Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 19

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 19
SKINFAXI 115 ranglega, fari rangt með talshætti, skrifi upphafslaus- ar eða botnlausar setningar og svo frv. Hér á íslandi húum vér við lýðræðisskipulag í flest- um greinum, almennur atkvæðisréttur er hér, skoð- anafrelsi og svo frv. Öllum stéttum er frjálst að bera fram sinn málstað, enda heilbrigt, að liver fylgi sem fastast fram sínum rétti. En það verður frekast gert á opinherum vettvangi og þá ekki sízt í blöðum. En mjög veltur á þvi, að ekki skapist sérstök stétt manna, sem hefir að atvinnu að bera fram kröfur þeirra, er þurf- andi eru, en hafa réttinn sín megin. Fer bezt á, að hér séu sem fæstir milliliðir. Er skylda þjóðfélagsins, að húa hverl alþýðubarn svo úr garði, að það geti ekki aðeins fylgt fram rétti sínum á kjördegi, heldur hve- nær sem er í ræðu eða riti. En meginskilyrði þessa er aukin og bætt móðurmálskennsla. Ástæður þess, að ástandið er slæmt i þessum efnum, eru einkum tvennar. a) Skólarnir hafa yfir svo litlum tíma að ráða (m. a. vegna dönskukennslunnar!) að í íslenzkukennslunni verður i rauninni að nema staðar við stafsetningar- kennslu. Hin eiginlega æfing i að tjá hugsanir sínar skriflega, verður útundan. h) Ritmál og talmál er að fjarlægjast. Er hér um mikla hætíu að ræða, enda þótt þessi þróun sé lengra komin víða erlendis, svo sem áður hefir verið bent á. Sennilega á minnkandi hóklestur sök á þessu. Menn lesa nú að vísu allmikið, en frekast þýddar neðanmáls- sögur, auk daghlaðanna. En allt er þetta ftatneskjulegt að orðfæri. Rímnabókmenntirnar áður fvr voru að visu gallað fóður, en þær varðveittu þó kjarnyrði málsins á vörum fólksins. Fram til síðustu ára var víða siður hér á landi að lesa ýmsar íslendingasögur á ári hverju, á kvöldvök- um. Vafalaust hefir slíkt auðgað og hætt málfar fólks- ins. Mjög skortir á, að ungt fólk lesi kvæði góðskálda 8*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.