Skinfaxi - 01.11.1948, Qupperneq 30
94
SKINFAXI
sem við töldum hafa mest gildi fyrir ungmennafélaga
almennt. Einna mest þótti okkur koma til finnsku ung-
mennafélaganna og þeirrar umsvifamiklu menning-
arstarfsemi, er þau halda uppi.
Það, sem einkenndi framsöguerindin og elcki síður
umræðurnar, sem spunnust út frá þeim, var einstakt
hispursleysi, ást á lýðræði, mannréttindum og hvers-
konar frelsi, en jafnframt andúð á einræðisstefnun-
um, hvort sem þær birtust í gervi nazista eða komm-
únista. Voru fulltrúarnir ófeimnir að ræða þau mál,
og varð þess ekki vart, að kommúnistar eða aðrir
einræðissinnar ættu sér þar formælendur, enda er
mikið gengishrun í röðum þeirra á Norðurlöndum, svo
sem kunnugt er.
Dagur Islands.
Einn dagur á mótinu, 16. júní, var að mestu helg-
aður Islandi. Um morguninn flutti Bjarni M. Gíslason
rithö'fundur erindi sitt. Var það bæði stórfróðlegt og
skörulega flutt. Var þvi veitt hin mesta athygli. Hann
rakti sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar mjog ýtarlega og
þær breytingar, sem á íslandi urðu til framfara við
hvern áfanga, sem vannst í sjálfstæðisbaráttunni.
Hann ræddi um handritamálið og þá sjálfsögðu kröfu,
sem íslendingar eiga á hendur Dönum fyrir þau 15000
handrit, sem þeir eiga í söfnum þeirra og á hendur
Svíum, en þar eru geymd um 600 handrit. Var liann
hvergi myrkur í máli. Hann lýsti heimáfræðslunni á
íslandi, tryggingarlöggjöfinni nýju og minntist að
lokum á hið myndarlega framlag Islendinga til harna-
hjálpar sameinuðu þjóðanna. Allt var erindið mjög
hugnæmt og lýsti einlægri samúð með málstað ís-
lenzku þjóðarinnar.
Bjarni M. Gíslason he'fur ferðazt mikið um Dan-
mörku undanfarin ár og flutt um 800 fyrirlestra á veg-
um hinna ýmsu félagasamtaka, einkum ungmennafé-