerður Valgarðsdóttir djákni og séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, sem vígði kapelluna í gærmorgun. JÓLASÖNGVAR Kórs Akureyrar- kirkju verða á morgun, sunnu- dag, kl. 17 og 20 í kirkjunni. Á efn- isskránni er Messe de minuit, messa byggð á jólalögum eftir franska barokk- tónskáldið Marc- Antoine Charpentier. Einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Elvý G. Hreinsdóttir, Sigrún Arna Arngrímsdóttir, Michael Jón Clarke og Haraldur Hauksson. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur á orgel og stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jóla- sálmana fyrir jólin því auk kórsöngs og einsöngs verður mikill almennur safnaðarsöngur. Jólasöngvarnir hafa notið mikilla vinsælda á undanförn- um árum og eru kirkjugestir hvattir til að mæta tímanlega. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Jólasöngvar Kórs Akur- eyrarkirkju Eyþór Ingi Jónsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.