Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 7

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 7
SKINFAXl 71 formaður í BiaSamannafélagi Noregs. Hann var stöð- ugt í sambandi við félaga og starfsbræður utan fanga- búðanna. Oft var hann nærri uppvis að starfsemi sinni. Næstum dag hvern var einhver þjáningabróðir sekur fundinn og skotinn. Sletten slapp. í veizlu í Björgvin sat ég til borðs með þjóðminja- verði borgarinnar, ásamt frú lians og L. Jerdal, blaða- manni og formanni í öðru aðalungmennafélaginu i Björgvin. Siðast liafði fundi þeirra borið saman hjá Gestapo. Þjóðminjavörðurinn var að koma frá yfir- heyrslu, Jerdal var að ganga inn, þar sem hann hlaut 8 ára fangelsisdóm í þýzkum fangabúðum. Hér skal því skotið inn i til gamans, að frú forn- minjavarðarins hafði ekki verið í veizlu áður með rikiserfingjanum og fannst mikið til um. Bjóst hún sínu bezta skarti. En það var kjóll, sem hún hafði fengið sendan frá íslandi, er leiðin til Noregs opnaðist eftir striðið. Er styrjöldinni lauk, fóru þeir menn, er gengið höfðu gegnum eldraunirnar, að gera sér grein fyrir, livað hefði eiginlega mest lijálpað. Margir bentu einkum á kristindóminn. Um fyrr- nefndar tillögur i þá átt urðu nú miklar umræður á þessu þingi í Ungmennafélagi Noregs. Urslitin urðu þau, að gamla upphaflega stefnuskráin var látin standa áfram nær óbreytt þannig: „Ungmennafélag Noregs vinnur að menntun þjóðarinnar á þjóðlegum norslcum grundvelli, og að samheldni og samvinnu æskulýðsins.“ Jafnframt var birt yfirlýsing frá stjórn- inni, þar sem komizt var m. a. þannig að orði: „Um- ræðurnar um þetta mál hafa hnigið ákveðið i þá átt, að með þjóðlegum norskum grundvelli sé átt við hina kristnu menningarundirstöðu, er vér höfum tek- ið í arf frá feðrum vorurn." Þannig var á þinginu lögð áherzla á hinn kristilega grundvöll starfsins, þótt það væri ekki bundið með ákveðnum orðum í sjálfri stefnuskránni.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.