Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 18

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 18
82 SKINFAXI Mig hafa blessuð löngu ljóðin líka stundum þreytt. Þú last mig ei til enda. Mig undrar það ei neitt. Sama eðlis er smákvæðið Sólblettir, miskunnar- laust og hrottalegt i glettni sinni: Þú komst inn í líf mitt, ljúfa, likt og sól er rís úr hafi, varst mér Ijós á vegum mínum, varst mér yls og birtu gjafi. Bakarinn og símasveinninn settu á þig dökka bletti, agentinn og ýmsir fleiri, unz þú varSst að dimmum hnetti. Það má að vísu telja fullvíst, að skáldið leggi nokk- uð af sinum eigin hug og hjarta i þýðinguna á kvæð- inu 1 Eyjum, er hann nefnir svo. En Ásrún er ein- stakt ljóð, talað úr heimi tilfinninganna, vígt í glóð saknaðar og sársauka. Er síðari hluti kvæðisins prýðilegt vitni um dramatíska hyggingu og hárfínan smekk: Á gatnamótum myrkurs og dags við mœttumst i hinzta sinni. Það mót var mér gjöf, sem þú gleymdir strax, en geymi ég enn i minni. 1 rödd þinni sumarið söng og hló. Úr sólskini voru þin klæði, en mín voru úr haustsins húrni og ró og hélu að öðrum þræði. Mér fannst þú á leið með sumri og sól til suðursins hlýju geima, en ég fylgi nóttinni norður á pól. í nepjunni á ég heima.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.