Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1948, Síða 8

Skinfaxi - 01.11.1948, Síða 8
72 SKINFAXI í umi’æðimum kom og fram hver líftaug lýðháskóla- hreyfing Grundtvigs væri i starfseminni. En einnig var vitnað í spámann þeirrar lireyfingar i Noregi, Christo- fer Brun, og hent á, er liann segir, að vinna beri á móti þeirri þróun, að annars vegar verði kristnilíf, er einangrast frá veraldarafskiptum, en hins vegar guðlaus menning. Eitt haráttumála Ungmennafélags Noregs hefur ver- ið, að guðsþjónustur fari fram á nýnorsku, meðal annars hvað sálmasöng snertir, og eiga ungmennafé- lagar þannig sín uppáhalds sálmaskáld, er ort hafa á nýnorsku. Einangrun og fræðsla. Umræðurnar á ársþinginu i Öystesö sýndu, að við- fangsefni ungmennafélaganna í Noregi og á Islandi eru mjög svipuð. Til dæmis var talað um kvikmyndir, og að ríkið kostaði bifreiðaleiðangra um landið í því skyni að sýna menningarkvikmyndir. En þá komu fram ræðumenn, sem sögðu, að bifreiðar gætu ekki leyst þennan vanda. Bent var á, að í einu byggðarlagi væru átján þúsuridir manna án vegasambands og í öðru sextán þúsundir. Það yrði þvi að koma upp kvik- myndabátum. Lögð var áherzla á, að félögin sjálf eignuðust sýningarvélar og bent á fordæmi félaga, sem höfðu keypt landspildur, ræktað ]iar skóg og selt afraksturinn til þess að eignast slíkar vélar. Til þessa liöfðu þau notið opinbers stuðnings. Gaman var að umræðunum um sýningarferðir norska þjóðleikhússins. Það hafði komið til mála, að sýningarskip yrði gert, en leikararnir liöfðn liaft það meðal annars á móti slíku fyrirtæki, að illt yrði að leika i veltingum um borð. Ræðumaður einn sagði á þinginu, að svona lagað mætti enginn Norðmaður láta heyrast. Hafnir væru svo góðar í Noregi, að undan- skildum einni eða tveim, að leilcararnir ættu að geta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.