Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 69

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 69
bKlNT AXl 165 Jakob Kristinsson skólastjóri, Eiöum. Svafa Þórhallsdóttir kennari, Reykjavik. Vigfús Guðmundsson ritstjóri, Borgarnesi. Þórður Kristleifsson kennari, Laugarvatni. 17. júní. Eins og kunnugt er, samþykkti sambandsþing 1936, að 17. júni skyldi framvegis vera útbreiðslu- og baráttudagur ung- mennafélaga. Vafalaust hefir orðið minna úr starfsemi þann dag en skyldi, um allt land, vegna alþingiskosningaiina, er stóðu fyrir dyrum. Vegna undirbúnings þeirra var örðugt um fundahöld og athygli almennings bundin, Útvarpsráð taldi eigi rétt að hafa útvarpskvöld ungmennafélaga rétt fyrir kosning- ar, enda þótt Umf. styðji engan stjórnmálaflokk. Var það því eigi 17., heldur 27. júní. Aðalsteinn Sigmundsson, Daníel Ágúst- ínusson, Eiríkur J. Eiríksson og Þórður J. Pálsson fluttu þar ræður, Rannveig Þorsteinsdóttir las upp, en ættjarðarlög voru sungin. Sambandsstjórn réðst i það stórræði, að gefa út sérstakt rit, „17. júni“, til að kynna Umf. og núverandi stefnu þeirra. Rit þetta er 42 lesmálssíður i stóru broti, myndum skreytt og vandað., Ritstjórn þess önnuðust Aðalsteinn Sigmundsson, Jó- hannes úr Kötlum og Skúli Þorsteinsson. Fremst er mynd af Jóni Sigurðssyni forseta og sýnishorn af rithönd hans. Þá er stórsnjallt kvæði um forsetann, „Hinn hvíti ás“, cftir Jó- hannes úr Kötlum. Haraldur Guðmundsson menntamálaráð- herra skrifar ávarp, „Bjartsýni“. Þá er ágæt ritgerð, „Sam- bandsmálið“, eftir Benedikt Sveinsson fyrv. alþingisforseta, en hann er nú einn eftir af hinum glæsilegu sjálfstæðishetjum vorum frá átakatímabilinu við Dani, og meðal þeirra manna, sem bezt skrifa islenzkt mál. Þá eru í ritinu mjög athygli- verðar greinar eftir Ilalldór Kiljan Laxness (Ungmennafélög- in og frelsisbaráttan), Sigurð Thorlacius (Skólinn og þjóðin), Eirik J. Eiríksson (Umheimurinn Og vér) og Lárus J. Rist (Héraðssundlaug austan fjalls). Þar er saga eftir Halldór Stef- ánsson, mynd af nýju listaverki eftir Sigurjón Ólafsson og greinar eftir alla ritstjórana. Ríkarður Jónsson teiknaði kápu- mynd á ritið. Það var gefið út í 3000 eintökum og selt í Reykjavik og víðar 17. júní, en auk þess hefir það verið sent sambandsfélögunum til útsölu. Verðið er kr. 1.00. — Enn er allmikið óselt af ritinu, og má panta það hjá afgreiðslu Skinfaxa. Verðið ætti þá að senda með pöntun, t. d. i óbrúk- uðuin 10 eða 20 aura frímerkjum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.