Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 42

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 42
138 SKIM-AXI að almenningur er andvígur ófriði, jafnvel í vígbún- aðarlöndunum, en vegna opinberrar blekkingarstarf- semi lætur hann bafa sig til óhæfu ófriðarins. Á síðasta sambandsþingi U. M. F. I. var samþykt tillaga um, að U. M. F. I. skyldi vinna að friðarmálum. Hefir stjórnin þegar liafið starf í þessa átt. Tekið t. d. upp samstarf við alþjóðaæskulýðsfélagsskap, er vinnur að friðarmálum. Spurningin er nú, livort friðarmálin séu sjónarmið, sem komið geti til greina, er gera á i stutlu máli grein fyrir félagsskap olckar. Merkilegt er, að ef við litum til Noregs, til Umf. þar í landi, sem Umf. íslenzku eru að nokkru sniðin eftir, sjáum við, að friðarmálanna gætir mjög i starfi þeirra nú. Er og vitað, að stórveldin líta hafnirnar í Norður- Noregi ágirndaraugum. Sveima þar oft í lofti furðu- flugvélar, að sínu leyti eins og hingað koma stundum dularfull skip. Hér er sem sé um sjálfstæðismál að ræða fyrir Norð- menn og okkur. Stórveldin eru tekin að kvarta undan, hve mörg smáríki hafi orðið til upp úr lieimsstyrjöld- inni. Sennilega á að fækka þeim í næsta stríði. Þrátt fyrir allt er unnið viða i heiminum öfluglega að frið- armálum og er okkar ungmennafélaga, þar sem stefna okkar er sjálfstæði lands okkar á öllum sviðum, að fylgjast sem bezt með því starfi og veita því það lið, er við megum. Oft draga menn dár að friðartali, en dæmi kvekara úr síðustu styrjöld sýnir, að friðarvin- ir láta ekki sitja við orðin tóm, þótt stjórnmálaflokk- arnir bregðisl. í öðru lagi eru friðarmál fræðslumál. Menn verða að gera sér grein fyrir orsökum styrjalda á liðnurn öldum og ennfremur hver öfl eru að verki, er menn berast nú á banaspjót suður og austur í löndum. At- hugun þessara mála er ágætt námskeið i þjóðfélags-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.