Skinfaxi - 01.10.1937, Page 75
SKINFAXI
171
-er svo langt fyrir neðan allar hellur, að ætlazt verður til
þess, að jafnmerkir menn og þýðandinn og útgefandinn (Þor-
steinn M. Jónsson), láti ekki sjá slika forsmán frá sér oftar.
Hér er engin íslenzka, heldur hálfhrá eða blóðhrá norska.
Stúlka „tekur sig saman“, fer „út úr rúminu“ og „út á eld-
húsið“, svo að „pappsinn" geti fengið kaffi „á rúmið“! Það
er engin afsökun, sem þýðandinn talar um í formála, að
persónurnar þurfi að tala slettótt mál, þvi að málleysurnar
eru engu síður þar, sem höf. segir sjálfur frá, en í samtölum.
Skinfaxa hefir borizl nýprentað lag: Lofið þreyttum að sofa,
eftir Sigvalda S. Kaldalóns, við ljóð eftir Davíð Stefánsson.
Þetta er eitt hinna töfrandi fögru, sérkennilegu sönglaga
hins vinsæla tónskálds, en því miður eru mörg af þeim enn
óprentuð.
Reykjanesskólinn við ísafjarðardjúp hefir sent út fjölritaða
skýrslu um störf sín fyrstu starfsárin, ásamt starfsskrá skól-
ans og tillögum skólastjórans, Aðalsteins Eirikssonar, um fyr-
ix-komulag heimavistarskóla almennt. Á Reykjanesi er unnið
stórmerkilegt menningarstarf, og mun Skinfaxi skýra nánar
frá því síðar.
Vertu viðbúinn! 15 drengjasögur, er Aðalsteinn Sigmunds-
son hefir sarnið og þýtt, kemur á hókamarkaðinn um þetta
leyti.
Brynleifur Tobíasson: BINDINDISHREYFINGIN Á ÍS-
LANDI. Söguágrip með myndum. Útgefandi Stórstúka íslands
af I.O.G.T. Akureyri 1936. 192 hls. Sögurit þetta gaf Stór-
stúkan út á 50 ára afmæli sinu, og er vel til fallið, að minn-
ast afmælisins með yfirliti yfir sögu bindindismálsins' á landi
hér. — Bókin hefst á stuttu ágripi af sögu bindindisbarátt-
unnar i heiminum, en segir síðan 100 ára sögu þeirrar bar-
áttu á íslandi, allt fá bindindi Fjölnismanna til atburða síð-
ustu ára. Gætir þar mest sögu Góðtemplarareglunnar, sem
vonlegt er. Yfirleitt er bókin fjölega samin, en of rík þó af
nöfnum og upplalningum lil að vera skemmtileg.
Einn slæmur ljóður er á bók þessari, sá, er má ekki sjást
á sagnfræðiriti: Hún er nokkuð hlutdi-æg, hvort sem það
stafar af ekki óalgengum templai'a-breiskleika, eða hirðuleysi
hins merka höfundar að afla sér fullrar vitneskju og réttrar.
Hinnar stórmiklu bindindisstarfsemi ungmennafélaganna í 30
ár er að mjög litlu getið, og það litla, sem um fél. er sagt,
virðist valið af fullkomnu handahófi.