Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 44

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 44
108 SKINFAXI gróðursett, til skjóls og prýði. Þar verður útisundlaug hlaðin upp. Skammt frá vellinum eru afmörkuð svæði fyrir tjöld mótsgesta, veitingatjöld og bifreiðastæði. Gestir þurfa að gæta þess að hafa með sér tjöid og viðleguútbúnað, því gistingu verður ekki hægt að fá í skólanum fyrir aðra en starfsmenn mótsins og boðs- gesti þess. Matsölu er hins vegar ætlaður þar staður. Ungmennafélag Islands skorar á ungmennafélög um land allt að undirbúa sem bezt þátttöku sina í íþróttakeppni mótsins. Takmarkið er, að hvert ein- asta héraðssamband eigi þar keppendur í einhverjum greinum. Þótt sum þeirra eigi ekki úrvalsmönnum á að skipa, mega þau ekki undir neinum kringumstæð- um láta það á sig fá. Það er hin almenna þátttaka, sem gefur mótinu mest gildi. Öll samböndin eiga áreiðanlega hlutgenga menn til venjulegrar íþrótta- keppni. Nú reynir á félagslund þeirra og samheldni. Ekkert héraðssambandið má skerast þarna úr leik. Þá ættu ungmennafélögin og héraðssambönd þeirra að skipuleggja sem víðtækastar hópferðir ungmenna- félaga á mótið. Það þarf að verða hvorttveggja í senn, vegleg íþróttahátíð og vakninga- og kynningamót ís- Ienzkrar æsku úr öllum byggðum landsins. Undir- búningur Eiðamótsins er málefni allra ungmenna- félaga í landinu, sem mikið veltur á að vel takist að leysa. Nánari orðsending um mótið verður send Um'f. þeg- ar nær dregur og frekari undirbúningi er lolcið af hálfu þeirra, sem forustuna hafa. D. Á.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.