Skinfaxi - 01.10.1937, Side 73
SKINFAXI
169
heild, U.M.F.Í., sem allra mest af hinum dreifðu félögum
víðsvegar úti um byggðir landsins. Með því vinnst tvennt:
Sambandið verður sterkara til sameiginlegra átaka og færara
um að standa í stórræðum. Og hin einstöku félög verða sjálf
sterkari við það, að standa með öðrum og að aðrir standi
með þeim — og við þann stuðning, sein vissulega stendur í
valdi sambandsins að veita þeim.
Héraðsskólarnir og Umf.
Það leikur ekki á tveiinur tunguin, að héraðsskólarnir, sem
risið hafa í sveitum landsins, eru að stórmiklu leyti verk
ungmennafélaganna. Félögin hafa vakið og magnað þá áhuga-
öldu, sem skólarnir risu af. Þau hafa eflt skilning fólksins
á nauðsyn þeirra. Þau hafa haft beina verklega forgöngu um
slofnun flestra þeirra, og þau hafa lagt þeim til vinnu og fé,
sem kostað hefir fátæka æsku miklar fórnir.
Ungmennafélögin hafa lika reist glæstar vonir á héraðs-
skólunum. Ekki aðeins þær vonir um menningu og mann-
bætur, sem reistar eru á öllum skólum, heldur einnig og
ekki síður vonir um það, að héraðsskólarnir yrðu miðstöðv-
ar og vígi fyrir starfsemi og liugsjónir Uinf. — að þar yrði
æskan löðuð að félagsskapnum og búin undir starfsemi í hon-
um. Ef til vill lá dálítil eigingirni í þessum vonum. En það
er þá þessi sérkennilega, ósíngjarna eigingirni ungmennafé-
laganna — sú, sem finnur fullnægingu og nautn i þvi, að
vinna „íslandi allt“.
Eigi er þess að dyljast, að Umf. hafa orðið fyrir nokkrum
brigðum þessara vona. Og þar sem hér eru viðkvæmar og
heitar vonir, eru brigði þeirra sár.
Skylt er þó að geta þess með fyllsta þakklæti, að héaðs-
skólinn að Núpi í Dýrafirði hefir jafnan staðið í nánu lif-
andi sambandi við ungmennafélagsskapinn, gegn um Umf.
skólans, og reynzt það vígi, sem vonir stóðu til. Með Umf.
og skólunum að Laugum og í Reykholti hefir og jafnan ver-
ið mikil s'amvinna. í Laugaskóla hefir starfað sambandsumf.,
þótt eigi sé það nú. — Rétt er að geta þess, að Uinf. i hér-
aðsskólunum gjalda engan skalt til U.M.F.f., þó að þau séu
í sambandinu.
Fyrsta árið, sem Laugarvatnsskóli starfaði, stofnaði séra
Jakob ó. Lárusson skólastjóri þar Umf. og kom sjálfur sem
fulltrúi þess á héraðsþing, er það gekk í sambandið. Stofnun
félags þessa og innganga þess í sambandið vakti mikinn og
djúpan fögnuð meðal úngmennafélaga. En þvi sárari urðu