Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 8

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 8
104 SKINFAXI félli ekki vel að lunderni og hugsun Islendinga. Þvert á móti má fullyrða, að með engri þjóð liefir málið orð- ið jafn nærtækt einstaklingunum og einmitt hé(r á landi. Örugg sönnuln þessa er, hve íslendingar iiafa náð miklum og almennum tökum á skáldskap. Hefir ís- lendingum löngum verið tamast að tjá tilfinningar sín- ar í ljóðum, allt frá því er Egill veitli harmi sínum útrás í Sonatorreki. Fornmenn létu fjúka í kviðlingum á banadægri og enn yrkja menn vísur og kvæði, hvort sem um er að ræða hversdagslegustu viðburði eða lát mætra manna. Saga tungu vorrar og hókmennta er sköpunarsaga. Yfirskrifl hennar gæti verið eins og biblíunnar: Guð talaði og það varð. Á öllum öldum liafa verið upp á íslandi kraftaskáld. Hvarvetna hefir orðið vart mátt- ugra orða, ræddra og ritaðra, og frekast þar, sem við eitthvað var aflinu að etja: Þar sem áþján yfirvald- anna var ægilegust, þar sem sólin sortnaði og hraunið stefndi á kirkjuna, tákn þess alls, er landsbúum var helgast. Bókmenntasaga vor speglar þessa reynslu. Egill risli slíkt níð liinum volduga erlenda konungi, Eiriki blóð- öx, að vafi leikur ekki á, hvor fór sigrandi af þeim fundi, íslenzki bóndinn eða norski konungurinn. Há- kon gamli lét taka Snorra af lífi, en enginn norrænn maður hefir fallið og lialdið velli með slíkri sæmd sem Snorri Sturluson. Hreppsnefndin' i Akrahreppi flýtti fyrir dauða Bólu-Hjálmars, með þvi að neita honum um sveitarstyrk, örvasa gamalmenni. En Bólu- Hjálmar hefndi sín og var hefndin fólgin i kvæði, sem vafalaust liefir knúið menn meir til mannúðar en ótal prédikanir. Að nokkru lýsir Jón Trausti hlutverki skáldskapar- ins í sögu þjóðar vorrar, í smásögunni snilldarlegu: A fjörunni. Sigmundur gamli gelur að vissu leyti tekið undir með Agli:

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.