Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 30

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 30
126 SKINFA.Xl leið vinnur hann hjörtu yngri kynslóðarinnar einmitt með sinu unga og fríska fjöri og ákafa. Hann hreinsar málið, bætir smekkinn, endurlífgar þjóðernistilfinning- una, og kveikir nýja frelsis- og framfaraþrá í brjósti manna. Yfir höfuð að tala vekur hann tilfinningalíf þjóðarinnar af dvala og það er mikilsvert skref í fram- sóknráttina“. Þessi ummæli hins ritsnjalla og vinsæla sagnfræð- ings gefa einnig glöggt i skyn, livað vakti fyrir „Fjöln- ismönnum“, en stefnuskrá þeirra er sérstaklega lær- dómsrík íslenzkum þjóðræktar- og þjóðræknismönnum hvarvetna, því að liún er runnin undan hjartarótum íslenzkra ættjarðarvina á öllum öldum. Tvær fyrstu greinarnar í stjórnarfarslegri og þjóð- ernislegri trúarjátningu „Fjölnismanna“ voru þessar, löngu ldassískar meðal seinni líðar manna íslenzkra: „íslendingar viljum vér allir vera“. — „Vér viljum vernda mál vort og þjóðerni“. Þeim skildist, að liér var um að ræða fjöregg sjálfstæðrar tilveru þjóðar þeirra; og á þeim trausta grundvelli reistu þeir alla stafsemi sína og framtíðarvonir. En þó að þeir færu sínar leiðir um margt, voru „Fjölnismenn“ livorki fortíðarlausir né fyrirrennara- lausir. Rætur starfsemi þeirra liggja allar götur aftur í glæsilega fornöld íslands; þeir höfðu hitann úr forn- sögunum íslenzku og tóku sér atorkusama Islendinga fortíðarinnar til fyrirmyndar. Fjarri fór þó, að „Fjöln- ismenn“ væru nokkur nátt-tröll í nútið sinni; þeir vildu veita heilbrigðum menningarstraum samtíðarinnar til íslands, ekki sízt Tómas Sæmundsson, sem var tvö ár á ferðalagi um Norðurálfuna til þess að kynnast at- vinnumálum og andlegum straumum. Hann segir svo i niðurlagi hinnar merku ferðasögu sinnar: „Eg fann lijá sjálfum mér, að mér á ferðinni varð með hverjum degi kærara og merkilegra mitt föður- land; eg gat þegar á leið í París varla sofið fyrir um-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.