Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eyrarbakki | Séra Úlfar Guð- mundsson, sóknarprestur á Eyrar- bakka, lætur af störfum prófasts í Árnesprófastsdæmi um áramótin eftir að hann sinnt starfinu síðustu 10 árin samhliða prestsstörfum sínum. Nýr prófastur verður vænt- anlega skipaður af biskupi Íslands á næstu dögum. Séra Úlfar vígðist til Ólafs- fjarðar 1972 en hefur nú verið sóknarprestur í Eyrarbakka- prestakalli í rúm 27 ár. Ánægður í starfi „Ég hef alla tíð verið ánægður í starfi og er sannfærður um að prestsstarfið er mikilvægt og það reynir á ýmsa þætti hjá manni sjálfum að gegna því vel. Starfið er fjölbreytt og við erum með fólki bæði í gleði og sorg og svo fjöl- mörgum atvikum lífsins. Ég tel engan vafa á því að rétt og heil- brigð trú á Guð og samfélag um hann kemur öllu fólki að miklu gagni í lífinu og gefur lífsfyllingu og gleði,“ sagði Úlfar þegar hann var spurður hvernig honum hafi líkað að vera sóknarprestur í öll þessi ár. Hann er orðinn 67 ára og segist geta að hámarki verið tvo vetur til viðbótar við störf. „Mér finnst ekki eðlilegt af mér að halda jafn mikil- vægu starfi frá yngri mönnum. Ég ætla að snúa mér að því að undir- búa starfslok mín. Ég er leigjandi í prestsetri sem ég þarf að skila af mér þegar ég hætti og munum við nú gera í stand hús sem við flytjum í. Eftir að ég er hættur prófasts- störfum þarf ég heldur ekki að koma að því að velja eftirmann minn í prestakallið. Þannig að það eru mörg rök fyrir því að hætta núna í prófastsstarfi,“ sagði Úlfar. Hann bætti því við að hann ætlaði sér að starfa áfram sem sóknar- prestur, alla vega til 1. september á næsta ári. Starf prófasts „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að gegna störfum prófasts í þjóðkirkjunni svona lengi. Það hef- ur verið á margan hátt gefandi. Í prófastsdæminu eru 11 prestar, 1 djákni, 30 kirkjur og 25 sóknar- nefndir og álíka margir kirkju- garðar. Þannig að hér er margt starfsfólk og í mörg horn að líta að hafa eftirlit með störfum fólks og eignum kirkjunnar. Prófastur er fulltrúi biskups í prófastsdæminu, trúnaðarmaður biskups og ráð- gjafi. Hann er leiðtogi og verk- stjóri vígðra þjóna. Hann sér til þess að fólk njóti eðlilegrar prests- þjónustu og allt gangi rétt og vel fyrir sig. Öll ágreiningsmál, deilu- mál eða kvartanir koma fyrst til prófasts og hann reynir að finna lausnir og leiðbeina fólki. Prófast- ur er í fyrirsvari fyrir prófasts- dæmið að því er varðar sameig- inleg málefni þess gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og ein- staklingum. Hann stýrir samstarfi presta um kirkjulega þjónustu, skipuleggur sumarfrí og afleys- ingar og hann er formaður héraðs- nefndar og héraðssjóðs og heldur héraðsfundi með öllum þjónandi prestum og fulltrúum sókna og kirkjugarða í prófastsdæminu a.m.k. einu sinni á ári og oftar ef þurfa þykir. Hann fer ásamt bisk- upi með yfirstjórn kirkjugarða. Prófastur þarf að vera vel að sér um öll lög og reglugerðir og kirkjulegar hefðir og geta leiðbeint fólki og svarað spurningum þess. Hann skipuleggur gjarnan fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk kirkj- unnar,“ sagði Úlfar þegar hann var spurður um störf og skyldur pró- fasts. 36. jólin í röð Séra Úlfar segist vera jólabarn, svona svipað og aðrir. Hann segir að fæðingarhátíð frelsarans sé sér dýrmæt en að því er varðar jóla- dagana þá fara þeir mikið í vinnu hjá honum því hann messar á fimm stöðum. Þessi jól verða þau 36. sem hann messar óslitið og hefur aldrei fallið niður messa á jólum hjá honum sem hann segir mikið þakkarefni. Hann er því orðinn vanur þéttri dagskrá á jólum og það verður trúlega skrýtið fyrst eftir að hann er alveg hættur. „Ég vil biðja þjóðkirkjufólkið að þjappa sér vel saman um sína kirkju og mikilvægt hlutverk hennar. Ég er sannfærður um að það hefur verið okkar litlu þjóð mjög dýrmætt að eiga svo stóra og víða þjóðkirkju eins og verið hefur. Þar höfum við átt trausta og örugga rót sem ætti að henta flest- um og mun duga best í ölduróti komandi daga,“ sagði sóknarprest- urinn og prófasturinn á Eyrar- bakka. Úlfar Guðmundsson lætur af embætti prófasts í Árnesprófastsdæmis um áramót 27 ár í sama prestakalli Þjónusta Úlfar Guðmundsson hefur lengi verið sóknarprestur á Eyr- arbakka en lætur nú af embætti prófasts í Árnesprófastsdæmi. Í HNOTSKURN »Úlfar fór að læra guðfræðihaustið 1963 og starfaði m.a. sem lögregluþjónn í Reykjavík með náminu. »Hann var settur sókn-arprestur í Ólafsfirði 1972 og var þar fram í desember 1980. Á þeim tíma var hann skipaður biskupsritari árið 1976 en hvarf aftur til Ólafs- fjarðar og síðar Eyrarbakka. » Í Eyrarbakkaprestakallieru þrjár kirkjur, Gaul- verjabær, Stokkseyri og Eyr- arbakki. Sóknarbörnin eru rúmlega 1.300. Selfoss | Helstu framkvæmdir á vegum Sveitarfélagsins Árborgar á næsta ári verða 263 milljónir króna vegna nýs skólahúsnæðis á Stokkseyri, 105 milljónir vegna endurbyggingar og endurnýjunar Tryggvagötu á Selfossi, byggð verður sundhöll við Sunnulækj- arskóla á Selfossi fyrir tæpar 100 millj. króna, nýr leikskóli í Suð- urbyggð á Selfossi fyrir 135 millj- ónir, viðbygging við leikskólann Æskukot á Stokkseyri fyrir 52 millj. kr., nýtt gámasvæði fyrir sveitarfélagið, sem staðsett verð- ur á Selfossi, fyrir 60 millj. króna og 100 milljónir kr. vegna end- urbóta á Sundhöll Selfoss. Þar stendur til að byggja nýtt þjón- ustuhús og mun einkaaðili koma inn í þá framkvæmd. Kom þetta fram þegar fjár- hagsætlun Sveitarfélagsins Ár- borgar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni. Nýr skóli á Stokkseyri Bæjaryfirvöld hafa samið við byggingafyrirtækið Tindaborgir ehf. á Selfossi um byggingu nýs grunnskóla á Stokkseyri. Verkið var boðið út í alútboði þar sem verktakar koma með hugmynd og teikningar af heildarlausn húsnæðisins. Nýi skólinn verður tekinn í notkun haustið 2009. Hann verður um 1.800 fermetrar að stærð og heildarkostnaður er ætlaður 475 milljónir króna. Einnig hefur verið samið við Tindaborgir um að rífa gamla skólahúsnæðið á Stokkseyri þeg- ar það nýja verður tilbúið. Menningarstarfsemi efld Í greinargerð Ragnheiðar Her- geirsdóttur bæjarstjóra kemur fram að meirihluti B-, S- og V- lista leggur á árinu 2008 mikla áherslu á málefni fjölskyldna í sveitarfélaginu. Áætlunin gerir ráð fyrir markvissri uppbyggingu og eflingu starfs í þágu barna og ungmenna í sveitarfélaginu, bætt- um hag barnafjölskyldna, bættri aðstöðu fólks með heilabilun, aukinni þjónustu við aldraða og stefnumörkun og styrkingu þjón- ustu við nýbúa. Þá verður menn- ingarstarfsemi efld og unnin und- irbúningsvinna vegna framtíðar húsnæðis fyrir lista- og menningarstarfsemi, almennings- samgöngum verður komið á inn- an sveitarfélagsins, kynning- armálum komið í markvissari farveg og auknu fjármagni verð- ur varið til starfsmannamála í samræmi við starfsmannastefnu sveitarfélagsins, að því er fram kemur í greinargerðinni. Nýr skóli Framkvæmdir við nýjan grunnskóla á Stokkseyri hefjast nú á vormánuðum og er ráðgert að nýja skóla- húsið verði tekið í notkun haustið 2009. Húsið er teiknað af Valdísi Bjarnadóttur arkitekt. Þorlákshöfn | Umhverfisráðuneytið fellir ekki úr gildi starfsleyfi sem Heilbrigðisnefnd Suðurlands ákvað að veita Lýsi hf. til þurrkunar fisk- afurða í verksmiðju fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Hins vegar finnur ráðuneytið ýmislegt að ákvörðuninni og breytir tveimur atriðum í henni. Þannig er gildistími starfsleyfisins styttur úr fjórum árum í eitt og hálft ár og rennur leyfið út um mitt næsta ár. Heilbrigðisnefnd Suðurlands til- kynnti Lýsi hf. 12. desember á síð- asta ári að ákveðið hefði verið að veita fyrirtækinu starfsleyfi til fjög- urra ára vegna starfseminnar í Þor- lákshöfn. Rekstrinum fylgir lykt sem nágrannar hafa ama af og hefur Sveitarfélagið Ölfus viljað leggja starfsemina niður. Kærði sveitarfé- lagið útgáfu starfsleyfisins til um- hverfisráðuneytisins vegna van- kanta sem það taldi vera á ákvörðuninni og það gerði einnig eitt fyrirtæki og tveir einstaklingar. Þá kærði Lýsi hf. tiltekin skilyrði í starfsleyfinu. Kæfandi lykt Kærur sveitarfélagsins og ann- arra mótmælenda starfseminnar sneru meðal annars að því að veitt væri starfsleyfi til fyrirtækis sem ítrekað hefði vanrækt að ráða bót á lyktarmengun. Var því lýst að kæf- andi lykt bærist frá starfseminni þannig að á vissum tímum hefði verið nánast ólíft í nábýli við hana. Þá var því mótmælt að starfsleyfi hefði ver- ið gefið út til fjögurra ára þrátt fyrir að í kynningu á gildandi starfsleyfi hefði aðeins verið gert ráð fyrir átján mánaða starfsleyfistíma. Umhverfis- ráðuneytið tók undir þessa athuga- semd og taldi að heilbrigðisnefnd hefði verið óheimilt að víkja frá áður kynntum starfsleyfistíma án þess að kynna það sérstaklega. Ekki þótti þó tilefni til að fella ákvörðunina úr gildi en gildistími starfsleyfisins var styttur. Það þýðir að starfsleyfið fell- ur úr gildi 12. júní næstkomandi, tveimur og hálfu ári fyrr en gildandi leyfi segir til um. Lýsi hf. taldi í kæru sinni að óeðli- leg skilyrði hefðu verið sett í starfs- leyfi um lyktareyðingu með bygg- ingu þvotta- og þéttiturns sem sveitarfélagið hefur síðan synjað fyr- irtækinu um leyfi til að byggja. Synj- un sveitarfélagsins hefur verið kærð til úrskurðarnefndar byggingar- og skipulagsmála en umhverfisráðu- neytið bendir á að Lýsi sé nú óheim- ilt að koma sér upp þeim búnaði sem kveðið sé á um í starfsleyfi. Tekur ráðuneytið undir þau sjónarmið að þetta ákvæði starfsleyfisins sé í and- stöðu við meðalhófsreglu og rann- sóknarreglu stjórnsýslulaga og set- ur þann fyrirvara í starfsleyfið að lyktareyðing skuli framkvæmd í þvotta- og þéttiturni, enda fáist til þess tilskilin leyfi þar til bærra skipulags- og byggingaryfirvalda. Starfsleyfi fisk- þurrkunar Lýsis stytt um 2½ ár Hveragerði | Sérstakt herbergi fyrir MND-sjúklinga hefur verið opnað á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Ís- lands í Hveragerði (HNLFÍ). Herbergið er glæsilegt í alla staði, búið fullkomnum tækjum og öll aðstaða er þar til fyrir- myndar. Það voru Hollvinasamtök HNLFÍ undir forystu Ásmundar Friðrikssonar for- manns sem komu herberginu upp með að- stoð fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Herbergið kallast Maggýjarherbergi til minningar um Magneu Karlsdóttur úr Hveragerði sem lést úr MND-sjúkdómn- um, en það var eiginmaður hennar, Hall- dór Jónsson, og dóttir, Elísabet, sem opn- uðu herbergið formlega. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, sagði við vígslu herbergisins að lang- þráður draumur félagsins væri að rætast, nú væri búið að opna flottustu og full- komnustu aðstöðu fyrir MND-sjúklinga á Íslandi í Hveragerði. Aðstaða Halldór Jónsson og Elísabet Halldórsdóttir opnuðu formlega nýja her- bergið hjá HNLFÍ í Hveragerði. Sérstök aðstaða opnuð fyrir MND-sjúklinga Bærinn leggur 100 milljónir í endurbætur á Sundhöll Selfoss
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.