Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 48

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 48
144 SKINFAXI Mér er nautn að minnast þín missirinn þó að svíði. Beri mig yf’r á aðra strönd, öndvert heljarvogi, hnýtt skulu aftur brostin bönd. Bíddu mín þar, Logi! lngibjörg Þorgeirsdóttir: Skemmtanir. Kafli úr fvrirlestri. Skemmtanirnar eru oft og einatt aðalviðfangsefni ungmennafélaganna. I sveitum að minnsta kosti er það oft eingöngu þau, sem lialda þeim uppi, og það er alls eldíi svo litils virði, að sú starfsemi takist vel hjá þeim og sé þeim til sóma. Ef til vill er fátt betri og al- gengari prófsteinn á félagslegan og siðferðislegan þroska ykkar, ungtnennafélagar, en það, hvernig ykkur tekst að haga skemmtunum ykkar, og hvaða andi þar er ráðandi; — bæði þeim skemmtunum, sem haldnar eru innan félags, og eins hinum almennu skemmtun- um. Og ungmennafélagar þurfa að athuga það vel, að góð skemmtun er ekki alltaf sama og dýr og iburðar- mikil skemmtun. Það er þvi t. d. mikið efamál, hvort hollt er fyrir ungmennafélög að fara að hef ja kapphlaup um að hafa sem dýrastar og fjölbreyttastar veitingar á boðstólum á skemmtunum sínum. Það er mikið vafa- samur gróði fyrir félögin og ennþá vafasamari gróði fyrir einstaklingana, sem sækja skemmtanirnar; þegar við bætast svo lika heimskulegir tizkusiðir, eins og t. d. þeir, er piltunum finnst sér ekki annað sæma en að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.