Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 28

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 28
92 SKINFAXI Erincli og umræðuefni mótsins. Mótið hófst sunnudagskvöldið 13. júní, en lauk sunnudagsmorguninn 20. júní. Fyrir hádegi voru jafn- an flutt tvö erindi, annað kl. 8, en hitt kl. 10. Umræður voru tíðast á eftir og mikið sungið undan og eftir ræðuhöldunum. Yar notuð söngbók dönsku ung- menna'félaganna, en þar eru textar eftir höfunda frá öllum Norðurlöndunum. Þar er t. d. íslenzki þjóð- söngurinn í danskri þýðingu. Þannig leið tíminn til hádegis. Iíelztu erindi mótsins voru þessi: Vegard Sletten ritstjóri, Osló, formaður Noregs Ung- domslag: Verkefni ungmennafélaganna í dag. Kristian Bakke skólastjóri, Voss: Menningarforusta ungmennafélaganna. Arvo Inkilá magister, Helsingfors, formaður Ung- mennasambands Finnlands: Verkefni finnsku ung- mennafélaganna. Hans Ebbesen prestur, Döstrup á Suður-Jótlandi: Suður-Slésvíkurmálið. Bjarni M. Gíslason rithöf'undur, By á Jótlandi- ís- land og Norðurlönd. Sr. Eirílcur J. Eirílcsson sambandsstjóri U.M.F.I.: Unmennafélag íslands — störf þess og áhrif í 40 ár. Eirilc Jonsson bóndi, Varning í Sviþjóð, formaður Jarðræktarsambands æskulýðsfélaga í Svíþjóð (J.U. F.): Æskan og framfaramál sveitanna. Hal Koch prófessor, Kaupmannahöfn: Verkefni æskulýðsins og ríkisvaldið. Sverrir Fon bókavörður, Þórshöfn í Færeyjum: Færeysku ungmennafélögin — saga þeirra og störf. Asger Due prestur, Kaupmannahöfn: Eiga ung- mennafélögin að vera hlutlaus í trúmálum og stjórn- málum. Nielsen, landbúnaðarráðunautur, Hróarskeldu: Danskur landbúnaður í dag.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.