Skinfaxi - 01.11.1948, Page 8
72
SKINFAXI
í umi’æðimum kom og fram hver líftaug lýðháskóla-
hreyfing Grundtvigs væri i starfseminni. En einnig var
vitnað í spámann þeirrar lireyfingar i Noregi, Christo-
fer Brun, og hent á, er liann segir, að vinna beri á
móti þeirri þróun, að annars vegar verði kristnilíf,
er einangrast frá veraldarafskiptum, en hins vegar
guðlaus menning.
Eitt haráttumála Ungmennafélags Noregs hefur ver-
ið, að guðsþjónustur fari fram á nýnorsku, meðal
annars hvað sálmasöng snertir, og eiga ungmennafé-
lagar þannig sín uppáhalds sálmaskáld, er ort hafa á
nýnorsku.
Einangrun og fræðsla.
Umræðurnar á ársþinginu i Öystesö sýndu, að við-
fangsefni ungmennafélaganna í Noregi og á Islandi
eru mjög svipuð. Til dæmis var talað um kvikmyndir,
og að ríkið kostaði bifreiðaleiðangra um landið í því
skyni að sýna menningarkvikmyndir. En þá komu
fram ræðumenn, sem sögðu, að bifreiðar gætu ekki
leyst þennan vanda. Bent var á, að í einu byggðarlagi
væru átján þúsuridir manna án vegasambands og í
öðru sextán þúsundir. Það yrði þvi að koma upp kvik-
myndabátum. Lögð var áherzla á, að félögin sjálf
eignuðust sýningarvélar og bent á fordæmi félaga,
sem höfðu keypt landspildur, ræktað ]iar skóg og
selt afraksturinn til þess að eignast slíkar vélar. Til
þessa liöfðu þau notið opinbers stuðnings.
Gaman var að umræðunum um sýningarferðir
norska þjóðleikhússins. Það hafði komið til mála, að
sýningarskip yrði gert, en leikararnir liöfðn liaft það
meðal annars á móti slíku fyrirtæki, að illt yrði að
leika i veltingum um borð. Ræðumaður einn sagði á
þinginu, að svona lagað mætti enginn Norðmaður láta
heyrast. Hafnir væru svo góðar í Noregi, að undan-
skildum einni eða tveim, að leilcararnir ættu að geta