Morgunblaðið - 15.12.2007, Síða 66

Morgunblaðið - 15.12.2007, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Vísir hf. óskar eftir vélaverði sem getur leyst af sem yfirvélstjóri á Sighvati GK 57. Sighvatur er línuveiðiskip með beitn- ingarvél. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Vísis í síma 420 5700. Hugbúnaðarsérfræðingar nýkomnir til landsins með víðtæka reynslu af forritun, kerfisstjórnun og hugbúnaðarþróun óska eftir vinnu sem fyrst Fyrirspurnir sendist á box@mbl.is merktar: ,,Forritari.” Bílstjóri óskast Óskum eftir að ráða þjónustulipran bílstjóra til að sjá um akstur fatlaðra í Árborg. Viðkomandi þarf að hafa rútupróf. Framtíðarstarf. Uppl. gefur Einar hjá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. í síma 482 1210 & einar@gtyrfingsson.is Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Kópavogs Laugardagsfundur Laugardagsfundur verður haldinn í félagsheimili Sjálf- stæðisfélags Kópavogs að Hlíðasmára 19. laugardaginn 15. desember kl. 10-13. Gunnar Birgisson bæjarstjóri fer yfir fjárhagsáætlun næsta árs og svarar spurningum. Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, miðvikudaginn 19. desember 2007 kl. 10:00, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Friðfinnur SU, skipaskr.nr. 2438, þingl. eig. Fossvík ehf, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn á Eskifirði. Hafnarbraut 15, Fjarðabyggð (216-9124), þingl. eig. Hjá Teresu ehf, gerðarbeiðandi Brynjar Júlíusson hf. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (216-9107), þingl. eig. Fellabakarí ehf, gerðarbeiðandi Kornax ehf. Hafnargata 38, Fjarðabyggð (226-4532), þingl. eig. Byggt og flutt ehf, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð, Stafir lífeyrissjóður og Vátrygginga- félag Íslands hf. Hólsgata 3, Neskaupstað, (216-9223), þingl. eig. Nesk ehf, gerðar- beiðendur Byggðastofnun og Sýslumaðurinn á Eskifirði. Hæðargerði 22, Fjarðarbyggð (217-7240), þingl. eig. Sverrir Skjaldar- son, Brynhildur Björg Stefánsdóttir og Fjarðabyggð, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð og Tannlæknastofan á Egilsstöðum. Réttarholt 1, Stöðvarfirði, (217-8363), þingl. eig. Borghildur Jóna Árnadóttir, gerðarbeiðandi Leifur Árnason . Vindheimanaust 7, Neskaupstað (216-9017), þingl. eig. Byggt og flutt ehf, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð, Glitnir banki hf, fjárfestlán, Mest ehf og Stafir lífeyrissjóður. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 14. desember 2007. Þjónusta Tilkynningar Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015, við Lakagíga og á aðliggjandi svæðum Auglýsingin er skv. 14.gr. a í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.br. Jafnframt er tillagan í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Markmið breytinganna er að bæta aðgengi með betri vegum, merktum gönguleiðum og áningastöðum. Gerð er breyting á vegi 1, Miklafellsvegi, leið inn að Miklafelli og Blængi og er vegurinn færður frá viðkvæmri náttúru og lagt til að nýi hluti fjallvegarins verði um jökulgarð á tiltölulega sléttu landi. Gerð er breyting á gönguleiðinni Hólaskjól - Eldgjá - Skælingar - Sveinstindur - Lakagígar - Blágil og gönguleiðin færð frá viðkvæmu svæði við Kamba. Núverandi skálasvæði við Blágil er fært um flokk og skráð sem fjallasel. Í Blágiljum verður aðstaða og dvalarsvæði landvarða og tjald- svæði. Gert ráð fyrir nýju skálasvæði við Galta þar sem áætlað er að hafa upplýsinga- miðstöð með móttöku ferðamanna, aðstöðu landvarða og snyrtiaðstöðu. Með tillögunni er kynnt Umhverfisskýrsla þar sem gert er grein fyrir helstu áhrifum tillögunnar á umhverfi sitt. Breytingartillagan verður til sýnis á slóðinni www.halendi.is og á skrifstofutíma á eftir- töldum stöðum frá og með mánudeginum 17. desember til og með 14. janúar 2008.  Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík  Landsbóksafni Íslands--Háskólasafni, Arngrímsgötu 3, Reykjavík  Skaftárhreppi, Klausturvegi 15, Kirkjubæjar- klaustri  Sýslumanninum á Akureyri, Hafnarstræti 107, Akureyri  Sýslumanninum á Höfn, Hafnarbraut 36, Höfn  Sýslumanninum á Selfossi, Hörðuvöllum 1, Selfossi  Sýslumanninum í Kópavogi, Dalvegi 18, Kópavogi  Sýslumanninum á Ísafirði, Stjórnsýslu- húsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði  Sýslumanninum í Borgarnesi, Bjarnarbraut 2, Borgarnesi Frestur til þess að skila inn skriflegum athuga- semdum rennur út á föstudeginum 28. janúar 2008. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breyting- artillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sam- vinnunefndar miðhálendis að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Óskar Bergsson, formaður samvinnunefndar miðhálendis. Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar óskar eftir umsóknum um styrki sem koma til úthlutunar í janúar 2008. Umsóknunum skal skila til Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík fyrir 10. janúar 2008 í umslagi merktu minningarsjóðnum. Tilgangur sjóðsins er einkum tvíþættur: a) að styrkja hreyfihamlaða einstaklinga til náms og b) að styrkja einstök málefni með aðgengi fyrir hreyfihamlaða í huga. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum ef svo ber undir. Stjórn minningarsjóðs Jóhanns Péturs Sveinssonar. Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2006/2007 Fiskistofa auglýsir að nýju eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fyrir Norður- þing. Um úthlutunarreglur í ofangreindu byggðarlagi vísast til reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007, með síðari breytingum, auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðarlagi sbr. auglýsingu nr. 1186/2007 sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum. Þessar reglur er einn-ig að finna á heimasíðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is - Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2007. Fiskistofa, 14. desember 2007. Raðauglýsingar sími 569 1100 Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.