Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 53

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 53
SKINFAXI 149 mikið og fagurt verkefni að vinna. Þá bæru ungmenna- félagar með sóma og fullum rétti nafnið vormenn! Vormenn, sem fyrst og fremst ræktuðu og hlúðu að bverjum góðum gróðri í sínum eigin ungu sálum, og væru á verði að veita lið hverju góðu málefni og djarfri og fagurri hugsjón, sem kemur fram á sjónarsviðið. Þá væri þeir vormenn íslands, „sem ])úa sólskært sum- ar undir sérhvem hug og gróðurblett“. Gunnar Ólafsson: Þjálfun íþróttamanna. (Við samning greinarinnar hefir höf. stuðzt við norska bók: „Læger&d for idrettsmenn“ eftir C. V. Lange). Þessar linur ættu að geta verið þeim, sem ekki hafa sérþekkingu á þessum efnum, nokkur fræðileg undir- staða, sem byggja mætti á og styðjast við, þegar um íþróttaiðkanir er að ræða. Sem hetur fer er íþróttalifið hér ekki komið út á þær brautir, — ef til vill mætti segja, að það sé ekki orðið svo „móðins“, -— að liægt sé að tala um íþrótta- stjörnur, né að keppni í iþróttum sé komin út í aðrar eins öfgar og hjá stóru íþróttaþjóðunum. Þó liefi ég lieyrt þær raddir hjá sumum leiðandi mönnum íþróttamálanna, og mér er eklti grunlaust, að þær hafi gerzt allháværar eftir Olympiuför íþrótta- mannamia í fyrra, að ein mikilvæg orsök hinna lélegu íslenzku íþróltameta sé sú, að iþróttamenn okkar taki þátt í svo mörgum íþróttagreinum, að þeir séu að gutla í öllu og nái svo hvergi æskilegum árangri; þarna vantar eina sekúndu og þama nokkra sm. Þetta gefur okkur bendingu um, að það er fullkom-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.