Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 27

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 27
SKINFAXl 91 og er leiðtogi æskumanna, sem fara i hópferðir til nágrannalandanna á sumrin. Hann er gjörvulegur að vallarsýn, ágætur ræðumaður, eldheitur áhuga- maðilr fyrir hugsjónum ungmennafélaganna i anda Grundtvigs og lýðháskólanna dönsku, snillingur að skipuleggja og stjórna rnótum og 'ferðalögum. Nor- ræn samvinna er honum einlægt áhugamál, og hefur hann unnið ötullega að henni á vettvangi ungmenna- félaganna. Krogerup. Krogerup er gamall herragarður, og er aðalbygg- ingin um 200 ára gömul. Liggur staðurinn skammt frá Eyrarsundi, um 34 km norður frá Kaupmanna- höfn. Er umhverfi allt yndislega fallegt. Á vetrum er þar nú lýðháskóli, sem er sjálfseignarstofnun. Stjórn hans er skipuð fulltrúum frá öllum helztu æskulýðssamtökum landsins, þingflokkum, kaupfé- lögunum, vinnuveitendafélögunum og verkalýðsfé- lögunum. Skólastjóri er Hal Koch, sem jafnframt er pró- fessor í kirkjusögu við Kaupmannahafnarháskóla. Þjóðfélagsfræðin er aðalnámsgrein skólans og mest áherzla á það lögð, að efla félagslund og þegnlegan hugsunarliátt nemendanna. Á sumrin rekur hvert námskeiðið annað. Hefst eitt þegar öðru lýkur. Áður en þetta mót var haldið, höfðu verið þar námskeið vinstri manna, kaupfélagsmanna, sósialdemókrata, húsmæðranámskeið, námskeið farfugla hófst þar sama daginn og þessu norræna æskulýðsmóti lauk. Á stríðsárunum sátu Þjóðverjar i skólanum og skildu við hann illa til reika. En þess sáust lítil mcrki nú. Svo vel hafði öllu verið kippt i lag. Aðal- húsið er tvær hæðir og kjallari, framúrskarandi glæsilegt á allan hátt. Langur svefnskáli úr timhri var svo byggður við annan enda þess fyrir nokkrum árum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.