Morgunblaðið - 15.12.2007, Síða 67

Morgunblaðið - 15.12.2007, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 67 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Farið verður 19. des kl. 15.30 í jólaljósaferð um Reykjanesið með Hannesi rútubíl- stjóra. Kaffiveitingar á veit- ingastaðnum Flösinni á Garðskaga. Verð 2.900 kr. Skráning á skrifstof- unni í síðasta lagi 18. des. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er dagskrá kl. 9-16.30, m.a. opn- ar vinnustofur, spilasalur o.fl. Á morgun kl. 14 syngur Gerðubergskór- inn við messu í Fella- og Hólakirkju, á eftir eru kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. Hæðargarður 31 | Aðventuferð 17. des. að Vallá á Kjalarnesi, í Listverka- húsið Englar og fólk. Á eftir er hlað- borð í Draumakaffi. Fararstjóri er Laufey Jónsdóttir. Lagt af stað kl. 12.45. Uppl. í s. 568 3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- landsskóla, Víðigrund, kl. 9.30. Uppl. í síma 564 1490. 80ára afmæli. Mánudaginn 17.desember verður Þórdís Egg- ertsdóttir áttræð. Hún verður með heitt á könnunni fyrir ættingja og vini í húsnæði félagsstarfs aldraðra, Hraunbæ 105, á morgun sunnudaginn 16. desember kl. 15 og 18. dagbók Í dag er laugardagur 15. desember, 349. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.) Andi jólanna ræður ríkjum áAkureyri. Gestir ogheimamenn geta nú upp-lifað Aðventuævintýri, fjölbreytta viðburðadagskrá í að- draganda jólanna. Þórgnýr Dýrfjörð er fram- kvæmdastjóri Akureyrarstofu: „Öll- um helstu viðburðum í bæjarlífinu á aðventunni hefur verið safnað saman eina heildardagskrá, sem fengið hef- ur nafnið Aðventuævintýri á Ak- ureyri,“ segir hann. „Menningarlífið á Akureyri er sérlega blómlegt á þessum tíma, og setjum við við- burðina nú undir einn hatt til að bæta kynningu og auðvelda að- gengi.“ Að sögn Þórgnýs hefur framboðið af allskyns menningu og afþreyingu verið glæsilegt, en fyrstu viðburðir dagskrárinnar hófust í nóvemberlok. „Í allt telur dagskráin yfir tvö hundr- uð viðburði, og spannar allt frá eins manns ljóðadagskrá yfir í mynd- arlega jólamarkaði, frá opnum hús- um yfir í risatónleika með Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands og Garðari Thór Cortes,“ segir Þórgnýr. „Um þessa helgi verður dagskráin sérlega vegleg, og má nefna að á laugardag verða haldnir lista- og handverks- markaðir, sýningar og viðburðir víða um bæinn. Tónlistardagskrá er sér- staklega áberandi á laugardag og sunnudag, nemendur Brekkuskóla syngja jólalög af væntanlegri plötu, og MA-kórinn, Karlakór Eyja- fjarðar, og Kór Glerárkirkju halda sömuleiðis jólatónleika. Þá mun Kór Akureyrarkirkju flytja verkið Messe de Minuit eftir Charpentier ásamt því að syngja jólin inn með almenn- um jólalögum. Sunnudaginn 16. mætti jafnvel nefna Kóradaginn mikla á Akureyri!“ Þórgnýr segir gaman að upplifa jólaandann á Akureyri: „Ákveðin notalegheit einkenna bæinn jafnt á jólum sem öðrum tímum árs. Hér er auðvelt og þægilegt að gera jólainn- kaupin, magnað framboð á menning- arviðburðum, og úrvalsveit- ingastöðum, hótelum og gistiheimilum,“ segir hann. „Þá skemmir ekki fyrir að oftast er bær- inn hulinn jólasnjó á aðventunni og í Hlíðarfjalli er boðið upp á afbragðs skíðafæri um hátíðarnar. Rúsínan í pylsuenda Aðventuævintýrisins eru svo tónleikar með Magga Eiríks og félögum í beinni útsendingu á Rás 2 á Þorláksmessu, en tónleikarnir fara fram á Grænna hattinum.“ Sjá nánar á: www.akureyri.is. Hátíð | Mikil og fjölbreytt menningardagskrá á Akureyri á aðventu Aðventuævintýri á Akureyri  Þórgnýr Dýr- fjörð fæddist á Siglufirði 1967. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1988 og BA- gráðu í heim- speki frá HÍ 1993. Hann kenndi við MA og síðar við HA. Þórgnýr var fram- kvæmdastj. Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, en hóf störf hjá Ak- ureyrarbæ 1995 og hefur verið framkvæmdastjóri Akureyrarstofu frá apríl 2007. Eiginkona Þórgnýs er Aðalheiður Heiðarsdóttir og eiga þau þrjú börn. Tónlist Aðventkirkjan í Reykjavík | Ingólfsstræti 19. Óperukórinn í Reykjavík heldur tónleika kl. 16. Fjörgyn í Foldaskóla | Jólatónleikar Skóla- hljómsveitar Grafarvogs verða kl. 14. Á tónleikunum koma fram bæði eldri og yngri hljómsveitir, klarínettukvartett og fjöldi einleikara. Á efnisskrá eru jólalög og ýmis önnur verk. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna og ókeypis fyrir börn. Hressó | Tónleikar kl. 22. Fram koma hljómsveitirnar Bacon, The Way Down og Thundercats. Ókeypis aðgangur. Kirkju- og menningarmiðstöðin á Eski- firði | Jólatónleikar kl. 20. Gömul og ný jólalög við kertaljósastemningu. Myndlist ART 11 | Rannveig Tryggvadóttir og Guð- rún Helga Kristjánsdóttir sýna nýjustu myndir sýnar í Auðbrekku 4 í Kópavogi kl. 13-17, í dag og á morgun. Bókasafn Kópavogs | Jólasveinamyndir Önju Kislich eru til sýnis yfir hátíðirnar. Bók hennar og Markúsar Kislich, „Kertasníkir leysir frá skjóðunni“, er til útláns á safninu. Listakonan verður á staðnum alla laug- ardaga til jóla kl. 13-14 og selur verkin. Einnig má panta í síma 867 0722. Kaffi Sólon | Beta Gagga sýnir óvenjuleg málverk gerð með blandaðri tækni. Mál- verkin eru hringlótt. Beta Gaggadóttir út- skrifaðist af myndlistabraut LHÍ, með graf- ík sem sérsvið, árið 2002. Hún starfar sem myndlistarkennari. Sýningin stendur til 11. janúar. Uppákomur Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Lesið verður úr nýjum bókum kl. 16. Ari Trausti Guðmundsson spjallar um landnám Íslands, eldgos og aldursgreiningar og les úr skáldsögunni Land þagnarinnar. Bjarni Gunnarsson les úr nýútkominni ljóðabók sinni, Blóm handa pabba. Mannfagnaður Félagsheimili Samtakanna ’78 | Ungliða- hópur Samtakanna ’78 og FAS, Samtök foreldra og aðstandenda, bjóða til aðvent- ustundar á Laugavegi 3, 4. hæð, kl. 14-16. Ýmis fróðleikur, skemmtun og veitingar. Fyrirlestrar og fundir Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Dr. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur flytur fyrirlestur kl. 15 um jól í heiðnum sið á Landnámssýningunni Reykjavík 871±2 í Aðalstræti 16, en þar hafa væntanlega ver- ið haldin heiðin jól í landnámsskálanum frá því að hann var reistur um 930 og fram að kristnitöku. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA- samtakanna er 895 1050. Börn Dimmuborgir | Jólasveinarnir taka á móti gestum á Hallarflöt í Dimmuborgum í Mý- vatnssveit alla daga í desember milli kl. 13 og 15. Útivist og íþróttir Hnefaleikastöðin | Í tilefni eins árs afmæl- is Hnefaleikastöðvarinnar er boðið upp á frí námskeið dagana 7.-11. janúar 2008. Þar verða í boði námskeið fyrir alla aldurs- hópa. Hægt er að kynna sér námskeiðin og skrá sig afmælisvikuna á heimasíðunni www.hnefaleikar.is. LÖGREGLUKÓRINN verður með jólatónleika í Grafarvogskirkju sunnu- daginn 16. des nk. kl. 20.30. Einsöngvarar verða Anna Margrét Ósk- arsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason. Stjórnandi er Guðlaugur Vikt- orsson. Á dagskránni verða jólalög og söngvar frá ýmsum tímum og ýmsum löndum, ma. sænsk og frönsk jólalög, auk hefðbundinna laga. Miðasala verður við innganginn, verð aðgöngumiða er kr. 1.500. Lögreglukórinn í Grafarvogskirkju Morgunblaðið/Kristinn Tónleikar Ýmsir hafa sungið með Lögreglukórnum á undanförnum árum. Í Mýrinni tók Ingvar E. Sigurðsson, leikari í gervi Erlends, lagið með kórnum. VÍFILFELL hefur á undanförnum þremur árum styrkt götulistamann- inn Jo Jo til upptöku og framleiðslu á jóladiski sem listamaðurinn hefur svo gefið gestum og gangandi í Austurstræti. Framtakið er að sögn Jo Jo til komið svo minna megi á það góða starf sem Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrksnefnd inna af hendi um þessar mundir ár hvert og eins og hann hefur áður komist að orði, er þetta „meira innrás en útrás“. Jo Jo hugðist í ár dreifa disknum til vegfarenda í Austurstræti á Full- veldisdaginn, 1. desember, en sök- um hryssingsveðurs varð ekkert úr því. Þess í stað gekk Jo Jo upp að Hátúni 12 í vikunni með 200 eintök af fjórða jóladisknum, Götu- ljósaflippi, og afhenti Mæðrastyrks- nefnd. Vonast Jo Jo til að diskurinn fái að fljóta með í jólapakkann til þeirra sem þangað leita – enda eng- in jólin án tónlistar. Morgunblaðið/RAX Góðhjartaður Jo Jo ásamt starfsmönnum mæðrastyrksnefndar. Tónlistarjól í boði götu- listamannsins Jo Jo FRÉTTIR Heilsa og lífstíll Glæsilegur blaðauki um heilsu og lífstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 4. janúar. Meðal efnis er: • Hreyfing og líkamsrækt • Heilsusamlegar uppskriftir • Hreinsun líkamans - hollt eða óhollt • Mataræði barna • Er sykur hættulegur? • Leiðir til slökunar • Lífrænt ræktaður matur • Meðferð gegn þunglyndi og margt fleira. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 17. desember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.