Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 45

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 45
SKINFAXI 109 JJaJd 'lÁJiil: Sérkenni í finnsk-sænsku æskulýðsstarii. (Erindi, er Harald Wiik ritstjóri ílutti á norrænu æskulýðs- vikunni i Ivrogerup lýðliáskóla 19. júni 1948. — Eiríkur J. Eiríksson þýddi). Margar ástæ'ður liggja til þess, að finnsk-sænska æskulýðshreyfingin hefur sérstakan svip. Höfuðor- sökin er, að i Finnlandi eru 9 Finnar móti hverjum Svía. Þessir Svíar, um það hil 400.000 að tölu, eru mjög sérstákir. Vegna tvenns konar tungumála er sambandið laust milli þjóðarhlutanna. Tengslin eru og lausleg við hin Norðurlöndin, og er hér einkum átt við æskulýðsstarfsemina. Auk þessa eru Svíar ein- angraðir landfræðilega. Þeir eru á eyjunum í skerja- garðinum og á landræmu i suð-vesturliorni landsins, þ. e. Álandseyjum og í Ábolandi, þeir eru í Nýlandi umhverfis Helsingfors, og loks eru Svíar í Östér- botten þar sem mörkin eru glögg milli Finna og Svia. Byggðalög Finna skilja að landshluta, er Sví- ar byggja. Þjóðfélagslega og efnalega eru Finnlands- Svíar ekki heild. Annars vegar er yfirstéttar-Svíinn i Iíelsingfors og jarðeigandinn í Nýlandi, hins vegar óðalsbóndinn í Österbotten og fiskimaðurinn og skerjagarðsbúinn í Álandi. Aðaltcngiliður Finnlands-Svíanna er málið, sem er lialdið i heiðri sem ættardýrgrip, og norrænn menningar- og réttarskilningur, sem grundvallaður er og treystur af margra alda sambandi við Svíþjóð. Sá vandi er Finnlands-Svíum og löndum þeirra Finnum sameiginlegur, að nágranni þeirra er stór- veldi. Þeir eru þjóðræknir án þess að aðhyllast öfgar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.