Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1937, Side 5

Skinfaxi - 01.10.1937, Side 5
SKINFAXI 101 jarðveg. Er þess að gæta, að af skiljanlegum ástæðum hefir aldrei ríkt hér á landi þjóðerniskennd, er líktist liinum prússneska anda, er ríkti í Þýzkalandi fyrir stríð- ið. Þar sem viðar, á þeim árum, var þjóðræknin orðin að skaðvænlegri skurðgoðadýrkun. Vafalaust vofir sú hætta alltaf yfir stórþjóðunum. Hergagnabúr og vopna- söfn eru liinir æðstu helgidómar og veita menn þvi vopninu mesta lotningu, er sannað er að liafi tortímt flestum „óvinum“. Þjóðminjasafn vort er rýrt af slíkum gersemum og her þar mest á þeim vopnum feðra vorra, er þeir beittu í menningarbaráttu sinni við heyskap og á miðum úti, eða inni við, er þeir ortu, Er erlendir friðarvinir og mannvinir hallmæla þjóð- erniskenndinni, fer þeim oft gálauslega, en oftast beina þeir í rauninni skeytum sínum gegn ofbeldis- og hern- aðarstefnu, er misnotar þjóðerniskenndina til lýð- skrums og blekkinga. Hér heima hafa menn ekki gætt þessa sem skyldi. Menn hafa þýtt liin erlendu orð, án þess að taka tillit til, að i ýauninni geta þau ekki þýtt hið sama hér og erlendis, við sérstæður þær, sem þar eru. Lítilli þjóð er sterk þjóðerniskennd lifsnauðsyn. Misfellur i við- skiptum vorum heima fyrir og við önnur lönd má flest- ar rekja til vanmats vors á vorum eigin verðmætum. Hér er umbóta þörf, og eiga hér skólar og æskulýðs- félög stórt lilutverk. Getur hin nýja þjóðernisvakning, er orðið hefir viða um heim nú á síðustu árum, orð- ið oss til nokkurs eftirdæmis, þótt mörgu beri að liafna úr henni. Menn greinir á um skírgreiningu hugtaksins tungu- mál, hvert sé eðli þess og eiginlegur lilgangur. Hinn þekkti þýzki náttúrufræðingur Ostwald heldur þvi fram, að málið sé aðeins tæki til þess að menn komist í samhand hver við annan. Fyrst er þess að gæta, að

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.