Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1937, Side 46

Skinfaxi - 01.10.1937, Side 46
142 SKINFAXI Sannlega var mér gæfan góð, gott er þess að minnast, þessum lífsins listasjóð lofað’ hún mér að kynnast. Grípa vildi ég gleðilag, góði, er skilur leiðir, en eftirsjáin í minn brag angurþunga seiðir. Hæfir eigi harmatal hryggur upp að vekja. Minninga ég skykkju skal á skauti mínu rekja. Man ég sprikl og æsku-ærsl, allt í funa glóði. Minnti lítt á föggu-færsl fákur í reiðarmóði. Bálaði lundin ör og ólm af öflum sundurleitum. Skora mundi hann á hólm hiklaust tundurskeytum. Tamdist skap og fjörsins far, fágaðist gangur hrjúfur, unz að gapinn ólmi var eins og hugur ljúfur. Gljáði á strengdan, stæltan bol stoltar-fáksins prúða. Ramlega tengdist þrek og þol þokka og listaskrúða. Milli spretta var sem vart veginn snerti, en flygi; dúnmjúkt, létt og leiftur-snart leikandi töltið stigi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.