Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 66

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 66
162 SKIXI'AXI og sex bókum. í haust gefur fél. út fyrstu bækur sínar, en þær eru „Vatnajökull“ eftir dr. Niels Nielsen og 3. bindi af „Rauðum pennum“, en það ársrit hefir þegar unnið sér vin- sældir. Fyrsta bók félagsins næsta ár verður mjög fræg skál'd- saga, Móðirin, eftir Gorki. — í stjórn félagsins eru: Krist- inn Andrésson, magister, Halldór Kiljan Laxness og Halldór Stefánsson rithöfundur, Sigurður 'I’horlacius skólastjóri og Eiríkur Magnússon kennari. — Félagsmenn í „Mál og menn- ing“ fá 15% afslátt á útgáfubókum Héimskringlu, en hún hefir gefið út margar úrvalsbækur siðustu ár, m. a. skáldrit eftir Halldór Kiljan Laxness, Halldór Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum og Sigurjón Friðjónsson, og nú í haust Stephan G. Stephansson. Utvarp og málvöndun. Frétzt hefir af Norðurlandi austanverðu, að þar sé tekið að gæta linmæla eða latmæla á sunnlenzka vísu, fyrir áhrif frá Ríkisútvarpinu. Eigi slcal fregn þessi seld dýrar en lceypt er. En hitt skal fullyrt, að Útvarpið gætir eigi jafnan slíkrar málvöndunar, sem svo víðfeðmri og áhrifaríkri menningar- stofnun ber. Kynning eins og þessi: „Trió Útvarpsins leikur Sortna þú ský og Intermessó úr leikritinu Piltur og stúlka, sem að Emil Thoroddsen hefir kompónerað,“ iæðir inn hjá hlustendum grun um að taka eigi bókstaflega eftirfarandi setn- ingu úr fyrirlestri um slettur og málleysur: „Móðurmálskennsl- an á að taka mönnum vara fyrir því, að sletta ekki.“! Skíði og skíðaferðir. Ungmennafélögin hafa jafnan látið skíðaíþróttina mjög til sin taka, og víða um land hafa þau beinlínis verið hraut- ryðjendur þess, að farið væri að iðka þá fögru, hollu og skemmtilegu vetraríþrótt. Svo var það liér í Reykjavík, að U.M.F.R. kom fyrst verulegu skriði á skíðaferðir. Það útveg- aði t. d. félagsmönnum skíði frá Noregi, á fyrsta starfsvetri sinum 1906—’07. Og starf þess við að koma hér upp skíða- braut er alkunnugt. — U.M.F. Árvakur á ísafirði hratt af stað skíðavakningu þeirri, sem þar hefir orðið síðustu árin. Mætti nefna fleiri lík dæmi. Nú vill Skinfaxi vekja athygli á starfsemi tveggja einstakra félagsmanna, til framgangs og eflingar skíðaíþróttinni, með því að greiða fyrir þeim, sem iðka vilja hana, að fá góðan og heppilegan útbúnað. Trésmiðjan Fjölnir, sem Sigfús Jónsson frá Búrfelli rekur, hóf i fyrra skíðaframleiðslu í allstórum stil. Gerir hún skiði

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.