Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 51 12 ára á hverju ári, þar átti ég mjög góða daga hjá Páli og Pál- fríði Blöndal úrvals fólki sem var mér mjög gott og á ég þessu fólki mikið að þakka. Sigríður dóttir Páls og Pálfríar kom eitt sumarið með kærasta í Stafholtsey úr Keflavík Sigurð Sigfússon, þetta var hörku strákur gekk í öll verk með ákafa og krafti. Fljótlega fóru Páll og Siggi að vinna bústörfin saman. Mjög gam- an var að vinna með Sigga, hann setti mikinn kraft í bústörfin sem voru unninn með mannshönd og hestafli. Siggi kom því fljótlega til leiðar að keyptur var jeppi á bæ- inn, notaður í sláttinn, Borgarnes- ferðir og allt sem hægt var. Páll og Siggi deildu oft um póli- tík, Páll í Framsókn og Siggi lengra til vinstri, eyrun á mér hlustaði en ég komst ekki lengra en í Framsókn viku áður en suður var farið á haustin. Í Stafholtsey upplifði ég á þess- um árum að umgangast skepnur, skilja bústörf, veiða silung, vitja um tvö net í Hvítá á hestvagni til að koma öllum fiskum heim, teyma belju undir tuddan á Hvítárbakka, fara með mjólkina á hestvagni út á vegamót, tálga hófa á hestum fyrir járningu, heiti og hljóð mófugla- ,stinga út tað og hrauka,veiða rjóma ofan af mjólkurbrúsa, gróð- ursetja trjáplöntur, hvaða bær átti stutt langt stutt, borða alla fugla sem komu á matarborðið. Ég fékk að fara tvisvar með Sigga og Siggu í sunnudags berja- ferðir á jeppanum í frábæru veðri inn í Flókadal sem mér er mjög minnistætt vegna þess hve kært var með þeim sem ég hef séð að hélst alla tíð. Sigga var í Húsmæðraskóla og kunni að búa til ýmislegt sem ég hafði aldrei smakkað. Mér er minnistæður eftirréttur á sunnu- dögum, salat með lítið þeittum rjóma. Á veturna fór Siggi á vertíð sem hann sagði okkur krökkunum í Stafholtsey mikið frá á sumrin. Fljótlega eignuðust Siggi og Sigga börnin og breitist vinnan í sveitinni að hluta í barnapössun, sem var ekki eins skemmtileg og bústörfin. Stafholtsey er miðpúntur Ís- lands utan Reykjavíkur í mínum huga, fjöllin, síkin, áin, móar, mel- ar, engi, tún, faxið, brunnur, skepnur og veiðar. Á síðasta vetri í hálku rákumst við Siggi framan á hvorn annan í fylgstu merkingu á veginum niður að Stafholtsey og áttum stutt ánægjulegt samtal saman, mig grunaði ekki að ég ætti ekki eftir að hitta hann aftur en samtalið var mjög ánægjulegt. Megi guð vera með ykkur öllum í Stafholtsey á komandi árum. Jón Magngeirsson. Góður félagi er fallinn frá. Siggi í Ey eins og hann var kall- aður var raddfélagi okkar í nokkur ár í Söngbræðrum og varð góður vinur utan þess. Sem kórfélagi var Siggi einstakur, mætti á allar æf- ingar, var ævinlega til í að taka þátt í öllu sem um var að vera og bauð sig gjarnan fyrstur fram ef eitthvað átti að gera eða fara. Það var sama hvort var á ferðalagi inn- anlands eða erlendis með kórnum, Siggi stóð alltaf vaktina, stundum fram undir morgun. Þó heilsan væri farin að bila síðustu ár dró ekki úr áhuganum og gleðinni sem fylgdi kórstarfinu, hann tók virkan þátt í öllu fram á síðasta vor og mætti líklega manna best á æfing- ar. Fyrir utan kórinn var gott að eiga Sigga sem vin, hann var af- skaplega gestrisinn og hafði gam- an af gestakomum. Siggi hafði gaman af að spjalla um heima og geima, var vel heima um menn og málefni í sínu héraði og víðar um landið, átti marga vini sem hann ræktaði. Eftir heimsóknir í Staf- holtsey leið manni ævinlega vel og fór glaður úr hlaði. Siggi var skemmtilega glettinn og gamansamur. Maður sá á hon- um glettnina í augunum þegar hann var með spaug eða stríðni og oft kom þá eitthvert gullkornið sem kom öllum í gott skap. Borgarfjörður og Dalirnir voru honum einkar kærir. ,,Fæddur Dalamaður en Borgfirðingur“, kynnti hann sig við okkur. Enda fylgdist hann af lífi og sál með öllu kviku í þessum héruðum. Siggi bjó góðu og snyrtilegu búi í Stafholts- ey með Sigríði konu sinni en var sestur í helgan stein fyrir nokkr- um árum. Hann skilaði góðu búi í hendur sona sinna. Við kveðjum góðan vin og send- um Sigríði og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Daníel Hansen og Sigurgeir Þórðarson. Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld ég kem eftir, kannski í kvöld, með klofinn hjálm og rifinn skjöld brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Vísa þessi eftir Bólu Hjálmar kom í huga minn þegar það fréttist á miðvikudaginn 5. desember að Sigurður í Stafholtsey hefði látist eftir hádegi þann sama dag. Er ég kom að sjúkrabeði hans fáum dög- um fyrr, var ljóst að þessi vinur minn til margra ára ætti ekki aft- urkvæmt af sjúkrahúsinu. Margt er að minnast eftir áratuga sam- ferð. Vinátta okkar hófst þegar við unnum saman í sjö haust við slát- urhús KB á Hurðarbaki. Þetta var frábær vinnustaður, unnið mikið en þarna mynduðust vináttubönd á milli manna, sem aldrei hafa brost- ið, þótt nú séu rétt 40 ár síðan húsinu var lokað. Þarna vannst þú fullan vinnudag en þurftir að sinna bústörfum heima kvölds og morgna. Það var nefnilega eitt sem þú kunnir aldrei, kæri vinur, það var að hlífa sjálfum þér. Við áttum samleið víðar en á Hurðarbaki því þú komst með í björgunarsveitarstöf hjá Björgun- arsveitinni Oki frá byrjun. Þar voru verk þín ósvikin, hvort sem mokuð var aska af húsþökum í Vestmannaeyjum eða leitað á fjöll- um að týndum mönnum. Ekki fórstu í felur með stjórnmálaskoð- anir þínar, og ég ekki mínar og gátum við því aldrei verið í sama stjórnmálaflokki. Við leystum það báðir á farsælan máta með því að ganga í Félag eldri borgara í Borgarfjarðardölum. Á vegum þess félagsskapar höfum við ferðast saman ásamt frábærum ferðafélögum um allt land síðustu árin. Síðasta ferðin var farin um Húnavatnssýslu í ágúst síðastliðn- um. Þín er nú sárt saknað í þeim félagsskap. Ævistarf þitt var þó fyrst og síðast í Stafholtsey. Þar voruð þið hjón samhent í að hýsa jörðina, rækta og stækka búið. Koma því í hendur sonanna Jóns Páls og Sigfúsar en reistuð ykkur lítið og vandað íbúðarhús sem átti að vera heimili ykkar næstu árin. Örlögin hafa nú gripið þar inn í svo þú færð ekki að njóta „elli- heimilisins“ með Sigríði þinni. Um leið og ég þakka þér samfylgdina, hjálpsemina og tryggðina ætla ég að kveðja þig með síðasta erindinu úr ljóði Guðmundar á Kirkjubóli. Það heitir Með luktum augum og var höfundurinn eitt af þínum uppáhaldsskáldum. Ó, sól, stattu kyrr við hamranna hlið lát húmið í fjarlægð bíða; leyf nótt ei að birgja hið bjarta svið, veit birtunnar gyðjum heilagt lið, lát stundirnar undrandi staldra við í straumhverfing líðandi tíða. Davíð Pétursson. Siggi frændi er allur. Eftir erfið veikindi, sem hrjáðu hann á síð- ustu árum, varð hann að láta und- an, því miður. Okkur hjónin langar að minnast hans með nokkrum orðum. Þær voru margar stund- irnar sem ég átti hjá ykkur hjón- um að Stafholtsey þegar ég var lít- il stelpa og alltaf leið mér vel og hlakkaði mikið til þegar lagt var að stað upp í Stafholtsey. Það var alltaf tekið svo vel á móti okkur, það var eins og að koma á flott hótel, slíkar voru veitingarnar og móttökurnar hjá ykkur hjónum. Þú varst svo duglegur að sýna okkur öll dýrin og leyfðir okkur að taka þátt í sveitastörfunum. Og ekki tókuð þið verr á móti mér og mínum manni þegar ég kom og kynnti hann fyrir þér og Siggu og ykkar börnum. Þá var hann bara tekinn og gerður að einum af okk- ur. Kalla hefur alltaf liðið vel uppi í Stafholtsey. Alltaf þegar við komum í heimsókn var mikið spjallað og áttum við alltaf góðar stundir og minningar úr sveitinni og kveðjurnar voru alltaf þær sömu: komið þið fljótt aftur. Siggi frændi var sterkur maður og leysti öll vandamál með æðru- leysi og yfirvegun, það var ekkert stress í sveitinni hjá ykkur. Þegar ég kom að orði við ykkur hjónin um að fá að setja niður hjólhýsi á landið ykkar var ekki verið að setja okkur bara einhvers staðar, nei, við fengum fallegan stað í skógi sem var ykkur kær, og kunnum við þér ástarþakkir fyrir. Erum við búin að vera hálfgerðir heimalningar hjá ykkur í tvö ynd- isleg ár og verðum áfram. Alltaf þótti okkur gaman að fá ykkur hjónin í kaffibolla til okkar að spjalla um daginn og veginn. Oft var gaman að hlusta á ykkur Kalla ræða um pólitík, en þið voruð á öndverðum meiði en alltaf gátum við hlegið að athugasemdum þín- um og þú varst ávallt með svör á reiðum höndum. Ekki var langt í húmorinn hjá þér og kunnir þú margar sögur af sveitungum þín- um og vitnaðir oft í þá. Þá voru ættjarðarljóð þér mjög hugleikin og fórst þú oft með ljóð þegar þú talaðir um ýmsa staði á landinu sem þú þekktir mjög vel. Maður kom ekki að tómum kofunum hjá þér þegar maður vissi ekki um höfund á ljóði eða lagi, þú vissir svarið, enda vel lesinn maður. Það verður mikill söknuður hjá okkur að geta ekki átt von á þér í kaffi til okkar og segja okkur frá gangi mála í sveitinni. Karitas á eftir að sakna þín, vinur. Það eru engin ósannindi að fjallahringur- inn í sveitinni þinni er dásamlegur, ég hafði bara ekki tekið eftir hon- um fyrr en þú fórst að benda mér á hann. Ég og mín fjölskylda mun- um ávallt minnast þín með gleði í hjarta og þakklæti fyrir það sem við höfum fengið af þinni visku og kærleika. Elsku Sigga mín, Sigfús, Palli, Hanna, Fríða og fjölskyldur ykk- ar, við samhryggjumst ykkur á þessum erfiðu tímum. Við biðjum góðan guð að geyma Sigga, nú er hann laus við allar þjáningar og kominn til æðri heima þar sem fjöldinn allur tekur á móti honum. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir allt sem hann var og gerði. Guð varðveiti ykkur og gefi ykkur styrk. Sóley og Guðný biðja að heilsa. María og Karl. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR GUÐMUNDSSON, frá Önundarholti, síðast til heimilis að Reyrhaga 9, Selfossi, lést mánudaginn 10. desember. Úförin fer fram frá Villingaholtskirkju mánudaginn 17. desember kl. 15.00. Blanca Ingimundardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR, áður til heimilis að Nýbýlavegi 86, Kópavogi, er lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni laugardagsins 8. desember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 17. desember kl.13.00. Dóra Skúladóttir, Þorvarður Brynjólfsson, Bergþóra Skúladóttir, Sigurður Guðmundsson, Magnús Skúlason, Ingunn Jónsdóttir, Jóhanna Skúladóttir, Sigurður Pálsson, Sigríður Þyrí Skúladóttir, Úlfar Hróarsson, Árný Skúladóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVANA RAGNARSDÓTTIR, Suðurbraut 20, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 19. desember kl. 15.00. Jón Skúli Þórisson, Ragnar Gunnar Þórhallsson, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Jóhanna Þórey Jónsdóttir, Ragnheiður Helga Jónsdóttir, Berglind Jónsdóttir, Rikharð Sigurðsson, banabörn og langömmubarn. ✝ Elskulegur sonur okkar, fóstursonur og bróðir, HÖGNI KRISTINSSON, Jörundarholti 33, Akranesi, lést á krabbameinsdeild LSH fimmtudaginn 13. desember. Eva Björk Karlsdóttir, Alfreð Örn Lilliendahl, Sindri Snær Alfreðsson, Aron Máni Alfreðsson. Kristinn Richter, Sigríður María Gísladóttir, Tinna Richter, Ari Richter. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN ENOK GUÐMUNDSSON, Dengsi, fyrrv. starfsm. Rafmagnsveitu Reykjavíkur, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður Lindagötu 57, Reykjavík, lést fimmtudaginn 13. desember. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur Hanning Kristinsson, Eyrún Þorsteinsdóttir, Magnús Birgir Kristinsson, Jónfríður Loftsdóttir, Sigrún Ásta Kristinsdóttir, Ragnar Wiencke, Sigurður Kristinsson, Anna Jónsdóttir, Ingólfur Kristinsson, Jóhanna Ellen Valgeirsdóttir, Anna Guðrún Kristinsdóttir, Jóhann Snorri Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.