Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 36

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 36
132 SKINKAXI Eiríkur J. Eiríksson: Ræða í Þrastaskógi. [Ungmennasamband Kjalarnesþings og Héraðssambandið Skarphéðinn efndu til almenns æskulýðsfundar í Þrastaskógi 25. júlí í sumar, til þess að kynna stefnu og störf Umf. Vara- formaður talaði þar af hálfu sambandsstjórnar U.M.F.Í., og fer ræða lians hér á eftir.] Tvö héraðssambönd hafa boðað hér til útbreiðslu- fundar. Enda þótt stjóm U. M. F. f. hafi eltki átt frum- kvæði að þessari samkomu tekur hún því fegins hendi að gera hér nokkra grein fyrir stefnu ungmennafélaga. Að vísu er hér ekki hægt um vik vegna þess hve fjölbreytnin er mikil i starfi félagsskapar okkar. En nú vill svo vel til, að mér er gefið sjónarmið að þessu sinni, og get eg gert ykkur nokkra grein fyrir stefnu ungmennafélaga í ljósi þess. Á eg við yfirskrift þessarar samkomu: menning, lýðræði, friður. En liún 6r svo þýðingarmikil, að hún getur talizt prófsteinn á Umf.; afsakað eða ásakað þá, er boðið hafa ykkur hingað. Menning, lýðræði, friður. í mjög stuttu máli mun eg lýsa stefnu ungmennafélaga, að svo miklu leyti, sem hún snertir þessi mál. En það skal þegar tekið fram, að þetta verður engin skýrsla um afrek Umf. á liðn- um árum. Við ungmennafélagar erum ekki komnir á raupsaldurinn. Hvað er menning? Okkur vefst tunga um tönn. Vafasamt er og, hver fengur væri í svarinu. Hér er um svo víðtækt fyrir- brigði að ræða. Menning er fyrir hendi, þá er maður- inn er á frumstæðasta stigi, og allt til þess er hann má sín mest. Oftast er menningarviðleitni okkar því likust, er

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.