Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 44

Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 44
44 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Setjið kerti aldrei nálægt tækjum sem gefa frá sér hita s.s. sjónvarpi. Hiti frá tæki veldur aukinni hættu á óhappi. Munið að slökkva á kertunum i Á ÞEIM 16 mánuðum sem við sjálfstæðismenn vorum í meirihluta í Reykjavík sátum við ekki aðgerða- lausir. Ég stýrði skútunni í velferð- armálum og málefnum aldraðra og beitti mér fyrir því að mörg okkar góðu verk urðu að veruleika. Eftir á að hyggja hefði ég svo sannarlega flýtt mér meira eða forgangs- raðað örðuvísi ef ég hefði vitað að okkar at- renna yrði svona stutt, í þetta skiptið. Mér finnst nauðsyn- legt að Reykvíkingar viti af okkar góðu verk- um. Þetta gerðum við meðal annars: Við sömdum við Hrafnistu og Eir um byggingu og rekstur þjónustu- og öryggisíbúða ásamt þjónustu- miðstöðvum fyrir eldri borgara í Spöng og við Sléttuveg. Við tókum ákvörðun um byggingu Menningarmiðstöðvar í Spöng. Við unnum að því að fólk gæti búið sem lengst heima með því að inn- leiða öryggissíma, gera breytingar á íbúðum, fara af stað með fyrirbyggj- andi heimsóknir fyrir 80 ára og eldri, bjóða græna heimaþjónustu og auka kvöld- og helgarþjónustu. Við gerð- um rannsókn á högum og líðan aldr- aðra Reykvíkinga og við bættum akstursþjónustu fyrir aldraða. Við sendum upplýsingabækling heim til allra eldri borgara með upp- lýsingum um þjónustu sem þeir geta nýtt sér bæði á grundvelli borg- arinnar í heild og eftir hverfum. Við lögðum áherslu á forvarna- starf með auknu fjármagni til for- varnarmála og settum af stað starfs- hóp til að innleiða forvarnarstefnuna á stofnunum borgarinnar. Við hlúðum að heimilislausum í Reykjavík. Við unnum að stefnumótun í mál- efnum utangarðsfólks af báðum kynjum. Við tryggðum rekstur Konukots með samn- ingi við Rauða Kross Íslands. Við hófum smíði sérhannaðra gámahúsa fyrir heim- ilislausa. Við sömdum við Samhjálp um rekst- ur Gistiskýlisins og opnuðum nýtt heimili fyrir heimilislausa karlmenn. Við lögðum mikla áherslu á end- urhæfingu einstaklinga og settum aukið fjármagn í átaksverkefni af ýmsu tagi. Öll eiga þau það sameig- inlegt að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og aukinnar þátttöku í samfélaginu. Við bættum stórlega ferðaþjón- ustu fatlaðra með því setja á sam- dægurspöntun ferða og gjaldfrjálsa ferðaþjónustu fyrir fatlaða fram- halds- og háskólanema. Þjónustumiðstöðvarnar voru færðar til Velferðarsviðs. Það var fyrst og fremst gert til þess að bæta þjónustu við notendur þjónustunnar, efla aðkomu þjónustumiðstöðva að kjörnum fulltrúum og gæta jafn- ræðis í þjónustunni. Ákveðið var að Barnavernd Reykjavíkur yrði áfram sérstofnun og var hún styrkt með fjölgun starfsmanna. Greiðslur með börnum í tímabundnu fóstri voru hækkaðar sem og greiðslur til stuðningsfor- eldra. Ákveðið var að félagsbústaðir keyptu 400 íbúðir á kjörtímabilinu í stað 200 íbúða eins og áður hafði staðið til. Unnið var að breytingum á óbeinum niðurgreiðslum á íbúðum Félagsbústaða í persónubundinn stuðning við leigjendur. Tekið var á móti hópi flóttafólks frá Kólumbíu sem að þessu sinni voru í einstæðar mæður, börn þeirra og eitt barnabarn. Þessi upptalning veitir innsýn í mörg þau góðu verk sem við ýmist leiddum til lykta eða settum af stað. Þessi listi er engan veginn tæmandi og margt fleira var gert og lagt upp með að gera. Við sjálfstæðismenn getum verið stoltir af störfum okkar í þágu Reyk- víkinga þann stutta tíma sem við höfðum. Vonandi eigum við eftir að fá annað tækifæri til að gera enn betur í þessum málaflokki sem og svo mörgum öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði átak í velferð borgaranna Við getum verið stolt af störf- um okkar í þágu Reykvíkinga, segir Jórunn Ósk Frímanns- dóttir Jensen » Við lögðum miklaáherslu á forvarnir og endurhæfingu fyrir unga sem aldna og juk- um fjármagn til for- varnamála og átaks- verkefna af ýmsu tagi. Jórunn Frímannsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og fyrr- verandi formaður Velferðarráðs. ÞEIR Landsvirkjunarmenn kunna þá list að umgangast sann- leikann. Töfrafoss í Kringils- árrana er kominn á kaf í Hálslón samkv. viðtali við Völund Jó- hannesson á Egils- stöðum í Mbl. 24. nóv. Líklega kemur það fleirum en undirrit- uðum á óvart miðað við upplýsingar Landsvirkjunar í ræðu og riti, að foss- inn færi aðeins hálfur í kaf, þegar mest yrði í lóninu. En nú er sem sagt annað komið í ljós og orð þeirra harla lítils virði. Í framhaldi af þessu birtist svo í Mbl. sérkennilegt yfirklór Sigurðar Arnalds, aðal áróðursmeistara Landsvirkjunar, þar sem hann lýsir yfir „að upplýsingar um að Töfra- foss færi undir lónið hafi alltaf legið fyrir … og Landsvirkjun aldrei haldið öðru fram en að svo yrði“. Vitnar hann í matsskýrslur máli sínu til stuðnings. Eitthvað virðist áróðursmeist- aranum hér hafa brugðist boga- listin, enda veit hann, að fæstir lesa matsskýrslur til hlítar. Svo virðist sem Landsvirkjun hafi kosið að leika tveimur skjöld- um í þessu máli. Hún hefur látið í veðri vaka, að fossinn kynni að halda sér að hluta. Eða hvers vegna annars skyldi fólk hafa staðið í þeirri meiningu? Ef hér var um misskilning að ræða, eins og Sigurður Arn- alds ýjar að, hví var þá Landsvirkjun ekki bú- in að leiðrétta þann misskilning, ef henni er svona annt um sannleikann. Nú þegar virkj- unarframkvæmdum er lokið, má sannleik- urinn koma í ljós. Hér var auðvitað ekki verið að blekkja fólk. Hvað finnst nú Hér- aðsbúum og Austfirðingum um þetta mál? Treysta þeir Landsvirkjun áfram, t.d. í sambandi við fram- kvæmdirnar, sem enn er ólokið. Gæti ekki hugsast, að hið marg- nefnda Ufsarlón neðan Eyjabakka- foss kunni að teygja sig aðeins upp yfir fossbrúnina og inn á Eyja- bakkasvæðið, sem þó er sagt að eigi að vernda. Hver verða örlög fagurra fossa í Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá, munu þeir verða meira og minna eyðileggingunni að bráð? Hvað er að gerast á Hraunum, þar sem verið er að mynda stórt uppistöðulón og umturna mörgum ám? Væri ekki skynsamlegt að krefjast skýrra svara af Lands- virkjun um þetta, áður en menn standa frammi fyrir orðnum hlut eins og við Töfrafoss. Nú þegar skólpið úr Jökulsá á Dal er tekið að renna í Lagarfljót í gegnum vélar Kárahnjúkavirkj- unar, munu smám saman sjást margvíslegar breytingar á Fljótinu og ýmsum þá væntanlega bregða í brún. Getur skeð, að þar verði ekki allt nákvæmlega eins og Landsvirkjun hefur látið í veðri vaka og bitur sannleikurinn eigi eftir að koma í ljós. Hverju ætla menn þá að breyta? Hvers vegna skyldu landeig- endur við Neðri- Þjórsá, sem nú liggja undir óbærilegum þrýstingi Landsvirkjunar að láta jarðir sínar af hendi, treysta því að fyrirhuguð lón verði „að mestu“ í farvegi ár- innar, eins og það er orðað. Eyðilegging hins fagra Töfra- foss, sem lengi hefur verið talinn eitt mesta djásn öræfanna norð- austan Vatnajökuls, er aðeins lítið brot þess margvíslega umhverf- isskaða, sem bygging Kára- hnjúkavirkjunar mun hafa í för með sér fyrir Fljótsdalshérað. Slík- ur atburður er vissulega harm- leikur. Kannski finnst einhverjum sem einn fagur foss skipti þar ekki höfuðmáli til eða frá, en það hlýtur að skipta verulegu máli, að opinber stofnun eins og Landsvirkjun um- gangist ekki sannleikann með þeim loddaraskap, sem nú er raunin á orðin. Loddarar í Landsvirkjun Ólafi Þ. Hallgrímssyni finnst Landsvirkjunarmenn fara frjálslega með »Nú þegar virkj-unarframkvæmdum er lokið, má sannleik- urinn koma í ljós. Ólafur Þ Hallgrímsson Höfundur er prestur á Mælifelli. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.