Skinfaxi - 01.11.1948, Side 4
68
SKINFAXI
Norðmenn talið um fjögurra alda nótt sögu yðar. Vér
Færeyingar höfum húið við fimm langar, myrkar aldir-
En „vér komum, þótt síðar verði.“ Treystið þvi Gula
Tidend. Svo ritar áttræður vinur Noregs i eyjum þeim,
er þér Norðmenn námuð.“
Ársþingið.
Eftir nokkurra klukkustunda akstur um fagurt
land og tilbreytingaríkt, komum við til Öystesö við
Harðangursfjörð, þar sem ársþing Noregs Ungdoms-
lags var háð. Var þarna búgarður Viks, sem hann
sýndi mér. Við hittiimst og síðar þarna í Kvamhéraði.
en svo lieitir byggðin i heild þarna við Harðangur,
hæði Norheimssund og Öystesö. Er Vik oddviti þarna.
Þetta var laugardagur 26. júní. Daginn áður hafði
þingið verið setí. Veðrið var yndislega fagurt. Alls
staðar var þröng ungs fólks i lithrigðarikum þjóð-
búningum. Þingfulltrúar voru um 500 að tölu, en
auk þess voru þarna liáðir aðalfundir ýmissa sér-
samtaka innan Ungmennafélags Noregs, svo sem
leshringastarfseminnar. Árið 1946 voru 76 leshring-
ar starfandi á vegum félaganna, en árið 1947 voru
þeir orðnir 400 að tölu. Þjóðdansasamhandið liafði
og aðalfund sinn þessa dagana á þessum slóðum.
Margt fólk var og þarna komið til þess eins að
skemmta sér. Var nóg að hafa af slíku tagi. Smá-
ferðalög út um fjörðinn og upp til fjalla umhverfis,
þjóðdansasýningar, fyrirlestrar og sjónleikir marg-
víslegir. Var samfelld hátíð á stóru svæði með firð-
inum, og má geta nærri, að margt hefur verið um
manninn, þar sem þetta er eitt eftirsóttasta hérað er-
lendra ferðamanna. Þó var skipulag allt svo gott,
að ég fékk, þegar er ég kom, sérherbergi i snotru
gistihúsi rétt við húsið, ])ar sem þingið var liáð. Þar
var mikil þröng innan veggja og voru menn þaul-
sætnir hina tvo þingdaga, þótt freistandi væri að