Morgunblaðið - 15.12.2007, Page 37

Morgunblaðið - 15.12.2007, Page 37
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 37 Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið í Stykkishólmi á síðustu ár- um og enn er kraftur í húsbygg- ingum. Eftirspurn er eftir lóðum. Framkvæmdir við nýja íbúðagötu, Móholt, voru boðnar út fyrir skömmu og hefur verið gengið til samninga við BB & syni um verk- ið. Gatan verður tilbúin á fyrri hluta næsta árs. Búið er að út- hluta fjórum parhúsum við þá götu og tveimur íbúðarhúsum. Frá árinu 2000 og til loka árs 2006 hafa verið byggðar 33 íbúðir í Stykkishólmi og er flatarmál þeirra samtals um 6.000 fermetr- ar. Flatarmál íbúðarhúsnæðis hef- ur aukist um 12,4% á þessum sjö árum.    Það sem vekur mesta athygli þeg- ar verið er að bera saman tímabil- ið 2000-2006 er að fasteignamat íbúða í Stykkishólmi hefur hækk- að um 94,5%. Mest hefur hækk- unin verið síðustu þrjú árin. Hús- eigendur í Stykkishólmi mega því vera ánægðir með að verðmæti eigna þeirra hefur hækkað mun meira en allar vísitölur á þessu tímabili.    Bæjarstjórn er þessa dagana að ganga frá fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs fyrir næsta ár. Bæjarstjórn kvartar yfir því að tekjur sveitar- félagsins hafa dregist saman og það þrengir að öllum fram- kvæmdum á vegum bæjarfélags- ins. Á næsta ári verður mestu fé ráðstafað til gatnaframkvæmda. Áætlað er að verja um 50 millj- ónum króna til yfirborðsfrágangs gatna og eins verða byggðar upp nýjar götur.    Kaupþing banki hf. stefnir á að hefja byggingu á nýju útibúi á næsta ári. Stykkishólmsbær hefur ákveðið að kaupa núverandi hús- næði bankans og fær það vonandi afhent seinni hluta næsta árs. Húsnæðið er þrjár hæðir og mun hýsa Náttúrustofu Vesturlands og Háskólasetur Snæfellinga. Þessar stofnanir hafa haft aðsetur í Ráð- húsinu og búið við þröngan kost. Ný húsakynni munu gjörbreyta allri vinnuaðstöðu og mun gera Náttúrustofu og Háskólasetri kleift að efla starfsemi sína. Hjá Náttúrustofu starfa fjórir starfsmenn og tveir starfsmenn hjá Háskólasetrinu.    Hólmarar bíða óþreyjufullir eftir að fá ADSL 2-tengingu í Stykk- ishólm. Tengingunni hefur verið lofað lengi og áttu heimamenn von á henni í febrúar sl., en tíminn hefur liðið og ekkert hefur gerst. Með nýrri ADSL-tengingu fæst mun meiri hraði til niðurhals í gegn um netið. Þetta er þjónusta sem stór hluti landsmanna hefur aðgang að og þykir orðið sjálf- sögð. Hjá upplýsingafulltrúa Símans fengust þær upplýsingar að öll frekari uppbygging á ADSL- kerfinu á landsbyggðinni sé í bið- stöðu. Ástæðan er sú að verið er að bíða eftir að fá skýr svör frá Póst- og fjarskiptastofnun um markaðsgreiningu á ADSL. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir getur Síminn tekið ákvörðun um með hvaða hætti verði haldið áfram uppbyggingu kerfisins. Uppfærsla á ADSL verður því ekki á næstu mánuðum á Vesturlandi. Því er útséð með að Hólmarar fá umbeðna tengingu í jólagjöf frá Símanum þetta árið.    Jólaundirbúningur er í fullum gangi hér sem og hjá öðrum landsmönnum. Bæjarbúar fylgjast vel með þróun í ljósskreytingum og eru duglegir við að tileinka sér nýjungarnar. Hús og garðar eru fallega upplýst yfir jólahátíðina. Norska húsið dregur til sín gesti á aðventunni. Búið er að skreyta húsið á öllum hæðum og koma upp sýningum sem minna á jólahátíðina. Í Norska húsinu ríkir jólaandi þar sem jólastemmingin er allsráðandi. Þangað er notalegt að koma í heimsókn og fá sér heit- an epladrykk og piparkökur og hugsanlega má ná sér í hangi- kjötsflís í eldhúsinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason Í Norska húsinu ríkir mikil jóla- stemming síðustu vikurnar fyrir jól. STYKKISHÓLMUR Gunnlaugur Árnason fréttaritari Guðmunda M. Oddsdóttir sendiVísnahorninu ráðningu á „Miðbæjarkrossgátunni“: Laugavegar ljósahaf lokkar marga í bæinn njóttu og hafðu yndi af annríkinu á daginn. Þegar kynntar voru tilnefningar til breskra verðlauna fyrir bestu kynlífslýsingu í skáldsögu vakti það minningar hjá Má Högnasyni. Hann orti á bloggi sínu: Margur þraukar einn á ástarfundi erótíkin kemur þá í ljós gott er að lesa Guðrúnu frá Lundi og gægjast inn í hlöðu eða fjós. Það má gleðjast við marga stökuna á blogginu, sem er að finna á slóðinni hognason.blog.is. Hann vekur til dæmis athygli á því að óðar nálgist það takmark að orða Eið Smára við hvert einasta lið á Bretlandseyjum: Eitt ég þekki að aumt er það lið sem Eiður er ekki orðaður við. Þegar fregnir bárust af því að Íslenskir aðalverktakar hefðu keypt heila götu í Garðabæ var Már ekki lengi að sjá við þeim: Ég kasta ekki gróða á glæ og gráðugur ýmislegt fæ. Ég eignast vil allt sem er yfirleitt falt. Næst kaupi ég Kópavogsbæ. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Erótík og Eiður Smári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.