Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 26

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 26
122 SKINFAXI Eyrarbakka. Spyrjum forstöðumenn þessara stofnana um or- sakir til þess að svo margt manna er langdvölum hjá þeim. Auðvitað eru orsakir til þess margar og margvíslegar. En Um þriðja atriðið erum við sammála, a f heilum huga: Vil ekki verða heimilisföst manneskja á þessum stöðum. Ber þá ekki meira á milli en svo, að kveðjan getur verið sameiginleg: Drekktu ef þú þorir! Richard Beck prófessor: „Vormenn íslands“. (íslandsminni, flutt á fimmtíu ára afmælishátíð Lögbergs- og ÞingvallabyggSa í Saskatschewan, 20. júlí, 1935, og á sex- tiu ára landnámshátið íslendinga í Vesturheimi, að Gimli, Manitoba, 5. ágúst 1935.) Á þessum degi falla fljót hugsana okkar að einum ósi, austur um haf til íslenzkra dala, fjalla og fjarða. Hugir okkar „leita lieim á helgar stöðvar hjartakærrar foldar, yfir sæ í sali sögu-vígðrar moldar“. Yitanlega sækjum við þjóðminningardaga okkar af ýmsum ástæðum, og þeim góðum og gildum. Yið kom- um saman til þess, að finnast, treysta gömul vináttu- og ættarhönd; til þess, að kynnast, tengjast nýjum vinahöndum; og síðast, þó langt frá sízl, til þess, að minnast ættlands og átthaga, sameiginlegs uppruna og sameiginlegra erfða. Mér gefur sýn. Og hún birtist ykkur einnig án þess, að ganga undir handarkrika minn eða nokkurs ann- ars. Móðir okkar og minningaland, draumaland þitt og mitt á norðurvegum, lyftisl fyrir innri augum okkar við sjóneildarhring upp úr blámóðu fjarlægðarinnar. Fagurlega skartar ísland þessa dagana í skrúðgrænum, blómofnum sumarklæðum:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.